Valsblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 5

Valsblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 5
VALSBLAÐIÐ 5 Avarp Sveins Zoega, formanns Va/s Virðulegi heiðursfélagi. Kæri vinur. Vér erum hér samankomnir á annað hundrað Valsmenn, ungir og gamlir, til þess að hylla vorn vin og verndara. séra Friðrik Friðriksson á gagnmerkum tíma- mótum í æfi hans. En í dag er séra Frikrik 90 ára að aldri. t meira en hálfa öld hefur séra Friðrik verið óumdeilanlega merkasti og mikilhæfasti æsku- lýðsleiðtogi þjóðar vorrar. í nýútkomnu Valsblaði ritar dr. Jón Sigurðsson læknir ágæta af- mælisgrein um séra Friðrik ní- ræðan, þar segir m. a. „Bjargföst trú og einstök trúar- gleði, óbilandi kærleikur, fórn- fýsi og umburðarlyndi ásami; af- burða gáfum og aðlaðandi per- sónuleika, hafa einkennt starf séra Friðriks og heillað ótal þús- undir ungra manna“. Er þarna í fáum og skírum dráttum lýst aðaleinkennum a^sku- lýðsleiðtogans séra Friðriks, og hvað það er sem helzt þarf að prýða þá, sem slík vandaverk takast á hendur, að leiða æskuna framá við, til hins sanna lífs og ljóss. t hinu margvíslega starfi fyrir æskulýðinn, varð þessum sér- stæða og óviðjafnanlega forystu- manni brátt ljóst gildi íþróttanna fyrir unga drengi og pilta. Því var það auðsótt mál við hann, er nokkrir ungir félagar úr K. F. U. M. fóru fram á það, fyrir nær 50 árum, að fá að stofna knatt- spyrnufélag innan K. F. U. M. Og séra Friðrik gerðist verndari þessa unga félags, sem smám saman dafnaði og þroskaðist, og hann hefur verið verndari Vals æ síðan. En hann gerði meira en það. Hann tók sig til og kynnti sér allt það sem hann gat náð til um knattspyrnuíþróttina sjálfa, og augu hans lukust upp fyrir gildi íþróttarinnar sem stórfeng- legu uppeldis- og tamningarmeð- als, eins og hann sjálfur orðar það á einum stað. Hann skildi líka, að sérhver íþrótt er því að- eins holl og fögur, að hún sé stunduð af drengskap og án eig- ingirni. Á heiðursári Vals 1930 fór fé- lagið í skemmtiferð í Vatnaskóg, en séra Friðrik prédikaði í Saur- bæjarkirkju, yfir Valsmönnum. Þá hélt hann eina af sínum þrótt- miklu ræðum, þrungna af lífs- speki og góðum heilræðum til æskunnar, m. a. sagði hann: „Leiktu með kappi og fjöri, en leiktu með drengskap og fegurð. Leiktu með atorku og ósérhlífni, en leiktu með full- komnu valdi yfir sjálfum þér, án eigingirni og yfirlætis. Gættu vel að sannleikanum og vandaðu orð þín og framkomu, eins og þú værir á heilögum stað. Það er mannlegt að vilja vanda sig, þegar ótal augu hvíla á leik þínum, en mundu, að einn er ávallt áhorfandi, og það er GuS, reyndu að leika þannig, að hann geti glaðst af leik þín- um. Þetta veri þó sérstaklega í dag sagt við þig, sem hér ert á heilögum stað, þú meðlim- ur „Vals, knattspvrnufélags KFUM“. Þessi orð standa í fullu gildi enn, svo sem þau stóðu, er þau voru sögð fyrir tæpum 28 árum. Vér Valsmenn minnumst með þakklæti, nú á þessum merku tímamótum, já vér miklumst af því, hversu ríkan þátt knatt- spyrnuíþróttin og VALUR hafa jafnan átt í huga og hjarta hinn- ar níræðu trúarhetju og kirkju- höfðingja, og vér getum heldur aldrei fullþakkað það, hversu vér, sem félag og einstaklingar, höfum í ríkum mæli um áratugi fengið notið mikils áhuga, margþættrar snilli og hæfileika séra Friðriks. Vér þökkum Guði fyrir séra Frið- rik, fyrir störf hans í KFUM, fyrir störf hans í VAL og hand- leiðslu. Já, fyrir allt hans mikla og margþætta forystuhlutverk í æskulýðsmálum þjóðar vorrar. Vér hyllum þig með þakklátum huga. Ég hef þá ánægju og þann heiður að tilkynna þér, að í tilefni af þessu merka afmæli þínu í dag hefur Valur stofnað sjóð, sem á að standa undir kostnaði við að reisa af þér höggmynd á fé- lagssvæði Vals að Hlíðarenda. Verður henni valinn bezti stað- ur á svæðinu, þar sem hún getur jöfnum höndum minnt oss á þau órjúfandi bræðrabönd, er vér Valsmenn erum í tengdir KFUM, böndum, sem aldrei mega bresta, um leið og hún minnir oss á þær hamingjubrautir, er þú hefur á langri æfi beint æsku Vals og þjóðarinnar svo farsællega inn á, með þinni bjargföstu trú og ein- lægum kærleika til okkar allra. Vér hyllum þig, kæri vinur, með ferföldu húrrahrópi. Þrjár tegundir knatta Á hverjum velli þar sem heims- meistarakeppnin fór fram voru uppblásnir 27 knettir og geymdir í innsigluðum skáp. Voru þeir af þrem gerðum. Venjulegir gul- brúnir knettir, sem nota átti í góðu og þurru veðri. Plastknettir í rigningu, og hvítir knettir þeg- ar leikjunum var sjónvarpað.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.