Valsblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 12

Valsblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 12
12 VALSBLAÐIÐ Frá unglingastarfinu. Mikill kraftur hefur verið í unglingastarfinu nú í vor, og hafa knattspyrnuæfingar yngri flokkanna verið mjög vel sóttar. Áður en flokkarnir byrjuðu í vor- mótunum, voru haldnir skemmti- fundir í félagsheimilinu, og tók- ust þeir prýðilega. Um hvítasunnuna dvöldu marg- ir drengir úr 4. flokki uppi í Valsskála, ásamt fleiri félögum, og voru mjög ánægðir með þá ferð. Þrír flokkar hafa farið suður í Keflavík og keppt þar við jafn- aldra sína, og flokkar frá Kefla- vík, Akranesi og Vestmannaeyj- um hafa keppt við okkar drengi á Valsvellinum. Allt þetta hefur gert félagsstarfið fjölbreytt og skemmtilegt og verður haldið á- fram á sömu braut. Sig. Marelsson. Vormót yngri flokkanna. Vormótum yngri flokkanna í knattspyrnu er nýlokið, og þess vegna er ekki úr vegi að staldra við og líta á árangur Valsdrengj- anna í þeim. V. flokkur. Fyrst ber að nefna 5. flokk, en það er yngsti flokkurinn. Er skemmst frá því að segja, að bæði liðin, sem Valur sendi, stóðu sig vel, einkum A-liðið. A-]iðið hefur, þegar þetta er ritað, leik- ið þrjá leiki í mótinu, unnið tvo, við Víking 5:0, og Þrótt 4:0, en tapað fyrir Fram 4:5. Einnighef- ur liðið leikið tvo æfingaleiki og sigrað í báðum, Víking 4:0 og Keflavík 7:0. Það hefur vakið furðu margra, er horft hafa á þetta unga lið, hversu vel dreng- irnir leika og oft af mikilli fyr- irhyggju Þarna eru vissulega mörg efnileg knattspyrnumanns- efni, og eru drengirnir mjög jafn- ir. Það er varla hægt að gera upp á milli þeirra, en þó dylst eng- um, að einn er sá, er aí ber, og er það Hermann Gunnarsson, sem er aðal-skipuleggjarinn, en næst- ur honum í framlínunni er Berg- sveinn. í vörninni mætti svo nefna Snorra og Þorlák. B-liðið hefur leikið tvo leiki, annar varð jafntefli gegn K. R., en hinum töpuðu þeir gegn Fram. Valur þarf vissulega ekki að kvíða neinu um gengi sitt í yngstu flokkunum. ef sá diængja- hópur, sem sótt hefur æfingar og leikið með 5. flokki, heldur áfram í knattspyrnunni með álíka krafti og lagt hefur verið af stað. IV. flokkur. Næst skulum við líta á 4. fl.. Félagið sendi fram tvö lið A- og B-lið, sem bæði voru skipuð fríð- um og tápmiklum drengjum. A-liðið lék þrjá leiki. Gerði tvö jafntefli en tapaði fyrir sigur- vegurunum Fram 1:0. Um flokkinn er það að segja, að hann gat með svo lítilli heppni náð betri árangri. Vörnin er sterkari hlutinn með Vilhjálm Sigurlinnason, sem er fyrirliði, beztan. Gylfi markvörður er ágætur í markinu, en verður að vera ákveðnari í úthlaupum. Bak- verðirnir þurfa að ná meiri jafn- vægi í líkamann og æfi betur „skallann". Framverðirnir Frið- jón og Jón Ág., sýndu alltaf góða leiki og var framkoma þeirra og keppnisskap öðrum til fyrirmynd- ar. Framlínan var lakari en vörn- in og skortir þar mest skot og hraða. Kristján var jafnbeztur og var sá eini, sem hefur góðan hvaða. Ragnar sýndi góða leiki. Bald- ur getur meira en hann hefur gert áður. Jón Reykdal vann mik- ið og vel og var með drýgri mönnum liðsins. Björn og Pétur skorti báða meiri þrek og hraða, en það kemur allt með tímanum. B-liðið lék þrjá leiki, tapaði tveimur og gerði einn jafntefli. Flokkurinn stóð nokkuð að baki, mótherjum sínum í þessu móti, og eina ráðið til að bæta úr því er að æfa betur. Liðið sýndi þó oft góða leikkafla og margir efni- legir strákar voru með. Bezt stóðu sig Björn markvörður, og Benedikt, sem vann sig upp í A- liðið. Einnig má nefna Óla Gústafs, Stefán og Þórð. sem allir sýndu oft góðan leik, og ekki má gleyma fyrirliða liðsins Pétri Sveinbjörnssyni, sem var aðaldriffjöðrin í framlínunni. Keflvíkingar sóttu Val heim í júníbyrjun og varð jafntefli 2:2. Var leikur Vals sá bezti, sem flokkurinn hefur sýnt í sumar. Við þökkum Keflvíkingum kom- una og vonumst eftir að sjá þá bráðlega. III. flolckur. Þriðji flokkur tók þátt í A- og B-móti. í fyrstu leikjum mættu liðin Fram, og gekk þar illa, 0:6 í báðum leikjum. A-liðið vantaði þar þrjá af

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.