Valsblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 9

Valsblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 9
VALSBLAÐIÐ 9 'Jrítnam HelqaMn: HeinrLsm.eistarakeppn.Ln í knattspyrnu 1958 í Svíþjóð SraAilía tiart AigutrJeqari Þegar skrifa á stutta yfirlits- grein um lokaþátt H.M.-keppn- innar, sem fram fór í Svíþjóð dagana 8. til 29. júní 1958, er erfitt að velja og hafna. Þarna er frá svo mörgu að segja sem varð- ar snilli knattspyrnunnar, bæði hvað snertir einstaklinga og ein- stök lið, og svo þau mörgu spenn- andi augna blik sem fyrir komu í einstökum leikjum. Að það hafi verið gert ráð fyrir því að þarna yrði eitthvað fréttnæmt má marka af því að á hinum ýmsu leikvöllum voru saman- komnir um 1300 fréttamenn frá blöðum víðsvegar að úr heimin- um, auk útvarps og sjónvarps, sem lýstu leikjum, áttu nær 60 lönd þarna fulltrúa í frétta- manna stétt. Mismunandi leikaðf erSir. Hér verður ekki lýst hverjum einstökum leik, heldur reynt að gefa svolítið yfirlit um það mark- verðasta, sem þarna fór fram og leikaðferðum. Ef löndunum 16, sem til Svíþjóðar komu, er skipt niður í fjórar ,,heimsálfur“, sem sé: Ameríka (Suður Ameríka og Mexiko), Austur-Evrópa, Vestur- Evrópa og Bretlandseyjar, kem- ur fram allmikill munur á heild- arleik og leikaðferðum margra landanna. Ameríkuríkin voru einna lík- ust hvað leikaðferð snerti, þann- ig að leikni og stuttur samleikur sat þar í fyrirrúmi. En kannske er það þó fyrst og fremst ein- staklingsafrekin, sem þeir einkum dá og einkenna leik þeirra. Leikni þeirra er frábær, og það svo að manni finnst stundum ganga töfrum næst. Brasilíu- menn áttu þar mesta snillinga, og má þar nefna Didi innherjann, hinn 17 ára Pele (Svarta Pétur), Garrincha. en þeir gleyma ekki samleiknum, þegar á reynir, sbr. leikinn við Rússa, sem var talinn besti leikur mótsins, og einnig úrslitaleikinn við Svía. Sendingar þeirra eru í samræmi við leikn- ina. Lakasta liðið frá Ameríku var Mexiko, en það einkennilega var, að einstaklingarnir voru góðir. en þeir gleymdu að flýta sér að marki mótherjans, í á- nægjunni yfir að leika með knött- inn og þegar þeir voru tilbúnir, var búið að loka markinu. Þeir náðu þó jafntefli við Wales, og sjaldan munu ánægðari leikmenn hafa yfirgefið leikvöll en í það sinn. Argentína olli miklum von- brigðum í mótinu, og þá ekki sízt í heimalandi sínu, og fengu „heitar móttökur“ í Buenos Aires, og þurfti 500 lögreglumenn til þess að gæta þeirra fyrir 30.000 æstra knattspyrnuunn- enda, og tókst það með hjálp slökkviliðsmanna og vatns, sem kældu hið heita blóð. Austur-Evrópa, Rússar skera sig svolítið úr. Austur-Evrópa notar yfirleitt stutta samleikinn, en samhæfir hann þó nokkuð við lengri send- ingar. Samleikur þeirra er liarð- ur og skiptingar miklar og knötturinn er látinn ganga hratt frá manni til manns. Þeir hafa ekki miklar tilhneigingar til þess að gera gælur við knöttinn að óþörfu. Leikur Ungverjanna við Svía var gott dæmi um þetta. Samleikurinn gekk með leiftur- hraða fram völlinn, en Ungver.j- arnir höfðu ekki í fullu tré við vörn Svíanna, sem var föst fyrir. Þeir fundu ekki leiðin í markið og var því líka um kennt, að þeir hefðu ekki notað Hidegkuti til að skipuleggja sóknina, en hann þótti of seinn. Samleikur Ungverjanna var mun nákvæm- ari og léttari en Svíanna. Leikur Tékka við Argentínu var líka gott dæmi um stutta og hraða samleikinn, þar sem skiptingar voru tíðar. Langsend- ingar voru mest notaðar til þess að skipta þvert yfir völlinn, án þess að nokkuð drægi úr hraða áhlaupsins og tvö mörk komu beint úr slíkum langsendingum. Allt þetta gekk með svo mikl- um hraða að Argentínumenn fengu engan tíma til að leika sér. Fóru útaf „systeminu“ og töp- 6:1, sem frægt var og eftirminni- legt síðar. Tékkar hefðu eins getað unnið 10:1. Rússar skera sig nokkuð úr og liafa að því er virðist aðhyllst nokkuð enska knattspyrnu. Þeir eru allharðir, og nota meira langspyrnu en þeir gerðu áður, og frekar en hin lönd Austur- Evrópu. Það er ekki eins leikandi létt yfir þeim. Að vísu lentu þeir

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.