Valsblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 16

Valsblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 16
16 VALSBLAÐIÐ * Hver er VALSMAÐURINN? Það er oft deilt um, hvort knattspyrnan hér á landi sé full- komnari í dag en fyrir áratugum og sýnist flestum sitt hvað. Hitt er víst, að við sem munum knatt- spyrnuna s.l. BO—40 ár, söknum ýmislegs er algengt var að sjá hér áður fyrr. Eitt af því er fjölbreytni í setningu marka á kappleikjum meistaraflokks. Þáð, hvernig menn ieitast við að gera mark, lýsir oft betur skaphöfn þeirra en flest önnur viðbrögð í leiknum. Ég minnist margra framherja sem ávallt hlupu langan og hraðan sprett áður en þeir skutu á hlaupunum beint framundan markinu. og útherja, er runnu upp með kantinum inn á móts við vítateig og skoruðu þaðan hvert markið á fætur öðru. Enn annarra, er alltaf þurftu að láta „syngja í netinu“ og skutu því oftast framhjá, og loks þeirra, sem leituðu að smugunum, fundu þær, ,,skutu“ „potuðu“ eða hrein- lega „lögðu“ knöttinn í mark. Gerði þessi fjölbreytni vissulega sitt til að gera knattspyrnuna vinsælustu íþróttina hér í bæ. Hólmgeir Jónssón gekk snemma í Val og komst strax og hann mörg — mjög mörg — mörk fyr- ir Val. Hann var ekki einn þeirra,, sem þutu af augun beint á markið. Eigi heldur kærði hann sig um að láta syngja i netinu. Nei, skapgerð hans skipaði hon- um í hóp hinna sívökulu, sívinn- andi og ávalt reiðubúnu til að grípa inn í, þegar tækifærið gafst. Og það þurfti ekkert að „hvína“ né ,,spana“. Snöggt og létt viðbragð, og boltanum var blátt áfram ,,skotið“ ,,potað“ eða „lagt“, ósköp látlaust — en það varð mark. Mér er svo tíðrætt um þenna þátt í knattspyrnulífi Hólmgeirs af því hann er svo táknrænn fyr- ir önnur störf hans fyrir Val. Hann hefur aldrei sótzt eftir veg- tyllum eða virðingarstöðum íþróttalífsins, en ávalt verið reiðubúinn að vinna þau störf, sem vinna þurfti og beðið var um, jafnvel þau vanþakklátustu sem hin, er einhver ánægja fylgdi. Samvizkusemi hans í þessum störfum er einstök, enda árang- urinn eftir því. Fáar munu t. d. Valsvelturnar, sem Hólmgeir hef- ur ekki safnað bróðurpartinum til. Hræddur er ég um, að eftir- En þótt samstarfið við Hólm- geir á velli, í stjórn og öðrum störfum fyrir Val hafi verið svo einstaklega gott og þægilegt, þá ér hann okkur vinum hans kær- astur fyrir vinfesti, tryggð og ekki sízt glæðværð, fyndni og fjör sem alltaf kemur manni í gott skap, enda græskulaust. Okkur Valsmönnum og öðrum, er kynnst hafa Hólmgeir vel, þyk- ir vænt um hann og vildum ógjarnan hafa misst af samfylgd hans og vináttu. Hvert það félag, sem á slíkum góðum drengjum á að skipa, á örugga framtíð fyrir sér. Hólmgeir er fæddur í Reykja- vík 6. sept. 1910, sonur hjónanna Jóns Mýrdal og Aðalheiðar Jóns- dóttir. Hann er kvæntur Unni Jónsdóttur, glaðværri og góðri konu og á með henni tvær gjaf- gjafvaxta dætur. Ó. S. ins, fyrst í 3. aldursflokki — en þá voru þeir aðeins þrír, en síð- an í þann flokkinn, sem aldur hans leyfði. Mun hann hafa keppt samfleytt um 16 ára skeið fyrir Val og nú síðast í „Old Boys“- leik Vals og Víkings í sumar. Mun hann liafa vei'ið „elzti“ knattspyrnumaðurinn á þeim leik, ekki að árum, heldur mun knattspyrnuferill hans hafa byrj- að alllöngu fyrr en hinna þátt- takendanna. Á þessum langa knattspyrnu- ferli sínum hefur Hólmgeir sett hafði aldur til í kapplið félags-tekjur þeirra margra hefðu orðið stórum lakari, ef hans hefði ekki við notið. f stjórn Vals átti Hólmgeir sæti, m.a. í þeirri, sem ákvað og gerði kaupin á Hlíðarenda 1939. Hin síðari ár hefur Hólmgeir aðallega annast æfingar og um- sjón með yngri flokkum félags- ins af sömu samvizkusemi og hin önnur störf. Flokkur sá, er hann nú hefur umsjón með, II. fl. laun- aði honum vel, með því að verða fyrsti sigurvegari Vals á þessu ári, en hann vann Reykj^víkur- mótið í ár. SMÆLKI FRÁ HEIMSMEISTARAKEPPNINNI Hún lcyssti Charles! John Charles „milljóna-mið- herjinn“ eins og hann er oft kall- aður, var ákaflega vinsæll og eftirsóttur af rithandasöfnui'um, og þá helzt drengjum. Eftir sigur Wales yfir Ungverjum, þyrptist mikill hópur drengja utanum Charles. Allt í einu tekur kona ein, svolítið við aldur, að olnboga sig áfram gegnum strákahópinn og kemst að Charles, tekur á hon- um hálstak mikið og kyssir hann án afláts! Þeir fara heim ef rignir. Suður-Ameríkumönnum er illa við að leika knattspyrnu í rign- ingu, og þessvegna er þeim illa við að fara til Evrópu og leika þar í hvaða veðri sem er, eins og tíðkast. Þeir hafa látið hafa eftir sér, í sambandi við heimsmeist- arakeppnina, að þeir leiki ekki í rigningu í Suður-Ameríku, þá fara þeim heim. Þetta minnir á

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.