Valsblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 3

Valsblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 3
r VHLSBLFiÐIÐ Útgefandi: Knattspyrnuíélaglö Valur. - Félagsheimili, íþróttahús og leikvellir aö Hlíðarenda við Laufásveg. - Ritstjórn: Einar Björnsson, Frimann Helgason og Ólafur Sigurðsson. - Auglýsingastjórar: Friöjón Guöbjörnsson og Hermann Hermannsson. - ísafoldarprentsmiðja h.f. ^_______________________________________________________________________________________________________________________________________________J Heimistókn til séra Friðriks Friðrikssonar, nírœðs Svo. sem alþjóð er kunnugt, varð séra Friðrik Friðriksson 90 ára s. 1. Hvítasunnudag. „Jeg er fæddur að Hálsi í Svarfaðardal þ. 25. maí 1868. Mjer þykir ávalt mikið til þess dags koma, ekki af því að hann er fæðingardagur minn, heldur af því að þá var ég skírður, nokkr- um mínútum eftir að jeg fæddist. Var það fyrsta og stærsta vel- gjörðin, sem jeg hef hlotið á æfi minni. — Skírnin var seinna staðfest af sóknarprestinum sjera Páli sálmaskáldi Jónssyni á Völl- um (seinna að Viðvík í Skaga- firði). Foreldrar mínir voru þau hjón- in Friðrik Pjetursson og Guðrún Pálsdóttir, og var ég fyrsta barn þeirra. Faðir minn var ættaður úr Hjaltad.al í Skagafirði. Hanti hafði lært skipasmíðar og stund- aði þær um stund, en lagði síðar fyrir sig húsagjörð og kirkju- smíðar. Hann var sagður mikill hagleikamaður, bæði stórvirkur og vandvirkur. Jeg erfði ekki þenna hagleik, því jeg hef aldrei getað tálgað óskakkan hrífutind". Þannig byrjar séra Friðrik æfi- sögu sína — Undirbúningsárin — sem út kom árið 1928. Blásnauður af þessa heims gæðum og vinafár lagði hann út á menntabrautina, varð stúdent árið 1898 og á því 65 ára stú- dentsafmæli um þessar mundir. Las síðan málfræði um hríð við Kaupmannahafnarháskóla og cand. phil. þaðan, en las síðan guðfræði við Prestaskólann í Reykjavík og útskrifaðist úr honum aldamótaárið. Árið áður hafði hann stofnað Kristilegt fé- lag ungra manna hér í bænum, en þeim félagsskap hafði hann kynnst og verið þátttakandi í á námsárum sínum í Kaupmanna- höfn. Með stofnun KFUM og for- ystu sinni þar hefur séra Frið- rik reist sér lifandi og óbrot- gjarnan minnisvarða. Ungur tók hann þá ákvörðun að helga líf sitt þeirri háleitu hugsjón, að vinna unga menn til fylgis við Guð, og með óbilandi kærleika og fórnfýsi hefur honum orðið mik- ið ágengt í starfi sínu. Frá því um aldamótin hefur hann, í huga þjóðarinnar, verið hinn mikli leiðtogi æskunnar í landi voru. Þúsundum saman hafa ungir menn, á liðnum áratugum, heill- ast af trúfesti hans og umburð- arlyndi, afburða gáfum og for- ingjahæfileikum, sem eiga fáa sína líka. Kristin trú og boðun hennar hefur verið alfa og omega lífs hans, og í því sambandi hef- ur m. a. frjálslynd trúfesti hans og glöggur skilningur á mannlegt eðli borið foringjanum fagurt vitni, þar sem ýmsir þættir dag- legs starfs og leika í lífi ungra

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.