Valsblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 4

Valsblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 4
4 VALSBLAÐIÐ Formaður Vals ávarpar séra FriSrúc manna hafa verið nýttir til þess að vinna þá fyrir Guðsríki, eins og t. d. íþróttirnar. En séra Frið- rik var fljótt Ijóst stórfenglegt uppeldisgildi íþróttastarfseminn- ar, og það væri mikill misskiln- ingur að slík starfsemi gæti ekki samrýmst kristilegu lífi, ef rétt væri á haldið. íþróttastarfið hef- ur því jafnan átt fylgi að fagna innan KFUM. Stofnun Vals er einn þáttur þeirrar starfsemi. og Valsmenn, ungir og gamlir, minn- ast nú með þakklæti og virðingu handleiðslu séra Friðriks á liðn- um árum og sívakandi áhuga hans á störfum Vals og vel- gengni, hverju sinni. Á fundi stjórnar Vals hinn 10. maí s. 1. var samþykkt að félagið skyldi minnast 90 ára afmælis séra Friðriks, með sérstökum hætti. Tillaga stjórnarinnar var sú, að Valsmenn, eldri og yngri, skyldu hinn 25. maí kl. 1.30 e. h. safnast saman á Arnarhóli og ganga þaðan fylktu liði til bæki- stöðva KFUM við Amtmannsstíg, en þar býr séra Friðrik, hylla hann og tilkynna honum, að fé- lagið hefði samþykkt að stofna sjóð til þess að standa undir kostnaði við að reisa af honum myndastyttu á félagssvæði Vals að Hlíðarenda. Rúmlega 100 Vals- menn mættu, úr öllum flokkum félagsins. Gengu þeir Hverfis- götu, Lækjargötu og Amtmanns- stíg, tóku sér stöðu í porti húss- ins, en formaður félagsins og for- maður fulltrúaráðsins, þeir Sveinn Zoega og Ólafur Sigurðs- son, ásamt heiðursfélögunum, þeim Axel Gunnarssyni, Guð- birni Guðmundssyni og dr. Jóni Sigurðssyni borgarlækni, gengu á fund séra Friðriks, sem brátt kom út á svalir hússins og var ákaft fagnað, en þar flutti Sveinn Zoega formaður Vals honum á- varp í nafni félagsins, hann lauk máli sínu, með því að tjá séra Friðrik framangreinda samþykkt félagsins. Að ávarpi formanns loknu hylltu Valsmenn séra Frið- rik með ferföldu kröftugu húrra- hrópi. Er Sveinn hafði lokið máli sínu, flutti séra Friðrik mjög snjallt ávarp, að því búnu var Valsöng- urinn sunginn, og þessari stuttu en áhrifaríku athöfn var lokið. (Bæði ávörpin eru birt hér á eftir). Stjórn Vals og heiðursfélagar gengu síðar á fund séra Friðriks, en hús var opið þennan dag, og veitingar miklar og góðar fram- bornar, sem KFUM og K sáu um. Var mikill myndar- og rausnar- bragur yfir móttökum öllum. Mikill fjöldi fólks heimsótti bæki- stöðvar KFUM og séra Friðrik um daginn, m. a. Forseti Islands og margt annað stórmenni. Séra Friðrik bárust ýmsar góðar gjaf- ir og kveðjur, hvaðanæfa að af landinu og mjög víða erlendis frá. Alls bárust honum á sjöunda hundrað skeyta. Allar þessar kveðjur, gjafir og heimsóknir voru ljós vottur þess, hversu miklum ítökum þessi ein- staki maður á að fagna og þeirr- ar hylli, sem hann nýtur alls- staðar, þar sem hann hefur lagt leið sína um eða starfað. Sér- staklega bárust margar kveðjur frá Danmörku, en þar starfaði hann líka um árabil og stofnaði m. a. unglingadeild KFUM í Kaupmanahöfn. Vér Valsmenn endurtökum hyllingu vora og þakklæti til verndara félags vors og leiðtoga, vér óskum þess, að stefna hans og andi megi sem lengst ríkja meðal vor í félagsstarfi voru í heild og með hverjum einstökum Vals- manni, hvar sem hann starfar og stritar á hverjum tíma. Vér vilj- um reyna að vera minnugir orð- ann úr 1. Kor. 9.24, sem séra Friðrik lagði eitt sinn út af í einni af sínum ágætu ræðum,sem hann flutti í hópi Valsmanna: Vit- ið þér ekki, að þeir, sem á skeið- vellinum hlaupa, hlaupa að sönnu allir, en einn fær sigurlaunin. Hlaupið þannig, að þér fáið þau. E. B. Sá, sem lætur reka undan straumnum en á sér ekki sann- færingu, æðra mark né hugsjón að leiðarljósi, er vonarpeningur þjóðar sinnar. Bergmál en ekki rödd. Án innra lífs er maðurinn þræll umhverfis síns. Hann er sem veðurviti, auðmjúkur þjónn loftþrýstingsins á hverjum tíma. (Henri Fr. Amiel 1 ,,Start" ársfj.riti Norska íþrótta- sambandsins um æskulýðsmál.)

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.