Valsblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 10

Valsblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 10
10 VALSBLAÐIÐ í sterkasta riðlinum, og þar af leiðandi í hörðum leikjum, og get- ur það hafa haft sín áhrif á leik þeirra í heild. Þeir héldu því fram, að leikur þeirra við Brasilíu hefði verið lakasti leikur þeirra í mótinu, skipulagið rangt, sem þeir not- uðu. Þeir slepptu þeim of lausum, og þá voru hinir síkviku Brassar ekki til að leika sér að! Fralckar skera sig úr í Vestur-Evrópu. Af löndunum í Vestur-Evrópu voru það Frakkar, sem komu mest á óvart og skáru sig mest úr. Þeir náðu valdi yfir hinum stutta, leikandi og virka samleik, sem engir stóðust nema Brasilíu- menn, og þar voru Frakkar ó- heppnir að missa bezta manninn úr vöminni í lok fyrri hálfleiks. Það er eins og Frakkar hafi náð því bezta hjá Austur-Evrópu og leikni þeirra sumra slagar nokk- uð upp í leikni Suður-Ameríku- manna, og má þar nefna menn eins og Kopa, Fontaine og mark- manninn. Þeir komust lengra en nokkurn óraði fyrir, eða í undan-úrslit og urðu þriðju í keppninni. Þessi góðu einkenni Frakka komu vel fram í leik þeirra við Þjóðverja um þriðja sætið, þar sem Frakk- ar unnu 6:3. Það voru líka mjög skiptar skoðanir manna um hvort Svíum hefði tekist að vinna Frakka, en þau kepptu aldrei saman. Svíar og Þjóðverjarnir léku meira enska knattspyrnu, frekar þunga, en örugga. í liði Svíanna báru útherjarnir, Skog- lund og Hamrin, af, og var íeik- ur þeirra oft með miklum snilli- brag, rétt eins og Suður-Ameríu- mennirnir væru að verki. Svíar voru mjög heppnir í keppninni, fyrst og fremst að lenda í lakasta riðlinum, og svo að geta hvílt stóran hóp manna sinna í 1/4 keppninnar og fá Sovétliðið þreytt eftir aukaleik við England. Þjóðverjar komust lengra en búist var við í upphafi, og var það vel af sér vikið að komast í undanúrslit í þessari hörðu keppni. Leikur þeirra einkenndist nokkuð af hörku, en hnitmiðuð- um leik. — Ef þeir hefðu leikið allan tíman 11 við Svía í undan- úrslitunum er ekki að vita hvern- ig leikar hefðu farið, en annar bakvörðurinn var rekinn út af fyrir fautaskap við Svía. Bretlandseyjar með sama svip. Það þótti óvænt, að England skyldi ekki komast í gegnum fyrstu lotuna. Töpuðu í auka- leiknum við Rússa, þar sem Rúss- ar unnu 1:0. Munurinn á liðun- um er næsta enginn, og urðu Bretar að gjalda fyrir það að vera í sterkasta riðlinum. Ef til vill má kalla þessa viðureign Breta og Rússa nokkurskonar hjaðningavíg, þar sem Bretar féllu og Rússar ef til vill líka óbeint, því þeir kepptu við Svía rétt á eftir, og mættu illa hvíldir til leiks. Lið Breta vakti ekki þá hrifningu, sem búist var við og er hinn jafni og sterki riðill ef til vill orsökin. Það merkilega var, að leikur Wales við Brasilíu var mun betri en leikur Breta við Brasilíu, og þó urðu Walesmenn að leika án John Charles, sem svo mikla ánægju hafði vakið meðal áhorf- enda. Eigendur hans í Ítalíu vildu ekki lána hann lengur. Vissulega hafa þúsundir manna komið til þess að sjá hann í leikn- um en fengu ekki að vita það fyrr en í leikbyrjun, að hann léki ekki með. Skotar komust ekki nema skammt, og var lið þeirra með þeim veikari. Norður-írland stóð sig vel og komst lengra en gert var ráð fyrir, vann Ungverja í aukaleik en tapaði svo 4:0 fyrir Frökkum. Öll þessi lið Bretlandseyjanna leika svipaða knattspyrnu, sem er all þung og kraftmikil en vantar léttleika. Vestur-Evrópa varm. Ef við nú athugum leiki þess- ara „heimsálfa“ og gerum skrá yfir þá með stigum samkvæmt venjulegum stigareikningi, þá hefur Vestur Evrópa sigrað, og lítur listinn svona út: 1. Vestur-Evrópa: 12 5 4 3 25—20 2. Austur-Evrópa: 14 st. 12 4 5 3 25—17 3. Ameríka: 13 st. 12 4 3 5 20—30 4. Bretlandseyjar: 11 st. 12 1 8 3 14—17 Aldrei jafnari lið. 10 st. Sérfræðingum ber saman um það, að aldrei hafi liðin verið eins jöfn og nú og aldrei eins mörg góð lið, sem keppt hafa á H.M.- móti. Formaður dómara- nefndar á vestursvæðinu átti blaðaviðtal um styrkleika liðanna, en hann hefur séð þrjár heims- meistarakeppnir, og var hann á sama máli, en bætir við, að hann telji, að ekkert liðanna sem hafi keppt á móti þessu sé eins sterkt og lið Ungverjanna var 1954. Öll hafa þau það sameiginlegt, að leiknin er á mjög háu stigi og hrein unun að horfa á knattmeð- ferðina. Samt er það mismunandi, en SuðurAmeríkumennirnir bera af, og Austur-Evrópuþjóðirnar og Frakkland koma næst. Þótt í sumum leikjum kæmi fram nokkur harka, þá var það ekki neitt einkennandi, og marg- falt minni en margir gerðu ráð fyrir, og svo mikið var víst, að t. d. Brasilía og Frakkland sem hrepptu fyrsta og þriðja sæti,

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.