Valsblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 8

Valsblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 8
VALSBLAÐIÐ S högum vorum, ef vér viljum muna til hans á öllum vegum vorum, muna til hans í vinnu vorri og hvíld, í leik vorum og list, í samböndum vorum við aðra menn, þá verða áhrifin af lífi voru blessun; og blessun Guðs gjörir oss sæla. Ekkert er eins „heilnæmt fyrir líkama vorn og hressandi fyrir bein vor“ eins og það að ganga á Guðs vegum. Þá verða vorir stigir hans vegir. Mundu það ungi knattspyrnumaður. íþrótt þín er göfug og fögur; og þú get- ur haft hana helgaða Drottni, svo að vegir þínir á knattspyrnu- svæðinu verði vegir Drottins. Þegar knattspyrnuvöllur K. F. U. M. var vígður, þá var sagt: „Yfir svæðinu markanna milli stendur letrað í stórum boga: Ávarp séra Fr'iðriks Framhald á bls. 6. skeð í gær. Síðar varð ég mér úti um enskar og danskar bækur um knattspyrnu og kynnti mér hana enn betur. Fram hjá þessum fyrstu kynn- um mínum af Val get ég ekki gengið, er ég minnist samskifta okkar, vegna þess að hún hafði svo mikil og víðtæk áhrif á við- horf mitt til íþrótta almennt. Og það vil ég segja nú, að af hinum innri starfsgreinum KFUM var mér hvað kærust starfsemi Vals. Ég er hróðugur yfir þeim þætti, sem mér hefur auðnast að fá í sögu Vals og ég gleðst yfir gengi Vals á íþrótta- sviðinu og í félagsstarfinu, yfir heimili Vals að Hlíðarenda með víða velli og mikið íþróttahús. Og nú þegar ævi mín nálgast leiks- lok, þá vil ég æskja þess, að sam- úð og skilningur mætti ávalt ríkja milli Vals og KFUM. Ég óska svo Val allra heilla, megi hann ávallt bera hreinan og fág- aðan skjöld og vera frægastur fyrir það, að vera hugsjón sinni ávallt trúr. Valsmenn, þökk fyrir komuna, hyllinguna og árnaðaróskirnar. Guð blessi ykkur. „Helgað Drottni", og „hið trúaða hjarta sér það ávallt“. Mundu því til Drottins, er þú leikur, og leiktu svo að þú vitir, að það sé samboðið Drottni. Leiktu með kappi og fjöri, en leiktu með drengskap og fegurð. Leiktu með atorku og ósérhlífni, en leiktu með fullkomnu valdi á sjálfum þér, án eigingirni og yfirlætis. Gættu vel að sannleikanum og vandaðu orð þín og framkomu eins og þú værir á heilögum stað. Það er mannlegt að vilja vanda sig, þegar ótal augu hvíla á leik þínum, en mundu, að einn er ávallt áhorfandi, og það er Guð; reyndu að leika þannig, að hann einnig geti glaðst af leik þínum. Þetta veri þá sérstaklega í dag sagt við þig, sem hér ert á heil- ögum stað, þú meðlimur „Vals“, knattspyrnufélags K. F. U. M. — Þú mátt gleðjast yfir því, að Val- ur hefur nú unnið diengilegan sigur eftir margra ára trúfast starf; þú mátt gleðjast yfir þeirri sæmd, að þitt félag hefur fengið nafnbótina: „Bezta knattspyrnu- félag íslands", en mundu að vandi fylgir vegsemd hverri, og þú átt framvegis að keppa að því, að Valur eigi þetta nafn með réttu og fái haldið því sem lengst. En það verður því aðeins að hver einstaklingur og félagið yfir höf- uð muni eftir Drottni á vegum sínum og íþróttastarfi. Þá mun það æ betur geta rækt þá skyldu sína að sýna, hvernig helga má Guði líkamlega íþrótt; og þá verður þessi íþrótt ekki aðeins heilnæm fyrir líkamann og hress- andi fyrir beinin, heldur einnig göfgandi fyrir andann og mennt- andi fyrir sálina. En af þessu þrennu samanstendur maðurinn, og postuli Drottins þráir: „að gjörvallur andi yðar, sál og lík- ami varðveitist ólastanlega við komu Drottins vors Jesú Krists“. Það hafa verið þeir tímar, að kristnir menn hugsuðu eingöngu um andann, og drógu sig út úr mannlegu félagi til þess að þjálfa andann sem mest í fullkominni þjónustu Guðs. En Jesús gaf ekki það boð lærisveinum sínum, held- ur: „Farið og gjörið þjóðirnar að lærisveinum og kennið þeim að halda sem ég hef boðið yður“. — Það hafa aftur verið þeir tím- ar, að menn hugsuðu eingöngu um lærdóm og menntun sálarinn- ar, og urðu nokkurskonar lær- dómsvélar, en vanræktu líkama og anda. Enn hafa verið þeir tím- ar, þegar menn hugsuðu ekki um annað en líkaman og þjálfuðu hann einan; þeir gátu líka feng- ið sterkan búk og stinna vöðva, en svo var allt þeirra ágæti talið. — Það fullkomna er, að gjörvall- ur maðurinn, líkami. sál og andi, þroskist sem mest alhliða og jafnhliða. í því er full fegurð, og það er Guðs vilji. Án þess má minna á að postulinn, sem hafði mætur á líkams íþróttum og dró marga undursamlega lærdóma af íþróttalífinu, segir: „Líkamleg æfing er til lítils nýt, en guð- hræðslan er til allra hluta nyt- samleg“ og þá einnig nytsamleg til þess að líkamleg æfing verði um leið blessunarrík æfing fyrir allan manninn. „Son minn!“ seg- ir orðið, „gleym ekki kenning minni“. — Svo segir Drottinn. Og þér, sem nú fáið að vera viku hér í Vatnaskógi á heilögum stað; hafið einnig hugfast, að það er náðartími sem Guð ætlast til að verði yður nytsamur, og þroski og göfgi allt hið góða, sem í yður er. Hafið hugfast, að einn- ig rjóðrið vort er helgað Guði, einnig sú áskrift stendur hlið- anna milli yfir rjóðri voru. — Látum þá þenna náðartíma ekki verða til ónýtis, en kostið kapps um að taka framförum í öllu góðu. Látið gleði yðar vera hreina, göfuga og sanna, og þá mun skógardvölin verða „heil- næm fyrir líkama yðar og hress- andi fyrir beinin“. Þá munuð þér koma aftur heim til yðar betri en þér fóruð, betri synir, betri starfsmenn, betri Islendingar. — Verum þá allir samtaka í því að styðja Guðs málefni í K.F.U.M., og gjöra því sóma bæði á leik- vellinum og í útilegunum. Látum það vera áhugamál vort sameig- inlegt, allir vér, sem viljum vera sannir lærisveinar Krists og trúir K.F.U.M. Guð hjálpi oss ölluni til þess. Fyris Jesú skuld, Amen.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.