Valsblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 14

Valsblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 14
14 VALSBLAÐIIj 25 drí/ð Jóns Kristbjörnssonar, markvarðar maður í vandasamri stöðu — markinu, og færði loks stærstu og mestu fórnina á altari íþrótt- arinnar og félagsins, með því að láta sjálft líf sitt. Unglingastarfið... Framhald af bls. 13. aðallega með hraða, Marteinn með rólegri yfirvegun og Davíð, sem lék gegn Fram, með góðri knattmeðferð. Miðtríóið er þrátt fyrir allt skemmtilegasti hluti liðsins, Bergsteinn, Óli og Matthías. Hinn síðastnefndi hefur þó sýnt jafnbezta leikina og hefur margt til að bera, sem góðan knatt- spyrnumann þrýðir, einkum bar hann af öðrum með skalla. B-liðið sigraði Fram 2:1 og tapaði fyrir K. R. 0:2. í flokkn- um eru margir nýir piltar, og er það ánægjulegt. — Mest hefur borið á þeim Inga markverði, Gylfa Felixsyni, Davíð H., Davíð S., Arnóri og Jóni Frímannssyni. Alls hafa 29 piltar leikið í II. fl. A og B, og sýnir það, að ,,breiddin“ er allmikil. Það, sem fært hefur A-liðinu sigurinn öðru fremur er æfinga- Um þessar mundir eru 25 ár frá því að Jón Kristbjörnsson markvörður Vals í meistara- flokki lézt af völdum slyss, er hann varð fyrir í leik í fslands- mótinu. Jón andaðist hinn 17. júní 1933. Frá því árið 1934 hefur sá siður haldist og er orðinn að fastri venju, að kappliðsmenn Vals í íslandsmótinu safnast saman, við leiði Jóns Kristbjörns- sonar íkirkjugarðinum við Suð- urgötu fyrir fyrsta leik sinn í mótinu og heiðra minningu hans með þvi að leggja blómsveig að minnisvarða þeim, er Valur reisti þessum fallna félaga sínum. Mynd sú er hér fylgir er frá þessari athöfn nú á 25. ártíð Jóns og fór fram 23. júní s. 1., en þann dag hóf Valur þátttöku sína í fslandsmótinu að þessu sinni. Formaður Vals, Sveinn Zoega, flutti stutta og innilega ræðu við þetta tækifæri, þar sem hann minntist hins góða og prúða fé- laga, sem með glaðværð sinni og vingjarnlegri framkomu aflaði sér fjölda vina jafnt utan Vals sem innan og hlaut aðdáun þús- undanna, sem sérlega snjall leik- Stofnun blaðaútgáfusjóds Hinn víðkunni knattspyrnu- kappi Albert Guðmundsson, fé- lagi Vals og leikmaður um árabil, hefur nýlega enn einu sinni sýnt hlýhug sinn og ræktarsemi í garð síns gamla félags, með því að af- henda stjórn þess álitlega fjár- fúlgu til styrktar blaðaútgáfu félagsins, eða samtals krónur 3000.00. Á fundi stjórnarinnar hinn 10. maí s. 1. var lesið upp bréf frá Albert um gjöf þessa og tilgang með stofnun téðs sjóðs, sem fljótlega verður sett skipu- lagsskrá í samráði við stofnend- ann. Albert lét þess getið í bréfi sínu, að hann óskaði eftir því, að Valsblaðið flytti hverju sinni stuttan þátt úr ritum Friðriks Friðrikssonar. Leikur það ekki á tveim tungum, að þeim, sem um ritstjórn Valsblaðsins sjá hverju sinni, mun verða sérlega ljúft að verða við og uppfylla þessa ósk, hins rausnarlega gefanda. Stjórn Vals ritaði Albert þegar svarbréf, þar sem honum voru færðar þakkir fyrir höfðinglega gjöf og vinarhug í garð Vals. sókn, því enginn flokkur hefur æft jafn vel og þeir. Að lokum flytjum við öllum, sem leikið hafa í yngri flokkun- um beztu þakkir og vonumst eft- ir, að þeir flytji félaginu marga sigra í sumar. Svo óskum við II. fl. A til hamingju með hinn glæsi- lega sigur sinn. Ám\ Njáls.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.