Valsblaðið - 24.12.1962, Page 4
2
VALSBLAÐIÐ
Úr skýrslum aðalstjórnar og deilda
Aðalfundur Knattspyrnufél. Vals
var haldinn í Félagsheimilinu 6. des.
s.l. Lá skýrsla stjómarinnar fjölrituð
fyrir.
Formaður, Sveinn Zoega, flutti ræðu
um félagsstarfið og vitnaði í kafla úr
skýrslunni, en þar var og það helzta
sem gerðist í deildunum.
1 ekýrslunni segir m. a.:
„Stjórnin hefur látið útbúa merki af
Valnum á flugi, úr gulli, silfri og eir.
Samkvæmt ákvæðum viðurkenninga-
kerfis félagsins, skal veita gullmerkið
eftir 15 ára starf, silfurmerkið eftir 10
ára starf og eirmerkið eftir 5 ára starf
og miðast við að störfin hafi verið unn-
in fyrir félagið eftir 19 ára aldur fé-
lagsmanna.
Það hefur verið mikið áhugamál
stjórnar Vals um langan tíma, að fá
varanlega og sæmandi skrifstofu fyrir
félagið til fundarhalda og geymslu á
öllum skjölum og skilríkjum félagsins
sem og gjöfum og verðlaunagripum.
Segja má að öll skjöl og eignir félags-
ins liggi undir stórskemmdum vegna
plássleysis. Stjórnir og nefndir á veg-
um félagsins hafa engan samastað nema
utan félagssvæðisins sjálfs og þá að
sjálfsögðu fjarri þeim gögnum er þeim
annars væri handhægt að liafa aðgang
að.
Nú er þó svo komið að vænta má
góðrar skrifstofu á næsta ári í hinni
nýju viðbyggingu við íþróttahúsið. Er
þetta mikið gleðiefni öllum þeim er
störf þurfa að vinna fyrir Val á kom-
andi árum.
Stjórnin samþykkti að láta útbúa lít-
inn fallegan eirskjöld af Valsmerkinu
til stofuprýðis hjá félögum Vals.
Ætlast er til að selja skildi þessa til
ágóða fyrir félagsstarfið. Verður merki
listamannsins Ásmundar Sveinssonar af
Valsmerkinu notað í þessu skyni.
Reglugerð um á hvern hátt skjöldur
þessi skuli seldur og notaður, bíður
næstu stjórnar“.
Um framkvæmdir á Hlíðarenda segir
m. a. í skýrslunni:
„1 sal íþróttaliússins voru settar upp
körfuknattleikskörfur og gólfið merkt
fyrir körfuknattleik. Byrjað var á inn-
réttingu á viðbyggingunni að austan-
verðu við húsið. Lokið er einangrun
veggja nýs búningsherbergis, áhalda-
geymslu og stjórnarherbergis. Múrhúð-
un er einnig lokið á búningsherbergi
og áhaldageymslu. Austurbaðinu var
breytt og gangurinn framlengdur út í
nýbygginguna.
Páll Gutinason, hinn nýkjörni formaSur, hefur
verifi í Vnl frá œsku, unglinmleiStogi um skeið
meS góSum áranuri; liefur átt sæti í stjórn Vals
undanfariS.
Hreinsað var burt allt stórgrýti kring-
um húsið og svæðið allt sléttað og síð-
an tyrft. Einnig var lóðin fyrir framan
liúsið tyrfð“.
Þá var í skýrslunni rætt nokkuð um
erfiðan fjárhag, án þess að sérstakar
tillögur væru fram lagðar.
Að lokum segir svo í skýrslunni.
„Stjórnin vill að lokum þakka öllum
þeim, sem unnið hafa að málum fé-
lagsins á einn eða annan hátt, fyrir
ánægjulegt samstarf og þann skerf sem
þeir hafa lagt fram til að lyfta okkar
kæra félagi hærra og hærra að því
marki, sem félag okkar keppir að í
nafni vináttu og drengskapar“.
Reikninga félagsins las gjaldkeri,
Páll Guðnason, og ennfremur voru lesn-
ir upp reikningar einstakra nefnda sem
fjármál liafa með höndum.
Urðu nokkrar umræður um skýrsl-
una og reikningana.
Fram kom tillaga um það að gera
aðalfund félagsins að fulltrúafundi
deilda þeirra og nefnda sem starfa í
félaginu, en hún var felld með jöfnum
atkvæðum.
Þá var samþykkt svofelld tillaga:
„Aðalfundur Vals, 1962, samþykkir
að láta fara fram athugun á öllum fjár-
málum félagsins, með það fyrir augum
að reyna að koma þeim á eins öruggan
grundvöll og kostur er. Felur fundur-
inn formönnum og gjaldkerum: Aðal-
stjórnar, deilda svo og Fulltrúaráðs, að
annast þetta, og leggja tillögur sínar
fyrir félagsstjórn og Fulltrúaráð, sem
gangi svo sameiginlega frá málum, eigi
síðar en fyrir lok febrúar n.k.“.
Á fundinum aflienti Árni Njálsson,
fyrir hönd Islandsmeistara Vals í
kvennaflokki, snotra mynd af flokkn-
um, og fékk það ósvikið lófatak fund-
armanna.
STJÓRNARKJÖR
Stjórnarkjör í aðalstjórn Vals fyrir
næsta kjörtímabil fór þannig, að for-
maður var kjörinn Páll Guðnason, en
Sveinn Zoega baðst eindregið undan
endurkosningu, og voru lionum þökk-
uð störfin. Meðstjórnendur voru kjöm-
ir Gunnar Vagnsson, Einar Björnsson,
Geir Guðmundsson og Ormar Skeggja-
son. 1 varastjórn voru kosnir: Haukur
Gíslason og Sigurbjörn Valdimarsson.
Endurskoðendur voru endurkjörnir
þeir Jón G. Bergmann og Magnús
Helgason. V ^
Fundurinn var allf jölmennur og lím-
ræður töluverðar. Fundarstjóri var Æg-
ir Ferdinandsson, en fundarritari Matt-
hías Hjartarson.
-K