Valsblaðið - 24.12.1962, Page 5

Valsblaðið - 24.12.1962, Page 5
VALSBLAÐIÐ 3 Úr ársskýrslu knattspyrnudeildar Vals Á aðalfundi Knattspyrnudeildar Vals lagði stjórn hennar fram glögga og ítar- lega skýrslu um starfsemi deildarinnar. Því miður er ekki liægt að birta hana í heild, en reynt verður að skýra frá því helzta sem þar kemur fram. Stjórnin hélt 19 bókaða fundi, og sátu auk hennar varamenn á þeim öllum. Eitt fyrsta verk stjórnarinnar var að ráða þjálfara fyrir hina ýmsu flokka, og skipaðist það þannig: Fyrir annan flokk Geir Guðmundsson, fyrir þriðja flokk Haukur Gíslason og fyrir fjórða flokk Sigurður Ólafsson við inniæfing- ar og fyrir fimmta flokk Þórarinn Ey- þórsson, Murdo var einnig ráðinn fyrir þriðja, fjórða og fimmta flokk. Fyrir meistara- og fyrsta flokk var ráðinn Óli B. Jónsson og segir um það orðrétt í skýrslunni: Aðalverk stjórnarinnar var hið margra ára gamla vandamál með út- vegun á góðum þjálfara fyrir meistara- og fyrsta flokk. Svo vel vildi til, að ÓIi B. Jónsson, sem þjálfað hefur KR í mörg ár, var á lausum kili, og átti for- maður viðræður við hann um þjálfun meistara- og fyrsta flokks fyrir Val. Samkomulag náðist til eins árs, frá 1. janúar til 31. desember 1962. Óli B. Jónsson er talinn einn snjall- asti þjálfari landsins, og hafa leikmenn Vals vel kunnað að meta hinar ágætu æfingar lians, skipulag allt og þann áhuga, sem hann liefur sýnt flokkum þeim, sem hann liefur þjálfað. Það eru mörg ár síðan leikmenn meistaraflokks hafa verið í jafn góðri æfingu eins og síðastliðið keppnistímabil. Árangurinn kom líka í ljós. Meistaraflokkur lék aukaleik til úrslita um Islandsmeistara- tignina, og þó sigurinn liafi ekki orðið okkar megin, verðum við að þakka þann árangur sem náðist, og vona, að verði Óli B. Jónsson hjá Val áfram, sé þessi árangur í sumar aðeins forleikur að sigurgöngu næstu ára. Mikil rækt var lögð við fyrsta flokk, enda sigraði sá flokkur í Reykjavíkur- og miðsumarsmótinu. Stjórnin þakkar Óla fyrir lians ágæta starf og vonar, að áframhald geti orðið á starfi lians fyrir félagið. ÁRANGUR HINNA YMSU FLOKKA 1 skýrslunni er allítarleg skýrsla um frammistöðu flokkanna, sem á hverjum tíma verður að kalla fulltrúa Vals, og munu margir liafa gaman af að fá sem gleggstar upplýsingar um það hvernig þessir fulltrúar liafa staðið sig, og hvernig þeim hefur tekizt að halda uppi merki Vals. Fer liér á eftir orð- rétt úr skýrslu stjórnar deildarinnar, kaflinn um árangurinn: Alls sendi Valur 11 lið til keppni í 32 mótum, og liggur nærri, að 100 pilt- ar hafi leikið í sumar fyrir hönd fé- lagsins. Hér fer á eftir árangur flokkanna: a) Meistaraflokkur varð nr. 3 í Reykja- víkurmótinu, og var það lélegri ár- angur en búizt var við. Þeir skor- uðu 13 mörg gegn 4 og lilutu 4 stig. Að öllum tilskildum leikjmn lokn- um í Islandsmótinu, voru Valur og Fram efst, og urðu því að leika til úrslita. Valur tapaði þessimi úrslita- leik, sem háður var í ofstoparoki, svo heppni réð meiru en leikni og geta. I Islandsmótinu skoraði flokk- urinn 17 mörk gegn 9, og hlaut 13 stigi. 1 bikarkeppninni tapaði meist- araflokkur fyrir Fram. Leikflestu menn í sumar eru Björgvin Her- mannsson, Þorsteinn Friðþjófsson og Bergsteinn Magnússon, sem leikið liafa alla leiki. Fyrirliði var Ormar Skeggjason. — Alls hafa leikið 18 menn í meistaraflokki í sumar. b) Fyrsti flokkur vann Reykjavíkur- og miðsumarsmótið, en í liaustmótinu urðu þeir nr. 3. 1 bikarkeppninni vann flokkurinn Þrótt, en tapaði fyrir I. deildarliði iBK. 1 fyrsta flokki léku alls 25 menn. Leikflestir í sumar eru Guðmundur Ásmunds- son, Hans Guðmundsson og Bergur Guðnason. — Fyrirliðar hafa verið Hjálmar Baldursson og Hilmar Magnússon. í Reykjavíkurmótinu gerðu þeir 7 mörk gegn 3 og hlutu 5 stig. 1 miðsumarsmótinu gerðu þeir 5 mörk gegn 2 og hlutu 5 stig. í bikarkeppninni gerðu þeir 9 mörk gegn 8 og hlutu 3 stig. 1 liaustmótinu gerðu þeir 7 mörk gegn 4 og lilutu 3 stig. c) Annar flokkur A. 1 Reykjavíkurmót- inu tókst flokknum lieldur illa upp. Þeir gerðu 10 mörk gegn 8, og hlutu þriðja sæti með 3 stig. 1 Islandsmót- inu unnu þeir alla sína leiki, nema hvað þeir gerðu jafntefli við iBV, sem varð til þess, að þeir þurfa að leika aftur við sama félag. Af þess- um leik liefur ekki getað orðið enn- þá, vegna samgönguerfiðleika við Vestmannaeyjar. Haustmótinu er ekki loltið, þar sem Valur á eftir að leika við KR. Fyrirliði var Guð- mundur Páll ögmundsson. d) Annar flokkur B. 1 Reykjavíkurmót- inu varð flokkurinn nr. 2. 1 mið- sumarsmótinu urðu þeir nr. 2, eftir að liafa gert jafntefli bæði við Fram og KR. Haustmótið unnu þeir. 1 Reykjavíkurmótinu gerðu þeir 7 mörk gegn 2 og hlutu 2 stig. Þeir fylkja liSi í íþróttahúsi Vals, og búa sig undir átök og orustur þegar vorar.

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.