Valsblaðið - 24.12.1962, Qupperneq 18
16
VALSBLAÐIÐ
„Ems og æfmtýri úr Þúsund og einni nótt"‘
Það þótti nokkrum tíðindum sæta,
þegar það fréttist síðla sumars að Al-
bert Guðmundsson væri farinn suður
til Mílanó og ætlaði að leika þar knatt-
spyrnuleik. Hafði hann með skeyti ver-
ið boðaður til leiksins, og farið og leik-
ið með sæmd.
Valsblaðinu þótti sjálfsagt að biðja
Albert að segja svolítið frá ferð þess-
ari sinni á gamlar slóðir, sem liann
tróð árin 1947—49.
Varð Albert vel við þessari beiðni,
og fer frásögn hans liér á eftir.
- Aðdragandinn að för þessari og
þeim leik, sem leika átti, var sá, að
stjórnir Mílan og Inter voru beðnar að
styrkja góðgerðarstofnun, sem hafði
hjálparstarfsemi fyrir munaðarlaus
börn. Var farið fram á að þau létu í
té 15—20 milljónir líra í þessu augna-
miði. í umræðum um mál þetta kom
fram sú hugmynd að velja tvö lið, skip-
xið mönnum sem leikið hefðu með félög-
um þessum á árunum 1945 til 1950, og
ná til þeirra sem liefðu verið mest að-
dráttarafl í liðunum á þessum tíma.
Milan og Inter eru stór félög í borg-
inni Mílanó, og eru miklir og harðir
keppinautar, og mætti að sumu leyti
líkja þeim við KR og Val hér á árun-
um, þegar þau börðust um titlana.
Það vildi nú svo til að ég var í Mílanó
þegar þetta kom fyrst til umræðu, í
verzlunarerindum, og liitti fáa, enda
var ég þar ekki nema skamma stund.
Aðeins 2—3 dögum eftir að ég kom
heim fékk ég skeyti frá Italíu, og var
beðinn að koma til Mílanó og leika
þar leik á tilteknum degi.
Ég var ekki viss um hvort þetta væri
grín eða alvara. ítalir geta verið miklir
grínistar, og dottið allur skollinn í liug.
Mér datt helzt í hug að einhver gömlu
félaganna væri að halda upp á afmæl-
ið sitt, og ætlaði að efna til grínleiks
við það tækifæri, þar sem ég ætti að
leika eitt lilutverkið. Ég þorði nú ekki
annað en að senda skeyti til Mílan og
spyrjast fyrir um leik þennan.
Kom þá í ljós að þetta var púraal-
vara, og ég átti að fá ferðir fríar, og
allt uppihald. Ég varð sem sagt að taka
þetta alvarlega, og ákvað auðvitað að
fara. Tók með gömlu skóna mína, sem
eru farnir að slitna, og táin að vísu
upp á við.
Á flugstöðinni var tekið á móti mér
með miklum látum, blaðamenn flykkt-
ust kringum og blaðaljósmyndarar létu
heldur ekki sitt eftir liggja. Mér var
ekið á ,,lúxus“-hótel í borginni, en þar
voru þá fyrir flestir þeirra, sem áttu
að taka þátt í leiknum. Flestir voru frá
Italíu, en þar voru einnig: Gunnar
Gren frá Svíþjóð, Wilkes frá Hollandi,
Nyers frá Ungverjalandi, og svo ég, sem
var lengst að rekinn. Þarna var og Lied-
holm frá Svíþjóð, sem á heima í Mílanó,
og Argentínumaður, sem býr í Róm.
Þetta var í rauninni mikill fagnaðar-
fundur eftir allan þennan tíma, og voru
kveðjur innilegar.
Dagurinn fyrir leikinn fór að mestu
í endurvakningu á vináttusamböndum,
og þá talað í léttum tón, okkar í milli.
Undirbúningurinn undir leikinn var
svipaður og áður, aginn þó ekki eins
harður og fyrr.
NORÐURLANDABÚUM FAGNAÐ
Leikurinn fór fram á San-Sire leik-
vanginum í Mílanó, sem mun vera einn
glæsilegasti völlur í lieimi. Tekur liann
120 þúsund áliorfenda. Fyrirfram höfðu
selzt 40 þúsund aðgöngumiðar, en á-
liorfendafjöldinn varð um 80 þúsund,
en gert hafði verið ráð fyrir að 15—20
þúsund mundu koma. Ágóði varð því
margfalt meiri en gert liafði verið ráð
fyrir.
I búningsherberginu mátti finna að
hugur var í mönnum að sigra. Liðin
eru miklir keppinautar, og næstum
„erkifjendur“ og, sama á hvaða aldri
er, kemst ekki annað að en sigur, —
sigur.
Flestir strákanna, eða allir þeirra
sem léku, keppa enn einhvers staðar,
nema ég og ítalinn Annovazzi, sem
Hinir />rír vinsœlu norrœnu „víkingar“ í liSi Milan, talifi frá vinstri: Gunnar Gren, Albert og
Liedholm.