Valsblaðið - 24.12.1962, Síða 23

Valsblaðið - 24.12.1962, Síða 23
VALSBLAÐIÐ 21 Hver er VALSMAÐURINN7 Þannig liefur verið spurt, í hverju Valsblaði, frá því það hóf göngu sína árið 1939. Allajafna hefur það verið nokkur vandi, að hverjum skyldi beina þessari spurningu í það eða það skipt- ið, því svo margir koma til greina, hverju sinni, vegna margþættra starfa fyrir Val. Þegar ritstjórnin leiddi hugann að því, liver skyldi að þessu sinni verða IMÝR FORSETl Iþróttasambands Islands Gísli Halldórsson, hinn nýi forseti ÍSt. Á síðasta ársþingi Iþróttasambands Islands var kjörinn nýr forseti samtak- anna, og hlaut kosningu Gísli Halldórs- son arkitekt. Gísli er enginn viðvaning- ur í stjórnarstarfi í íþróttahreyfing- unni. Hann hefur í um tug ára verið formaður Iþróttabandalags Reykjavík- ur. Gísli hefur sýnt það á þessum ár- um, að hann er ötull í starfi og áliuga- samur um íþróttamál, og starfsmaður mikill. Á yngri árum var uppáhaldsíþrótt lians knattspyrna og lék hann um skeið í meistaraflokki KR. Er Gísla árnað heilla í starfi fyrir heildarsamtökin í landinu. F. H. fyrir svörum, var það einróma álit hennar, að það bæri engum frekar en Friðjóni Guðbjörnssyni, manninum, sem öðrum fremur hefur átt sinn mikil- væga þátt í að gera útgáfu Valsblaðs- ins, nú um árabil, mögulega. Það má fullyrða, að hann hafi séð því fjár- liagslega farborða, með því að takast á hendur og framkvæma það hvim- leiða en bráðnauðsynlega starf, sem jafnan fylgir blaðaútgáfu, að safna aug- lýsingum, vera auglýsingastjóri. Eitt er víst: Án Friðjóns, engar auglýsingar; án auglýsinga, ekkert Valsblað. Félagið getur því, fyrst og fremst, þakkað Frið- jóni sitt myndarlega félagsblað. Friðjón Guðbjörnsson er einn af elztu starfandi félögum Vals nú. Hann er Reykvíkingur, hér hefur liann dval- ið allan sinn aldur, eða frá 23. okt. 1905, er hann fyrst leit „ljós heimsins“. Fyrir rúnium 40 árum, eða árið 1920, gerðist hann félagi Vals. Trúlega og ókvikulan vörð liefur liann staðið við merki Vals síðan. Á langri leið geta menn ekki alltaf verið á þeysispretti, þannig er það og í félagsmálastarfinu. En þegar mikils liefur þurft með, hef- ur Friðjón jafnan, hin síðari ár, verið reiðubúinn til starfs, svo sem átak það er hann hefur gert og gerir fyrir Vals- blaðið sannar og áður liefur verið að vikið. Friðjón tók á yngri árum mikinn þátt í knattspyrnunni, var þá mest í marki, en lék annars í mörgum öðrum stöðum á vellinum. Hann var einn þeirra Valsmanna, sem þátt tók í „sigl- ingunni miklu“, er Valur fór árið 1927 til Akureyrar, sem frægt var á sinni tíð og mesta og lengsta för sem knatt- spyrnufélag hérlendis liafði þá farið til þessa. Um árabil var hann þjálfari 3. flokks og vann þá mikilvægt starf fyrir knattspvrnuna í Val og framtíð liennar. Um skeið átti liann og sæti í stjórn félagsins og var þar sem annars staðar tillögugóður og starfsamur. Friðjón á nú sæti í Fulltrúaráði Vals, í hinum stóra hópi „gamalla og reyndra“ félaga, er standa trúan vörð um hag og heill síns gamla félags, minn- ugir liðinna æskudaga í leik og baráttu. Friðjón Guðbjörnsson er að eðlisfari hlédrægur maður, gætinn til orðs og æðis, „þéttur á velli og þéttur í lund“, heldur sitt strik og stefnir jafnan á- kveðinn að því marki, sem liann hefur sett sér í hvert eitt sinn. Friðjón er kvæntur Gunnvöru Gísla- dóttur. Meðal mannvænlegra bama þeirra er Friðjón (yngri), sem er einn af forystumönnum Vals í dag af yngri kynslóðinni. Frá því Sundhöll Reykjavíkur var opnuð árið 1937 hefur Friðjón verið starfsmaður hennar. EB. -x-K-x Ur reikningum Vals fyrir 40 árum (1922). INNTEKTIR: Meðlimagjöld 1922 ...... kr. 48.00 Tekjur frá KR .......... — 10.00 Tekjur af knattspyrnumönn- um 2. flokks ......... — 3.69 Tekið lán hjá Axel Gunnarss. — 19.34 Kr. 81.53 ÚTGJÖLD: Útborgað fyrir Guðjón Rrm- ólfsson ................... kr. 5.00 Útborgað fyrir örn Mattliías- son ......................... — 5.00 Útborgað fy rir áletrim á bikar — 4.00 Útborgað fyrir appelsínur (3. flokks mótið) .............. — 3.60 Greitt Morgunbl. fyrir auglýs- ingu ........................ — 5.63 Greitt fyrir fótbolta (H. Á.) -— 24.00 Greitt Prentsm. Acta (aðgm.) — 14.00 Greitt fyrir appels. (Lucina) — 20.00 Kr. 81.53 Rvík, 5. maí. Undirritaðir liafa yfirfarið reikninga þess og hafa ekkert við að athuga. Ingólfur GuSmundsson. Jón Oddgeir Jónsson. (Sign.).

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.