Valsblaðið - 24.12.1962, Síða 31
VALSBLAÐIÐ
29
ég „tæki mig út“ á tjaldinu. Ég fylgdi
aðeins minni eigin ákvörðun og stefnu.
Nokkrum árum síðar varð ég fyrir
annarri „reynslu“, öllu heldur óhappi,
sem nær hafði kostað mig lífið. Þetta
var í sambandi við siglingu á báti mín-
um, með mér var kona mín og foreldr-
ar hennar. Förinni var heitið til eyjar-
innar Catalina, þar sem við ætluðum
að dvelja yfir helgi og fiska. Ákvörð-
unarstaðurinn var lítill kofi á smáskaga
á norðanverðri eyjunni.
Við vorum rúmlega hálfnuð út í eyj-
una, þegar skyndilega skall á okkur
hvassviðri með dimmu éli. Konan mín
og foreldrar hennar voru öll frammi í
káetu, en ég sat við stýrið. Ég hafði
einmitt staðið á fætur til að byrgja
lúguna, þegar báturinn tók snögga lilið-
arveltu. Það skipti engum togum, ég
þeyttist bókstaflega fyrir borð, og
stakkst á bólakaf í sjóinn. Ég rak upp
hljóð um leið og ég hraut útbyrðis, og
þegar ég kom úr kafinu, sá ég mér til
6kelfingar, skutljós bátsins hverfa út í
sortann. Enginn hafði lieyrt í mér, sem
ekki var heldur von.
Mér var sem öllum lokið. Það greip
mig geigvænleg hræðsla. Ég gerði mér
það að vísu Ijóst, að þau, sem með mér
voru í bátnum, myndu brátt uppgötva
hvarf mitt, og reyna að hefja leit að
mér. En möguleikarnir voru sannar-
lega ekki miklir á því að þau fyndu
mig, við þessar aðstæður — í myrkri og
stoormi.
Mér er það ekki ljóst hversu lengi ég
lá þama og tróð marvaða. Hver hugs-
unin rak aðra, en smám saman snerust
þær þó allar um ráðleggingu gamla
þjálfarans míns: Að skapa sér ákveðna
línu — og halda stefnunni eftir henni.
Mér varð rórra í skapi og hugsunin
varð skýrari. 1 huganum tók ég stefnu
á Catalinaeyju. Eyjan er rúmlega 40
km löng. Ég þóttist viss um, að ef ég
fyrir hugsjónum mínum gæti dregið
beina línu og fylgt henni, myndi mér
takast að ná landi. Fullur bjartsýni,
sem kringumstæðurnar hins vegar gáfu
engan veginn tilefni til, hóf ég sundið,
upp á líf og dauða, í áttina til eyjar-
innar.
Ég varð grátklökkur af þreytu, en þó
létt um hjartarætur, er ég þrem tímum
síðar sá ljósin á eyjunni blika gegnum
sortann. Ég dróst á land um þúsund
metrum sunnan við kofann. Þetta liafði
verið hræðileg reynsla, en hún efldi
mig í traustinu á lífsreglu mína. Lífs-
reglu, sem á fleiri en einn veg hefur
haldið mér á floti.
Að ákveða stefnuna sjálfur og stýra
síðan eftir henni, öruggur og án und-
ansláttar, að settu marki.
Það er þessi ósýnilegi mælikvarði,
sem liefur leitt mig af öryggi ár frá
ári í gegnum lífið. Ég hef verið hepp-
inn. Örlögin hafa sýnt mér þá miklu
I jólablaðinu í fyrra var frá því sagt,
að húsbændaskipti hefðu orðið á Hlíð-
arenda, Valdi og Helga hefðu farið,
eftir 20 ára starf, en við tekið hjónin
Hermann GuÖnason og Elsa Níelsdóttir.
Hafa þau gegnt þessu starfi sínu með
mikilli prýði s.l. ár, og átt að fagna
vinsældum þeirra, sem þangað sóttu,
hvort sem það var um daglega fyrir-
greiðslu eða veitingar í félagsheimilinu.
Var samvinna við þau hin hezta á
þessu tímabili. 1 haust létu þau af störf-
um fyrir Val og hurfu frá Hlíðarenda
og fluttust í nýja íbúð, sem þau raun-
ar biðu eftir. Eru þeim færðar þakkir
Valsmanna fyrir störfin og góða sam-
vinnu.
Nýir húsbændur voru ráðnir, og má
með sanni segja að Valsmaður hafi far-
ið og Valsmaður komið. Hjónin, sem
ráðin voru, þau Edda Björnsdóttir og
Stefán Hallgrímsson, eru að nokkru
miskunnsemi að gefa mér tækifæri til
að geta gert að lífsstarfi mínu, það sem
mér hefur þótt vænzt um — sundið.
Nú er ég framkvæmdastjóri fyrirtækis,
sem hyggir simdlaugar, að minni fyrir-
sögn, — án nokkurra afmarkaðra
brauta, með breiðum svörtum strikum
í botninum.
leyti alin upp í Val. Stefán, sem starf-
andi leikmaður í úrvalsflokkum Vals
í liandknattleik sérstaklega og knatt-
spyrnu einnig um langt skeið. Hann
hefur líka verið mjög virkur í skíða-
málum Vals langan tíma og í forystu
þar um skeið.
Edda kona hans var lengi þátttak-
andi í handknattleik í Val og tíður
gestur í Skíðaskála félagsins. Það má
því með sanni segja að þau komu ekki
ókunnug Val, og að þau þekki allt sitt
heimafólk.
Þau tóku við hússtjórn í byrjun októ-
ber, og á þeim tíma, sem liðinn er síð-
an þau tóku við, virðist sem sami góði
heimilisbragurinn ráði ríkjum.
Eru þau hjón hér með boðin velkom-
in til starfa og hyggja Valsmenn á-
byggilega gott til samstarfs við þau á
komandi tímum.
i glas
uppáhal
Honing
súputeningar
Heildsölubirgðir:
EGGERT
krisikon & co. h.f.
Lauslega þýtt. — E. B.
Valsmaður kemur; Valsmaður fer