Valsblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 5
VALSBLAÐIÐ
3
4. Félagsstarfið.
víska félagið til þess að leika 1. deildar-
leik á eigin félagssvæði, og er sú von
látin í ljós að Valsmenn muni um
ókomna framtíð leika hluta heima-
leikja sinna að Hlíðarenda. Næstu
framkvæmdir við nýja grasvöllinn er
bygging skýlis yfir áhorfendastæði. Á
Valsdaginn 4. september 1983 fór fram
stutt athöfn, til þess að fagna þeim
áfanga, er lokið var við að reisa þak-
grind íþróttahússins.
Markús Örn Antonsson, forseti
borgarstjórnar flutti ávarp og Pétur
Sveinbjarnarson formaður Vals lýsti
framkvæmdum. Kostnaður sam-
kvæmt byggingareikningi, 31.10.1983
var 3.705.066. Framlag þá komið frá
Reykjavíkurborg var kr. 366.794 og
ríkissjóði kr. 419.794. Ljóst er að mið-
að við opinberar fjárveitingar og stöðu
íþróttasjóðs verður framkvæmdahraði
ekki sá sami og Valsmenn hefðu von-
að. Hins vegar er sá möguleiki ekki úti-
lokaður að hægt verði að taka húsið í
notkun á 75 ára afmæli félagsins 1986.
Með tilkomu nýja íþróttahússins verð-
ur einnig hægt að flytja heim á Hlíðar-
enda flesta heimaleiki Vals í öðrum
iþróttagreinum. Nýja húsið er 1200
ferm. að stærð og gert ráð fyrir áhorf-
endarými fyrir 500-600 manns. For-
maður bygginganefndar er Þorvaldur
Mawby, en gjaldkeri Helgi Magnús-
son. Eldri grasvöllur félagsins hefur að
mestu verið ónothæfur og er mjög
brýnt að ráðast í endurbætur a.m.k. til
bráðabirgða. Félagsheimili og íbúðar-
hús Vals eru mjög illa farin og valda
erfiðleikum í öllu félags- og fundar-
starfi. Það er von aðalstjórnar að á
næstunni megi framkvæma viðgerð á
báðum húsunum. Unnið var að ýms-
um frágangi vegna endursmíði skíða-
skála Vals og skíðageymslu að mestu
lokið. Barnalyfta er nú komin í notkun
og á starfsárinu fékkst samþykki
l>cirra cr franitiAin: llluti yngri knatlspyTiiumanna Vals. í þcssuin liópi cru mcistaraflokksmcim
framlíAariniiar ojj nokkrir vcrðandi landsliAsincnn.
Valsblaðið
Valsblaðið 35. tölublað, kom út 11.
maí, undir ritstjórn Brynjars Harðar-
sonar. Langt er um liðið síðan síðasta
Valsblað kom. Segja má að bilið hafi
verið brúað með hinni glæsilegu
„Valsbók", sem kom út á 70 ára
Ingvar Guðmundsson og Orn „Jonni" Guðmundsson stíga lcttan dans á Valsvellinum cnda vcrið að
,,rúlla upp" Islands- og bikarmeisturum IA.
einkum handknattleiksdeildar. Mikið
átak var gert til að rétta við fjárhag
handknattleiksdeildar og ber að færa
,,bakvarðarsveit“ deildarinnar sér-
stakar þakkir, svo og nýrri stjórn
deildarinnar. Telja má að fjármál
íþróttadeilda séu í sæmilegu ástandi
miðað við aðstæður. Þó hafa skuldir
safnast hjá knattspyrnudeild og eignir
seldar til þess að greiða rekstrarskuld-
ir. Vonandi tekst á eftirstandandi
starfsári knattspyrnudeildar að styrkja
fjárhagsstöðu deildarinnar og snúa
vörn í sókn. Leigusamningur við
Menntaskólann við Hamrahlíð um
notkun íþróttahússins helur treyst
rekstur þess. Aftur á móti hafa sumar
íþróttadeildir safnað skuldum við hús-
sjóð vegna leigu á æfingatímum. Ljóst
er að svo getur ekki haldið áfram og
íþróttahúsið verður að fá þessar
skuldir greiddar til þess að sinna nauð-
synlegu húshaldi og framkvæmdum.
Reykjavíkurborgar og íþróttanefndar
ríkisins fyrir styrkveitingu vegna bygg-
ingar fullkominnar skíðalyftu. Seint
verður fullþakkað það mikla átak, sem
gert hefur verið í endurbyggingu Vals-
skálans. Áfram er haldið á fram-
kvæmdabraut.
3. Fjármál.
Á síðasta aðalfundi var sérstaklega
rætt um fjármál íþróttadeilda og þá