Valsblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 26

Valsblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 26
24 VALSBLAÐIÐ Malvern og Kidderminster Harriers Úr æfingaferð m.fl. 1 knattspyrnu til Englands um páskana Þegar ný stjórn tók við völdum í knattspyrnudeild Vals snemma á árinu blöstu mörg vandamál við, eins og gengur. Það stærsta var ráðning þjálfara fyrir 1. deildarlið félagsins. í lok mars var það mál afgreitt með ráðningu Ian Ross, og eru flestir þeirrar skoðunar að þar hafi Valur dottið í lukkupottinn. Að þjálfara fengnum, 6 vikum fyrir keppnistímabil, var stóra spurningin hvernig haga ætti undirbúningi svo liðið og nýi þjálfarinn gætu kynnst sem mest og best á sem skemmstum tíma. Afráðið var að fara í 10 daga æfinga- og keppnisferð um páskana. Slíkar ferðir hafa rutt sér mjög til rúms á síðustu árum, en um notagildi þeirra má deila. í þessu tilfelli, þar sem nýr þjálfari var ráðinn stuttu fyrir mót, og miklar breytingar höfðu orðið á leik- mannahóp Vals þótt rétt að reyna að hrista hópinn saman erlendis við góðar aðstæður og án truflana. Til að fjármagna ferðina var efnt til happadrættis, með fáum en dýrum miðum og bifreið í vinning. Leikmenn voru látnir selja miða upp í kostnað við ferðina og tókst það allvel. Ekki er ætlunin að segja hér sögu þessarar æfingaferðar, heldur minnast á nokkur atriði úr henni. Farið var til Wolverhampton, en lan Ross þjálfari býr einmitt þar nú og hafði hann haft veg og vanda af mest öllum undir- búningi varðandi ferðina. í Wolver- hampton sem er í The Midlands (Mið- Englandi), stutt frá stórborginni Birmingham var gist á The York Hotel, þægilegu, heimilislegu hóteli sem er í eigu Hr. og frú D. Martin góð- vina Ian Ross. Þar vorum við Vals- menn útaf fyrir okkur, lengst af einu gestirnir, og nutum alúðar, þægileg- heita og góðrar þjónustu starfsfólks- ins. Menn voru afar ánægðir með aðbúnað á þessu litla, vinalega hóteli, og þær Lina og Heather urðu strax hvers manns hugljúfi. Hópurinn var þarna til að æfa, kynnast og keppa, og þessum atriðum var öllum vel sinnt. Tveimur dögum eftir komuna til Englands var fyrsti leikurinn. Var Maðurinn með augað. Þorgrímur ,,Toggi“ Þráinsson heldur ófrýnilegur eflir olnbogaskol frá Peter Willie, Aslon Villa. Úr æfingaferð m.fl. í knattspyrnu. Ógleyman- lcgur „karakler", Jeff bílsljóri. hann gegn varaliði Aston Villa, fyrrum andstæðinga Vals í Evrópukeppni. Með varaliðinu léku nokkrir leikmenn úr aðalliðinu sem voru að jafna sig eftir meiðsli eða þurftu leikæfingu. Má nefna enska landsliðsmiðherjann Peter Withe, en hann reið ekki feitum hesti frá viðureign sinni við íslenska lands- liðsbakvörðinn Þorgrím Þráinsson. Toggi hafði Withe í vasanum og fór það svo í skap kappans að hann gaf Ólafsvíkurundrinu okkar heljarmikið olnbogaskot. Þetta líkaði þjálfara A.Villa illa og tók hann Withe út af í hálfleik. Toggi hlaut af þessu glóðar- auga eitt mikið sem setti blett á annars engilfagra ásýnd piltsins en það lagað- ist fljótt. Leiknum lauk með stóru tapi 0-5, og má þar um kenna lítilli æfingu okkar manna og engri leikæfingu. Það var þó ekki fyrr en undir lokin sem andstæð- ingarnir röðuðu á okkur mörkum, en staðan var 0-1 um miðjan síðari hálf- leik. Næsti leikur var gegn utandeildarliði í nágrenninu, Malvern FC. Hann fór fram á grjóthörðum velli sem var sam- bland af gras, malar og sandvelli. Vals- liðið var lengi í gang, það var eiginlega ekki fyrr en síðustu 20 mín. að liðið sýndi eitthvað. Úrslit þessa slaka leiks 0-1, en í stuttu hófi að leik loknum, þar sem boðið var upp á bjór og sam- lokur að hætti innfæddra bar Valsliðið sigurorð af heimaliðinu í söngnum. Síðasti alvöruleikurinn var gegn Kidderminster Harriers, sterku utan- deildarliði sem orðið hefur þekkt fyrir góðan árangur í bikarkeppnum gegn þekktum andstæðingum. Svo skemmti- lega vill til að Harriers er gamalt enskt heiti yfir fálka eða val, þannig að segja má að við höfum þarna leikið við enska Valsntenn. Fyrri hálfleikur var slakur hjá okkur, en í síðari hálfleik var annað uppi á teningnum. lan Ross þjálfari liðsins var þá kominn inn á sem tengiliður, og hann stjórnaði mönnum með harðri hendi og lyfti öllum upp um a.m.k. einn klassa. Þetta var i fyrsta skipti í ferðinni sem liðið virkaði heilsteypt, og olli það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.