Valsblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 7

Valsblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 7
VALSBLAÐIÐ 5 Siglryggur Jónsson formaður kmiUspyrnudeild- ar 1982-’83. Dýri Guðmundsson, einn sá bezli í 10 ár, 1974-’83. Enn vantar að þjálfarar og forystu- menn noti sem skyldi hina glæsilegu aðstöðu sem skíðaskáli Vals býður upp á. Heimavöllur að Hlíðarenda Með ánægjulegri viðburðum ársins voru fyrstu heimaleikir okkar í 1. deild á raunverulegum heimavelli að Hlíðar- enda. Jafnframt var um að ræða fyrstu leiki 1. deildar á félagsvelli. Langþráð markmið er því orðið að veruleika, og Valur enn á ný í farara- broddi íslenskra knattspyrnufélaga. Utanlandsferðir Meistaraflokkur fór í æfinga- og keppnisferð um páskana til Luxem- borgar, Belgíu og Þýskalands. Að mörgu leyti var ferðin ágætlega heppn- uð, en ferðir milli staða þóttu nokkuð þreytandi. 2. flokkur fór í velheppnaða Banda- ríkjaferð og 5. flokkur tók þátt í al- þjóðlegu móti í Danmörku og bar sig- ur úr býtum. Fjármál Aðsókn að 1. deildarleikjum hefur dregist geysilega saman á undanförn- um árum. Þetta hefur komið langverst við okkur Valsmenn, sem höfðum langmestu aðsóknina allt til 1981 og voru leiktekjur mun stærri hluti heild- artekna hjá Val en öðrum félögum. Hefur orðið að reyna aðrar leiðir til tekjuöflunar og í leiðinni að draga saman seglin. S.l. ár var haldið happa- drætti, flugeldasala, bingo, tvær firmakeppnir auk vel heppnaðs leiks milli Valsliðanna ’76 og ’83. Gert var átak í getraunasölu, m.a. með opnu húsi á laugardögum. Undirtektir Vals- manna hafa því miður verið dræmar í þessum fjáröflunum og staðan ekki góð í fjármálum deildarinnar. Skulda- bolti hefur rúllað milli ára fyrst nær vaxtalaust en nú vaxtareiknaður að fullu með allt að 80% vöxtum. Það er því ljóst að finna verður nýja tekju- stofna til að tryggja rekstur deildarinn- ar og skapa henni starfsmöguleika. Árangur Segja má að meðalmennska hafi ein- kennt knattspyrnuna í Val árið 1983, í öllum flokkum nema 5. flokki. Þar náðist frábær árangur annað árið í röð undir stjórn Halldórs Halldórssonar. Ljóst er þó að í öllum flokkum eru mjög góðir einstaklingar og engin ástæða til annars en setja markið hátt og stefna þangað sem Valur á heima: Á toppinn. Sigtryggur Jónsson/HH ,,Þakka þér t'yrir komuna.” Giiómuiidur Þorbjörnsson og Höröur Hilmarsson hcilsasl kiimpánlc^a í síðasta lcik þcss síðarnetiula mcð 1. dcildarliði Vals, liauslið 1983.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.