Valsblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 20
18
VALSBLAÐIÐ
og skemmtilegt. Léleg aðstaða
undanfarið er ekki aðalástæðan. Það
vantar eitthvað í félagið til að fá menn
með, fá sem flesta ti að taka þátt í
starfinu. Sumir koma til starfa, taka
að sér verkefni en ljúka þeim ekki og
þau lenda á öðrum. Þá er erfitt að taka
við, þegar hlutirnir eru komnir í
óreiðu. Nú eru breyttir tímar. Menn
gera ekki hlutina fyrir ánægjuna eins
og áður var. Allir reyna að græða á
vinnu sinni.
Aðalstjórn þarf að vera í meiri
tengslum við stjórnir deildanna það
vantar meiri virkni og það að menn
akti hverjir aðra. Samheldnin var
styrkur Vals áður fyrr, burtséð frá því
hvaða deild menn unnu fyrir. Valur
var meira sem ein heild. Draumur
minn er að draumur þeirra sem keyptu
Hlíðarenda á sínum tíma verði að
veruleiki, þ.e. að heimaleikir Vals í
öllum kappleikjum í öllum íþrótta-
greinum verði að Hlíðarenda. Það er
núverandi stjórnar að reyna að ná
þeim markmiðum sem sett voru.“
Þetta var Valsmaðurinn Elías Her-
geirsson. Maður af gamla skólanum ef
svo má segja, þótt hann sé aðeins 46
ára gamall. Ef Valur ætti marga eins
og hann væri starfið auðveldara, en
þetta á ekki að vera eins og minn-
ingargrein um mann sem hættur er að
starfa fyrir félagið, því maður hefur
það á tilfinningunni að meðan Valur
hafi þörf fyrir hann sé Elías tilbúinn til
að starfa fyrir Val. Bestu þakkir.
Hörður Hilmarsson
HÚS-
BYCGJENDUR
Til afgreiðslu af lager:
Niðurfallsrör
Rennubönd
Þakrennur
Þakgluggar
Þaktúður
Gaflþéttilistar
Kjöljárn
Klippt og
beygt járn af
ýmsum gerflum.
Öll almenn
blikksmífli..
BREIÐFJÖRÐS
BLIKKSMIÐJA HF
Leitid nánari upplýsinga
ad Sigtúni 7 Simi129022
ENDURREISN
EÉLAGSHEIMILIS
Nú þegar þessar linur birtast á prenti
er á lokastigi mikið endurreisnarstarf við
telagsheiniili okkar Valsmanna og
kvenna. Húsið hélt hvorki vatni né vindi,
og var komin leiðinda rakalykt inn í það.
Ákveðið var af aðalstjórn að koma
húsinu i almennilegf stand svo hægt væri
að halda þar fundi og sinna félagsstörf-
um. Nu siðla sunrars var þak hússins
endurbyggt frá grunni og settir nýir
gluggar i „stóra salinn“, glæsilegir
„franskir", og gerðu þelta hinir færustu
smiðir aðkeyptir. Síðan tóku við sjálf-
boðaliðar úr röðum Valsmanna, undir
röggsamri stjórn Hrólfs Jónssonar,
Eliasar Hergeirssonar, og Bjarna Bjarna-
sonar Þetta vaska lið skóf að innan allt
húsið og málaði í hólf og gólf.
Næsta verkefni er að setja dúk á
gólfin, gardinur fyrir alla glugga, nýja
eldhúsinnréttingu á að setja i eldhúsið,
og síðast en ekki síst þá á að kaupa ný
husgögn i húsið. Flott skal það vera.
Valskonur ætla að sjá urn allar gardínur
og uppsetningu þeirra.
Herrakvöld Vals, var haldið undir
stjórn aðalstjórnarmanna og á ágóði þess
fjáröflunarkvölds að eyða í húsgagna-
kaup til félagsheimilisins. Má sjá af
þessu öllu, að þetta litla hús okkar
verður okkur öllurn til sóma og gleði
innar tíðar.
Hilntir Elisson.
Leitið upplýsinga
PÓSTHÓLF 881, BORGARTÚNI 31, 105 REYKJAVÍK, SlMAR: 27222 & 21684
SINDRA
STALHF
Veyktakar
Húsbyggiendur
Þrep
900 x 230 mm
900 x 260 mm
lOOOx 260 mm
Þessar stærðir eru til á lager:
Þrep með Pallar
hálkuvörn 900x1000 mm
700 x 230 mm
900 x 230 mm
900 x 260 mm
lOOOx 1000 mm
Ristarplötur
Úr 25 x 3 mm stáli:
1000x6000 mm
Úr 30 x 3 mm stáli:
1000 x 6000 mm
Viö hja Sindva spyrjum:
Eru starfsmenn ykkar að smíða stigapalla, stiga milli hæða, stiga á tanka, landgöngubrýr?
Vantar ristarefni þar sem loft og Ijós þarf að komast á milli haeða? Vantar þrep og palla
utan á tankinn, verkstæðisbygginguna? Er gætt fyllsta öryggis varðandi þrep og palla utan
dyra t.d. vegna snjóa?
Það má lengi spyrja, en við hjá Sindra Stál teljum að ristarplötur, pallar og þrep frá
Weland séu svar við þessum spurningum.
Framleiðsluvörur Weland eru úr gæðastáli og heitgalvaniseraðar til að tryggja þeim
lerigsta endingu.
Gœtum hagkvœmni - gœtum öryggis.
Lausnin er Weland ristarplötur, pallar, þrep.