Valsblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 6

Valsblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 6
f 4 VALSBLAÐIÐ afmæli félagsins. Arleg útgáfa Vals- blaðsins má hins vegar ekki falla niður, þótt ekki sé grundvöllur fyrir jafn efnismiklu blaði og áður var. Það er ósk aðalstjórnar að halda megi út- gáfu Valsblaðsins áfram og það komi út ekki síðar en 11. maí ár hvert. Valsdagurinn Fyrsti Vals-dagurinn var haldinn 11. ágúst 1968 og hefur Vals-dagur að Hlíðarenda síðan verið fastur liður í starfsemi félagsins. Valsdagurinn 1983 fór fram 4. september. Að venju fóru fram gestaleikir í yngri flokkum. Vals- konur stóðu fyrir kaffisölu, sem var fjölsótt. Lokið var við að setja þak- grind á íþróttahúsið nýja og voru fánar dregnir að hún í því tilefni. Áður hefur verið greint frá athöfn, sem fór fram að þessu tilefni. Formaður Vals-dags- nefndar var Hrólfur Jónsson. Árshátíö Vals. Árshátíð Vals 1983 fór fram í maí í félagsheimili Fóstbræðra við Lang- holtsveg. Rúmlega eitthundrað manns mættu í sameiginlegt borðhald, eða svipaður fjöldi og árið áður. Eftir borðhald veittu íþróttadeildir leik- mönnum viðurkenningu. Þá voru skemmtiatriði og stiginn dans. Undir forystu Halldórs Einarssonar var efnt til herrakvölds Vals í félagsheimili tannlækna í nóvember. Aðsókn var mjög góð og boðið upp á fjölbreytt ,,heimafengin“ skemmtiatriði. Ágóð- anum var varið til að greiða niður eldri skuldir körfuknattleiksdeildar. Fundur með stjórnum deilda. Þeirri venju sem tekin var upp 1981 að efna til fundar einu sinni á ári með Bjarni Guðmundsson, hornamaðurinn knái hefur nýlega bætt landsleikjamet annars Vals- manns... stjórnum deilda var fram haldið. Að þessu sinni fór fundurinn fram í skíða- skála Vals 2. júní. í upphafi fundar kynnti Sigurður Guðmundsson for- maður skíðadeildar framkvæmdir við skíðaskálann og framtíðaráform. Valskonur afhentu peningagjöf til hús- gagnakaupa. Á fundi komu fram ítar- legar umræður um félagsstarfið og formenn deilda gáfu skýrslu um ástand og horfur í íþrótta- félags- og fjármál- um. Meðal þeirra mála sem rædd voru var félagaskrá Vals. Samþykkt var að allar deildir endurskoðuðu félagaskrá sína og tryggt væri m.a. að allir þeir sem æfa og keppa á vegum Vals séu félagsbundnir. Að þessari endur- skoðun lokinni verði gerð ný félagaskrá fyrir Val. Hér er um þýðingarmikið verkefni að ræða, m.a. kom það í ljós við undirbúning 70 ára afmælis félags- ins að ýmsir Valsmenn sem leikið hafa og starfað í félaginu voru ekki í félaga- tali Vals. Aðalstjórn Vals færir að lokum Valsmönnum öllum þakkir og kveðjur fyrir samstarfið á liðnu starfsári og vonar að næsta starfsár verði félaginu gjöfult og gott. Skýrsla þessi er lögð fram á aðal- fundi Vals 28. mars 1984. f.h. aðalstjórnar Vals Pétur Sveinbjarnarson formaður. Knattspyrna ...Ölafs H. Jónssonar sem hér sést í einum af síðustu leikjum hans í 1. deild. Engu gleymt. Yfirlit yfir starfið 1983: Búningamál Samningi við Hummel-umboðið um að allir flokkar deildarinnar léku í Hummel-búningum var sagt upp. í staðinn tókst samstarf við Adidas-um- boðið og Henson hf. um búningamál og kann deildin forráðamönnum þessara fyrirtækja, þeim Ólafi Schram og Halldóri Einarssyni bestu þakkir. Félagsmál Félagsstarfið er því miður veiki hlekkurinn í starfi deildarinnar. Tíðar- andanum og margvíslegu afþreyingar- efni er kennt um, en einnig má nefna félagsaðstöðuna sem verið hefur bág- borin. Vonandir rætist fljótlega úr þessu með nýju félagsheimili. Fjöl- margir fundir voru þó haldnir, og kom fyrir að fundað var í gamla íbúðarhús- inu, búningsklefum og félagsheimilinu allt í senn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.