Valsblaðið - 01.05.1984, Qupperneq 6

Valsblaðið - 01.05.1984, Qupperneq 6
f 4 VALSBLAÐIÐ afmæli félagsins. Arleg útgáfa Vals- blaðsins má hins vegar ekki falla niður, þótt ekki sé grundvöllur fyrir jafn efnismiklu blaði og áður var. Það er ósk aðalstjórnar að halda megi út- gáfu Valsblaðsins áfram og það komi út ekki síðar en 11. maí ár hvert. Valsdagurinn Fyrsti Vals-dagurinn var haldinn 11. ágúst 1968 og hefur Vals-dagur að Hlíðarenda síðan verið fastur liður í starfsemi félagsins. Valsdagurinn 1983 fór fram 4. september. Að venju fóru fram gestaleikir í yngri flokkum. Vals- konur stóðu fyrir kaffisölu, sem var fjölsótt. Lokið var við að setja þak- grind á íþróttahúsið nýja og voru fánar dregnir að hún í því tilefni. Áður hefur verið greint frá athöfn, sem fór fram að þessu tilefni. Formaður Vals-dags- nefndar var Hrólfur Jónsson. Árshátíö Vals. Árshátíð Vals 1983 fór fram í maí í félagsheimili Fóstbræðra við Lang- holtsveg. Rúmlega eitthundrað manns mættu í sameiginlegt borðhald, eða svipaður fjöldi og árið áður. Eftir borðhald veittu íþróttadeildir leik- mönnum viðurkenningu. Þá voru skemmtiatriði og stiginn dans. Undir forystu Halldórs Einarssonar var efnt til herrakvölds Vals í félagsheimili tannlækna í nóvember. Aðsókn var mjög góð og boðið upp á fjölbreytt ,,heimafengin“ skemmtiatriði. Ágóð- anum var varið til að greiða niður eldri skuldir körfuknattleiksdeildar. Fundur með stjórnum deilda. Þeirri venju sem tekin var upp 1981 að efna til fundar einu sinni á ári með Bjarni Guðmundsson, hornamaðurinn knái hefur nýlega bætt landsleikjamet annars Vals- manns... stjórnum deilda var fram haldið. Að þessu sinni fór fundurinn fram í skíða- skála Vals 2. júní. í upphafi fundar kynnti Sigurður Guðmundsson for- maður skíðadeildar framkvæmdir við skíðaskálann og framtíðaráform. Valskonur afhentu peningagjöf til hús- gagnakaupa. Á fundi komu fram ítar- legar umræður um félagsstarfið og formenn deilda gáfu skýrslu um ástand og horfur í íþrótta- félags- og fjármál- um. Meðal þeirra mála sem rædd voru var félagaskrá Vals. Samþykkt var að allar deildir endurskoðuðu félagaskrá sína og tryggt væri m.a. að allir þeir sem æfa og keppa á vegum Vals séu félagsbundnir. Að þessari endur- skoðun lokinni verði gerð ný félagaskrá fyrir Val. Hér er um þýðingarmikið verkefni að ræða, m.a. kom það í ljós við undirbúning 70 ára afmælis félags- ins að ýmsir Valsmenn sem leikið hafa og starfað í félaginu voru ekki í félaga- tali Vals. Aðalstjórn Vals færir að lokum Valsmönnum öllum þakkir og kveðjur fyrir samstarfið á liðnu starfsári og vonar að næsta starfsár verði félaginu gjöfult og gott. Skýrsla þessi er lögð fram á aðal- fundi Vals 28. mars 1984. f.h. aðalstjórnar Vals Pétur Sveinbjarnarson formaður. Knattspyrna ...Ölafs H. Jónssonar sem hér sést í einum af síðustu leikjum hans í 1. deild. Engu gleymt. Yfirlit yfir starfið 1983: Búningamál Samningi við Hummel-umboðið um að allir flokkar deildarinnar léku í Hummel-búningum var sagt upp. í staðinn tókst samstarf við Adidas-um- boðið og Henson hf. um búningamál og kann deildin forráðamönnum þessara fyrirtækja, þeim Ólafi Schram og Halldóri Einarssyni bestu þakkir. Félagsmál Félagsstarfið er því miður veiki hlekkurinn í starfi deildarinnar. Tíðar- andanum og margvíslegu afþreyingar- efni er kennt um, en einnig má nefna félagsaðstöðuna sem verið hefur bág- borin. Vonandir rætist fljótlega úr þessu með nýju félagsheimili. Fjöl- margir fundir voru þó haldnir, og kom fyrir að fundað var í gamla íbúðarhús- inu, búningsklefum og félagsheimilinu allt í senn.

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.