Valsblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 12

Valsblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 12
10 VALSBLAÐIÐ Fyrirlirti 1. flokks og bakvaröasveitarinnar, Bergur ,,smugan“ Gufinason. ar „Bakvarðasveitin“ ákvað að gera mikið átak til að rétta við fjárhag deildarinnar sem vægast sagt var orð- inn mjög bágborinn. Ekki þarf að orð- lengja að þetta átak svo og dugnaður ,,sveitarinnar“ við að taka þátt í fjáröfl- unum deildarinnar hafa leitt til þess, að hagnaður varð á rekstri deildarinn- ar um 350 þúsund króna skv. bráða- birgðauppgjöri sem nú liggur fyrir. Öllum skuldum hefur verið komið í skil þeim sem enn eru ekki greiddar, en þar er stærsta skuldin við aðalstjórn Vals. Þá er rétt að geta þess, að nú í haust þ.e. á reikningsárinu 1984/1985 hefur enn frekar verið gert í að greiða niður skuldir, svo að segja má að skuldin við aðalstjórn (þ.e. vegna húsaleigu í Valsheimili), er nánast eina alvarlega skuldin. Ljóst er að meðlimum „Bakvarða- sveitarinnar“ verður seint fullþakkað sú ósérhlífni við þetta verk sem óhætt er að fullyrða að er einstakt afrek sem vonandi þarf aldrei að endurtaka. Væntir stjórnin þess að þessir menn haldi áfram að hittast og rifja upp gamla daga í „boltanum" og efla þannig tengslin við félagið. 4. Lokaorð Stjórn handknattleiksdeildar vill þakka öllum þeim fjölmörgu sem stutt hafa okkur í starfi og leik. Má þar nefna fjölda fyrirtækja og einstaklinga sem stutt hafa okkur með því að aug- lýsa í leikskrá o.fl., dómara okkar sem létt hafa okkur störfin við framkvæmd turneringa o.fl. Að lokum vill stjórnin þakka öllu handknattleiksfólki, aðalstjórn Vals, öðrum deildarstjórnum og húsvörðum mjög gott samstarf. Öllum Valsmönnum óskum við góðs gengis í leik og starfi með von um góð- an árangur. Jón Pétur „Penu“ Jónsson sýndi í Kvrópuleikjunum gegn Ystad að reynslan vegur þungt í stórleikjum. Jón var markahæstur í báðum leikjunum og bezti maður Valsliðsins. ÁFRAM VALUR Stjórn handknattleiksdeildar Vals Þorbjörn Jensson fyrirliði Vals og landsliðsins að undanförnu. Öllum þessum þjálfurum ásamt aðstoðarfólki þeirra og fylgdarmönn- um flokka sem ekki hafa verið nafn- greindir hér vill stjórn deildarinnar færa bestu þakkir fyrir fórnfús störf fyrir litla fjárhagslega umbun. 2. Félagslíf Fyrir þann sem eitthvað þekkir til, þá þurfti ekki mikið til að koma, svo hægt væri að halda því fram, að fé- lagslífið hefði tekið miklum framför- um á síðasta ári. Svo vill nefnilega til að haldnar voru uppskeruhátíðir í flestum flokkum. Einnig héldu flokk- arnir hver fyrir sig skemmtifundi yfir veturinn. Allar þessar skemmtanir tók- ust mjög vel og voru öllum til sóma og vonandi detta þær ekki upp fyrir, held- ur verða fastur liður í starfsemi deild- arinnar í framtiðinni. 3. Fjármál Það fór eflaust ekki framhjá neinum í félaginu og þó víðar væri leitað, þeg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.