Valsblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 46
44
VALSBLAÐIÐ
Nýr umsjónarmaður
íþróttahúss Vals
Þeir sem reglulega leggja leið sína í
íþróttahús Vals að Hlíðarenda hafa
tekið eftir því, að skipt hefur verið um
umsjónarmann íþróttahússins. Guð-
mundur Sigurðsson sem starfað hefur
sem ,,yfirhúsvörður“ í nokkur ár hef-
ur látið af störfum, en við tók Gunnar
Svavarsson. Gunnar er þekktur innan
félagsins sem mikill Valsmaður, er í
stjórn körfuknattleiksdeildar, leikur
með 1. flokki í knattspyrnunni og
hefur ávallt verið boðinn og búinn til
góðra verka fyrir Val. Þá er Gunnar
útlærður garðyrkjumaður og mun
kunnátta hans á því sviði væntanlega
koma sér vel. Um leið og Guðmundi
Sigurðssyni er þökkuð áralöng þjón-
usta fyrir Val, er Gunnar Svavarsson
boðinn velkominn til starfa. Valsmenn
eru hvattir til að auðvelda húsvörðum
íþróttahússins og umsjónarmanni erf-
itt starf en afar þýðingarmikið. Eink-
um er það mikilvægt að allir þjálfarar
brýni fyrir leikmönnum sínum góða
umgengni á Valssvæðinu, sem annars
staðar, og ,,Valslega“ hegðun, svo
Hlíðarendi megi verða sá fyrirmyndar-
staður sem Valur verðskuldar og þang-
að verði gott að koma fyrir Valsmenn
á öllum aldri. HH
Gunnar Svavarsson hinn nýi umsjónarmaður íþróttahúss Vals.
SRfHPlHHM
SOLUBOÐ
..vöruverð
í lágmarki