Valsblaðið - 01.05.1984, Blaðsíða 16
14
VALSBLAÐIÐ
Frá Badmintondeild:
Starfsárið 1982-'83
Starf Badmintondeildar hefur ekki
verið mikið undanfarið. Tímamál í
Valsheimili hafa sett nokkurt strik í
reikninginn. Deildinni voru úthlutaðir
tímar fyrir kl. 5 í Valsheimili. Voru
þeir notaðir í unglingastarf. Erfiðlega
gekk að fá þjálfara. Þó tókst að fá
þjálfara til jóla en eftir það hlupu ýms-
ir stjórnarmenn í starfið. Við misstum
svo alla þessa tíma i haust er Hamra-
hlíðarskólinn tók Valsheimilið á leigu.
Hins vegar fengum við tíma í Selja-
skóla, 1/4 af salnum á móti T.B.R.
Deildin hefur nú yfir að ráða 10 tímum
í Valsheimili, 1 í Laugardalshöll og
hluta af salnum í Seljaskóla 3 tíma. í
dag er það svo að flestir þessara tíma
eru leigðir út til trimmara.
Eiginlegt keppnislið er ekki til innan
Badmintondeildar. Þó á deildin yfir-
leitt keppendur í flestum opnum mót-
um bæði í unglingaflokkum og full-
orðinsflokkum. Hefur Haukur P.
Finnsson staðið sig ágætlega, yfirleitt
spilað úrslitaleik í sínum flokki. Hann
er núverandi Reykjavikurmeistari ung-
linga. Þá hefur Hrólfur Jónsson náð
úrslitaleik í meistaraflokki og nokkr-
um sinnum undanúrslitum.
Lið deildarinnar féll í aðra deild í
liðakeppni B.S.Í. Sveit Vals skipuðu
að þessu sinni: Hrólfur Jónsson, Helgi
Benediktsson, Haukur P. Finnsson,
Sigurður Haraldsson, Bryndís
Hilmarsdóttir, Jórunn Skúladóttir og
Guðrún Sæmundsdóttir.
Deildin sá um að halda Reykjavikur-
mót unglinga fyrir hönd Í.B.R. í
september síðastliðnum.
Deildin hefur haldið aðalfund og
gengið frá reikningum. Sömu aðilar
sitja áfram i stjórn, en fyrirhugað er að
taka starfsemi deildarinnar til nánari
athugunar með aðalstjórn félagsins
innan tíðar.
Formaður badmintondeildar
Hrólfur Jónsson
Ársskýrsla
skíðadeildar
starfsárið 1982-1983
Framkvæmdir við skálann
Eins og undanfarin ár var haldið
áfram við að fullgera skíðaskála deild-
arinnar. Mest var unnið við ýmiskonar
frágang. Endanlega var gengið frá raf-
lögnum. Hita og lýsingu var komið fyrir
í skíðageymslu og hún að mestu ieyti
kláruð. Gengið var frá palli fyrir fram-
an húsið. Auk þess var eins og áður
segir unnið við ýmsan frágang. Byrjað
var á að steypa meðfram ræsi við skál-
ann, en því verki er ekki lokið.
Skíðalyftur
Eins og getið er um í ársskýrslu fyrra
árs var fyrirhugað að taka í notkun
barnalyftu á s.l. ári. Þetta tókst ekki,
enda var þetta kostnaðarsamara en
reiknað hafði verið með. Barnalyftan
er nú komin í notkun. Kostnaður er ca.
kr. 75.000. Haldið var áfram að vinna
að undirbúningi byggingu stórrar var-
anlegrar skíðalyftu fyrir deildina. Var í
upphafi fyrirhugað að byggja lyftu í
Húsmúlanum, áætluð lengd ca. 1200 m.
Var í því skyni aflað tilboða frá
lyftuframleiðendum erlendis. Þrjú til-
boð bárust. Kostnaðaráætlun vegna
byggingu lyftunnar á verðlagi í októ-
ber 1983 nemur tæpum 6 milljónum
króna.
Merkasti áfanginn í lyftumálum
deildarinnar verður þó að teljast sá að
samþykki fékkst hjá íþróttaráði
Reykavíkur og íþróttanefnd Ríkisins
fyrir fullum styrkjum. Ber að færa sér-
stakar þakkir til Þórðar Þorkelssonar
fyrrv. formanns félagsins fyrir mikla
og ötula vinnu við að koma þessum
málum í höfn.
Lyftustæði það sem áður er minnst á
er í Húsmúlanum. Þar hefur þó þegar
á reynir ekki verið eins snjóþungt og
reiknað hafði verið með. Má segja að
varla hafi komið þar snjór í vetur.
Mun að líkindum vera horfið frá því
að byggja lyftu þ ar, en snúa sér heldur
að því að byggja lyftu í svokallaðri
Valsbrekku. Það virðist nokkuð
undarlegt að vera búin að fá fjárveit-
ingar til byggingu skíðalyftu en hafa
enga skíðabrekku. Við vinnum samt
ötullega að því að finna brekku.
Að líkindum mun verða keypt ein-
föld lyfta næsta haust og hin notuð til
bráðabirgða í Valsbrekkunni. Kostn-
aðarverð ca. 1 milljón króna. Mun hún
síðan væntanlega víkja fyrir varanlegri
lyftu 1985-1986.
Félagsmálin
Það verður að segja hverja sögu eins
og hún er, að ekki hefur tekist að sinna
félagsmálum deildarinnar sem skyldi.
Skýringar er sjálfsagt að leita í því að
stjórnarmenn hafa verið yfirhlaðnir
vinnu við framkvæmdir og fjármála-
vafstur. Aðstandendum skíðadeildar-
innar er þelta vel Ijóst og hafa verið
uppi hugmyndir um að koma á fót sér-
stakri nelnd, sem tæki að sér að sinna
félagslega þættinum.
Valskonur
Okkur er ljúft að minnast á Vals-
konur, sem færðu skíðadeildinni veg-
lega peningagjöf á sameiginlegum
stjórnarfundi allra deilda í skíðaskál-
anum á s.l. ári. Peningaupphæð þess-
ari var sérstaklega varið til ýmissa
verkefna. Færir skíðadeildin Valskon-
um sérstakar þakkir fyrir hlýhug og
höfðingjalund.
Fjármál
Eins og ársreikningur félagsins s.l.
ár ber með sér er skíðadeildin eina
deild félagsins sem á inni hjá aðal-
stjórn. Fjármál hafa gengið þokka-
lega, engin teljandi vanskil.
Útleiga á skálanum
Skálinn var leigður út svo til allar
helgar s.l. vetur og einnig margar helg-
ar s.l. sumar. Einnig komu hópar í
miðri viku til gistingar. Þetta er þó
andstætt því sem getið er í skýrslu s.l.
árs. í vetur hefur skálinn ekki verið
leigður út um helgar en stefnt var að
því í upphafi að hafa hann opinn. En
eins og sagt er í þættinum um félags-
mál hefur það ekki tekist sem skyldi.
Lokaorð
Það er ósk aðstandenda skíðadeild-
arinnar að í framtíðinni megi þróast
öflugt félagslíf í kringum þá aðstöðu
sem verið er að byggja upp á Kolviðar-
hólssvæðinu á vegum Vals, jafnt fyrir
unga sem aldna. Þetta mun verða eitt
stærsta verkefnið í framtíðinni. Heil-
brigð útivera og skemmtilegt skálalíf
fyrir alla Valsmenn!
F.h. stjórnar skíðadeildar
Sigurður Guðmundsson
Viðbót við
skýrslur
Ársskýrslur badminton- og skíða-
deildar eru komnar nokkuð til ára
sinna, en eru teknar úr skýrslugerð
síðasta aðalfundar Vals. Formenn
þessara tveggja deilda höfðu litlu við
þær að bæta er samband var haft við
þá. Hrólfur Jónsson formaður bad-
nhntondeildar kvað þó framundan
átak til að efla starfið í deildinni, en
það yrði þó fyrst með tilkomu nýja
íþróttahússins sem brýnt yrði að end-
urskipuleggja og efla starfið.
Starf skíðadeildar felst að mestu í
umsjón með skíðaskála Vals og má
finna sérstakan kal'la hér í blaðinu um
það þrekvirki sem Sigurður Guð-
mundsson form. deildarinnar hefur
unnið að endurbótum á skálanum.
H.H.