Valsblaðið - 01.05.1984, Qupperneq 7
VALSBLAÐIÐ
5
Siglryggur Jónsson formaður kmiUspyrnudeild-
ar 1982-’83.
Dýri Guðmundsson, einn sá bezli í 10 ár, 1974-’83.
Enn vantar að þjálfarar og forystu-
menn noti sem skyldi hina glæsilegu
aðstöðu sem skíðaskáli Vals býður upp
á.
Heimavöllur að Hlíðarenda
Með ánægjulegri viðburðum ársins
voru fyrstu heimaleikir okkar í 1. deild
á raunverulegum heimavelli að Hlíðar-
enda. Jafnframt var um að ræða
fyrstu leiki 1. deildar á félagsvelli.
Langþráð markmið er því orðið að
veruleika, og Valur enn á ný í farara-
broddi íslenskra knattspyrnufélaga.
Utanlandsferðir
Meistaraflokkur fór í æfinga- og
keppnisferð um páskana til Luxem-
borgar, Belgíu og Þýskalands. Að
mörgu leyti var ferðin ágætlega heppn-
uð, en ferðir milli staða þóttu nokkuð
þreytandi.
2. flokkur fór í velheppnaða Banda-
ríkjaferð og 5. flokkur tók þátt í al-
þjóðlegu móti í Danmörku og bar sig-
ur úr býtum.
Fjármál
Aðsókn að 1. deildarleikjum hefur
dregist geysilega saman á undanförn-
um árum. Þetta hefur komið langverst
við okkur Valsmenn, sem höfðum
langmestu aðsóknina allt til 1981 og
voru leiktekjur mun stærri hluti heild-
artekna hjá Val en öðrum félögum.
Hefur orðið að reyna aðrar leiðir til
tekjuöflunar og í leiðinni að draga
saman seglin. S.l. ár var haldið happa-
drætti, flugeldasala, bingo, tvær
firmakeppnir auk vel heppnaðs leiks
milli Valsliðanna ’76 og ’83. Gert var
átak í getraunasölu, m.a. með opnu
húsi á laugardögum. Undirtektir Vals-
manna hafa því miður verið dræmar í
þessum fjáröflunum og staðan ekki
góð í fjármálum deildarinnar. Skulda-
bolti hefur rúllað milli ára fyrst nær
vaxtalaust en nú vaxtareiknaður að
fullu með allt að 80% vöxtum. Það er
því ljóst að finna verður nýja tekju-
stofna til að tryggja rekstur deildarinn-
ar og skapa henni starfsmöguleika.
Árangur
Segja má að meðalmennska hafi ein-
kennt knattspyrnuna í Val árið 1983, í
öllum flokkum nema 5. flokki. Þar
náðist frábær árangur annað árið í röð
undir stjórn Halldórs Halldórssonar.
Ljóst er þó að í öllum flokkum eru
mjög góðir einstaklingar og engin
ástæða til annars en setja markið hátt
og stefna þangað sem Valur á heima:
Á toppinn.
Sigtryggur Jónsson/HH
,,Þakka þér t'yrir komuna.” Giiómuiidur Þorbjörnsson og Höröur Hilmarsson hcilsasl kiimpánlc^a
í síðasta lcik þcss síðarnetiula mcð 1. dcildarliði Vals, liauslið 1983.