Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1936, Page 31

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1936, Page 31
33 BJARNI SVEINSSON fæddur á Moshól á Síðu í V,- Skaftaf.s. 5. maí 1876. Foreldrar hans voru Sveinn Davíðsson Steingrímssonar frá Rauðabergi í Flótshverfi og Gróa Magnúsdóttir Bjarnasonar Herjólfssonar frá Herjólfsstöðum í Álftaveri. Föðurætt Bjarna nær til Jóns Steingrímssonar prests, er Skaftáreldasagan getur um. Bjarni ólst upp hjá foreldrunum til 8 árs aldurs, að hann fór að Hofi í Öræfum til Karólínu Oddsdóttir, ekkju Sig- urðar Teitssonar og þar var hann tíu ár. Fór síðan að Fagurhólsmýri og þar giftist hann Matthildi Þorvarðar- dóttir 27. okt. 1897. Þorvarður Gíslason og Ingibjörg Jónsdóttir voru foreldrar hennar og bjuggu á Fagurhóls- mýri allan sinu búskap. Bjarni og Matthildur byrjuðu búskap í Fjarðarkoti í Mjóafirði, fóru þaðan í Krossavík í Vopnafirdi og til Canada 1903 og voru til heimilis í Winnipeg í tólf ár. Árið 1915 námu þau land í ísafold- arbygðinni í Nýja íslandi og bjuggu þar átta ár, en urðu að hverfa þaðan mest vegna áflæðis úr Winnipegvatni. Fluttust þaðan til Keewatin 1923 og dvöldu í þorpinu um sex ár. Keyptu þá land 7\ mílu norður frá bænum við Winnipeg-ána og búa þar nú. Börn þeirra hjóna sem á lífi eru: I. Stefán Ólafur, giftur Ólafíu Kristbjörgu Eiríksdóttir Þorsteinssonar og konu hans Antoníu Ólafs- dóttir, er búa við Riverton í Nýja íslandi. 2. Þorvarður. 3. Sveinn. 4. Karl Bjarni, giftur hérlendri konu og búa í Keewatin. 5. Th. G. Sigmar. 6. Ingibjörg, hjúkrunar- kona í Reykjavík á Islandi. 7. Gróa Svava, gift hérlend- um manni. búa í Winnipeg. 8. Guðveig Margrét. 9. Halldóra Esther. Þrjú börn þeirra hjóna dóu í æsku. Þrjár systur Bjarna Sveinssonar eru hér í landi, Halldóra kona Rafnkels Eiríkssonar við Stony Hill í Manitoba, Steinunn, gift enskum manni og Guðríður nú ekkja, báð- ar til heimilis í Vancouver, á Kyrrahafsströndinni. Bróðir á Bjarni á íslandi er Davíð heitir og býr á Brekku í Lóni í A. Skaftafellssýslu. Matthildur kona Bjarna er fædd 20. ágúst 1873 á Fagurhólsmýri. Er hún mikilhæf mynd- arkona. í æsku naut hún mentunar bæði til muns og handa enda hefir hún sýnt það með uppheldi níu barna, sem þau hjón hafa komið á legg og öll eru velgefin og mannvænleg ________
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.