Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1936, Blaðsíða 31
33
BJARNI SVEINSSON fæddur á Moshól á Síðu í V,-
Skaftaf.s. 5. maí 1876. Foreldrar hans voru Sveinn
Davíðsson Steingrímssonar frá Rauðabergi í Flótshverfi
og Gróa Magnúsdóttir Bjarnasonar Herjólfssonar frá
Herjólfsstöðum í Álftaveri. Föðurætt Bjarna nær til Jóns
Steingrímssonar prests, er Skaftáreldasagan getur um.
Bjarni ólst upp hjá foreldrunum til 8 árs aldurs, að hann
fór að Hofi í Öræfum til Karólínu Oddsdóttir, ekkju Sig-
urðar Teitssonar og þar var hann tíu ár. Fór síðan að
Fagurhólsmýri og þar giftist hann Matthildi Þorvarðar-
dóttir 27. okt. 1897. Þorvarður Gíslason og Ingibjörg
Jónsdóttir voru foreldrar hennar og bjuggu á Fagurhóls-
mýri allan sinu búskap. Bjarni og Matthildur byrjuðu
búskap í Fjarðarkoti í Mjóafirði, fóru þaðan í Krossavík
í Vopnafirdi og til Canada 1903 og voru til heimilis í
Winnipeg í tólf ár. Árið 1915 námu þau land í ísafold-
arbygðinni í Nýja íslandi og bjuggu þar átta ár, en urðu
að hverfa þaðan mest vegna áflæðis úr Winnipegvatni.
Fluttust þaðan til Keewatin 1923 og dvöldu í þorpinu
um sex ár. Keyptu þá land 7\ mílu norður frá bænum
við Winnipeg-ána og búa þar nú. Börn þeirra hjóna sem
á lífi eru: I. Stefán Ólafur, giftur Ólafíu Kristbjörgu
Eiríksdóttir Þorsteinssonar og konu hans Antoníu Ólafs-
dóttir, er búa við Riverton í Nýja íslandi. 2. Þorvarður.
3. Sveinn. 4. Karl Bjarni, giftur hérlendri konu og búa
í Keewatin. 5. Th. G. Sigmar. 6. Ingibjörg, hjúkrunar-
kona í Reykjavík á Islandi. 7. Gróa Svava, gift hérlend-
um manni. búa í Winnipeg. 8. Guðveig Margrét. 9.
Halldóra Esther. Þrjú börn þeirra hjóna dóu í æsku.
Þrjár systur Bjarna Sveinssonar eru hér í landi, Halldóra
kona Rafnkels Eiríkssonar við Stony Hill í Manitoba,
Steinunn, gift enskum manni og Guðríður nú ekkja, báð-
ar til heimilis í Vancouver, á Kyrrahafsströndinni. Bróðir
á Bjarni á íslandi er Davíð heitir og býr á Brekku í Lóni
í A. Skaftafellssýslu. Matthildur kona Bjarna er fædd
20. ágúst 1873 á Fagurhólsmýri. Er hún mikilhæf mynd-
arkona. í æsku naut hún mentunar bæði til muns og
handa enda hefir hún sýnt það með uppheldi níu barna,
sem þau hjón hafa komið á legg og öll eru velgefin og
mannvænleg ________