Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1936, Page 40
42
á verzlunarskóla í Winnipeg. Frá Friðjóni fór hann að
stæðstu verzluninni í Glenboro og vann þar í nokkur ár.
Arið 1907 fluttist hann til Winnipeg og setti á stofn
verzlun á horni á Wellington Ave. og Victor og starf-
rækti með dugnaði í 27 ár og farnaðist vel. Árið 1898
giftist hann Margrétu Árnadóttir Árnasonar og konu
hans Sigríðar Eggertsdóttir. Fædd á Hofsós í Skagafirði,
fluttist tveggja ára á Sauðárkrók og ólst þar upp. Fluttist
vestur um haf 1892 og var nokkur ár í Winnipeg. Gekk
hún um tíma á kvennaskólann á Ytri-Ey á Íslandi.
Stundaði sauma á Akureyri áður hún fór til Vesturheims.
Þau Halldór og Margrét eru valin hjón og hafa verið gæfu-
söm og farsæl. Halldór er meðalmaður á vöxt. Hefir hann
nú selt verzlun sína og sezt í helgan stein. Börn þeirra
eru: Lára Guðrún, gift Jóni Vopna ritstjóra í Davidson,
Sask. 2. Anna Margrét, útskrifuð í hjúkrunarfræði 1928
og hefir ágætisstöðu við sjúkrastofnun í New York. 3.
Otto Harald, útskrifaður frá Manitoba háskólanum í
verkfræði 1929 er í þjónustu Manitobastjórnarinnar.
Börnin öll eru prýðisvel gefin og mannkostum búin. Þau
Halldór og Margrét sóttu alþingishátiðina á Islandi 1930.
ÓLAFUR J. ÓLAFSSON, fæddur á Auðunnarstaða-
koti 6. ágúst 1864. Foreldrar hans voru Jón Ólafsson
Jónssonar bónda á Sveinsstöðum í Húnav.s og kona hans
Þorbjörg Kristmundsdóttir. Ólafur ólst upp að mestu
leyti á Sveinstöðum í Húnaþingi. Vann hann við söðla-
smíði með föður sínum heima á íslandi og hér í landi
lærði hann aktýgjasmíði og stundaði það lengi í Winni-
peg. Hann kom til Canada 1887. Um hálft annað ár var
hann í Churchbridge, Sask., síðan um fimm ára skeið í
Norður Dakota, eftir það dvaldi hann lengst í Winnipeg,
þar til hann flutti til Glenboro 1898 og hér var hann til
1904 og rak aktýgjaverzlun. Frá Glenboro fór hann til
Winnipeg og var þar um tíma, þaðan til Kandahar og
og dvaldi þar eitthvað, en síðan 1921 hefir hann verið
í Winnipeg og þar í grend. þar sem heitir St. Vital, þar
hefir hann búið um nokkur ár og á hann þar prýðisfagurt
heimili. Ólafur hefir verið víða og reynt margt og fengist
við margt og altaf verið vonglaður og bjartsýnn. Kona