Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1936, Page 44
46
Olöf Einarsdóttir frá Grashóli, hálfsystir GuSnýjar konu
Björns Björnssonar á Grashóli í ArgylebygS. Björn ólst
upp á Sléttu, fluttist til Vesturheims 1 887, nam land í Ar-
gyle og bjó bar í 1 5 ár, flutti bá til Glenboro og síSan til
Selkirk og vann við ýmsa vinnu og 1930 fluttist hann
aftur til Glenboro og dó bar 5. nóv. 1933. Björn var tví-
giftur, fyrri kona hans var Steinunn Jóhannesdóttir, ættuð
úr Skagafirði. Dáin fyrir mörgum árum. Son áttu bau
einn sem Wilman Helgi heitir, giftur hérlendri konu, býr
í Winnipeg. Björn giftist aftur 1930, Sigurlaugu Einars-
dóttir frá Hvappi í Þistilfirði, býr í Glenboro. Björn var
dugnaðarmaður og farnaðist vel, hann var höfðinglyndur
og lagði oft ríkmannlega til félagsmála.
JÓHANNES S. FREDERICKSON, fæddur nálægt
Húsavík í Þingeyjarsýslu 1879. Foreldrar hans voru
Sigurgeir Friðfinnsson og Bergljót Jónasdóttir. Fluttust
bau vestur um haf 1 888 og tóku sér bólfestu S Argyle-
bygð. Stundaði Jóhannes landbúnað áður hann kom til
Glenboro. Hefir hann rekið járnvöruverzlun fyrst S félagi
með S. A. Anderson, en síðustu árin all-lengi á eiginn
reikning og haft feykna mikil viðskifti. 1934 varð hann
að hætta við verzlunina sökum fjárhagserviðleika, er
hann nú í Vatnabygðum SSask. og fæst við bókasölu.
Hann giftist 1916, Önnu Sigríði Magnúsdóttir Bjarnason-
ar frá Vík í Sæmundarhlíð S Skagaf. og konu hans Rósu
Sveinsdóttir, var hún áður við skólakenslu, vel gefin
myndarkona, fædd 1897, að Hensel, N. Dak., hún dó 9.
marz 1931. Son áttu bau hjón, Clarence Franklin að
nafni. Jóhannes bótti með efnilegustu ungum mönnum,
manna vinsælastur, ætíð prúður í allri framkomu og góð-
ur styrktarmaður félagsmála.
JÓN HALLDÓR FRIÐFINNSSON, er fæddur 7. maí
1870 á Þorbrandsstöðum S Langadal í Húnavatnssýslu,
Foreldrar Friðfinnur Guðjónsson og Sigurbjörg Björns-
dóttir, hann kom vestur um haf 1887 og dvaldi fyrstu
árin hér og bar í Manitoba. Kom til Argylebygðar um
1890. Giftist 1892 Sigríði Valgerði Sigurðardóttir og
Rósu Jónsdóttir frá Hrauni í Goðdalasókn í Skagafirði,