Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1936, Síða 46
4Ö
JÓN ÞÓRÐARSON fæddur á Vatni í Haukadal í
Dalasýslu. Foreldrar: Þórður Jónsson bóndi á Vatni og
kona hans Guðbjörg Sveinsdóttir Ólafssonar frá Fells-
enda og síðar í Haukadal. Þórður er sagður að lang-
feðgatali kominn frá Latínu-Bjarna. Jón fluttist til Vestur-
heims 1876 og var einn af landnámsmönnum Argyle-
bygðar, nam hann n. a. i 30-6-14, bjó hann bar mynd-
arlegum búskap fram um aldamótin, afhenti hann bá
Kristjáni syni sínum búið og flutti til Glenboro. í Glen-
boro hafði Jón eitt hesta par og stundaði útkeyrslu og
vann algenga vinnu. Hann var dugnaðarmaður, góður
félagsmaður og bezti drengur. Tvígiftur var hann, fyrri
kona hans var Guðiún Jónasdóttir frá Harrastöðum í
Dalasýslu, systir Einars Jónassonar, læknis. Guðrún var
greind og góð kona. hún dó 1901 sextíu ára gömul.
Seinni kona Jóns var Jóhanna Jónsdóttir, fædd 26. ágúst
1862. Foreldrar hennar Jón Jónsson og Ólöf Ólafsdóttir
í V. Skaftafellss. Til Vesturheims kom Jóhanna 1900, bá
ekkja efrir Guðjón Pétursson, Austfiiðing, og giftist Jóni
1903. Jóhanna á tvær dætur af fyrra hjónabandi, heita
Guðbjörg og Ólöf, giftust báðar hérlendum mönnum.
Jón dó í Glenboro 1 7. júní 191 6, 73 ára gamall. Jóhanna
á heima í Winnipeg, er hún væn kona og ram-íslenzk í
anda. Börn Jóns af fyrra hjónabandi eru: I. Kristján,
giftur Láru Skúladóttir Arnasonar fyrrum bónda í Argyle-
bygð. 2. Kristín, gift Pétri Erlendssyni Erlendssonar í
Winnipeg, 3. Valgerður, gift John Christopherson frá
Grund, eiga heima vestur á Kyrrahafsströnd. 4. Guðbjörg,
gift vestur á Kyrrahafsströnd.
HAFLIÐI GUÐMUNDSSON (Goodman) fæddur í
Eyjafirði um 1862, faðir hans var Guðmundur Pálsson
en móðir Rósa Sveinsdóttir. Kona Hafliða var Halldóra
Stefánsdóttir Sveinssonar og konu hans Guðrúnar Guð-
mundsdóttur, sem bjuggu í Kolugili og Þórustöðum í
Víðidal í Húnav.s. Var Halldóra fædd í Kolugili 22.
febr. 1859. Hafliði og Halldóra komu vestur um haf
1883. Giftust í Winnipeg 1884 og voru bar um sjö ár,
síðan tvö ár í Lögbergsnýlendu og komu til Glenboro
1892 og voru bar til dauðadags. Hafliði dó á bezta aldri