Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1936, Side 62
64
slcei& ver&maett íslenskt bókasafn; en þaS eyíSilag&ist
þegar hús hans brann með öllu innanstokks árið 1915;
tjáir hann mér, að hann sakni mjög bókasafns þessa, og
er það vel skiljanlegt um jafn bókelskan mann og hann
er að eðlisfari.
Fljózdal er íslendingur góður og fer aldrei í felur
með þjóðerni sitt, enda gera það aðeins lítilsigldir menn
og ósjálfstæðir. Han tók sér ættarnafnið “Fljózdal” ein-
mitt með það fyrir augum, að eitthvert sérkenni íslensks
uppruna hans héldist í ættinni á komandi tíð. Slíka rækt
ber hann til átthaga sinna.
Samfara þjóðrækninni ber hann í brjósti hollan
metnað fyrir hönd þjóðsystkyna sinna; honum er það
ánægjuefni hvenær sem einhver landa hans skarar fram
úr á starfssviði sínu; enda er honum full-ljóst, að eigi
íslendingar, jafn fámennir og þeir eru, ekki að hverfa í
hringiðu þjóðblöndunarinnar hér í Vesturheimi, verða
þeir að láta meira að sér kveða heldur en gengur og
gerist.
Fljózdal er hinn geðþekkasti maður ásýndum og í
viðkynningu. Hann er, eins og Eyford lýsir honum í
fyrnefndri grein sinni, “vel meðalmaður á hæð, herða-
breiður og þrekvaxinn". Starfsferill hans ber því einnig
vitni, að hann muni vera “þéttur í lund” eigi síður en að
vallarsýn. Væri hann svo skapi farinn, að hann sveigði
frá settu marki við hvern mótblástur skoðana-andstæð-
inga, eða þegar úr vandkvæðum verður að ráða, myndi
hann fráleitt hafa reynst jafn fastur í virðingarsessi sín-
um og raun er á orðin.
II.
Skal þá farið nokkrum fleiri orðum um hið fjölmenna
og útbreidda verkamannafélag — Bandalag Járnbrautar-
manna — sem Fljózdal er forseti í, og um hlutdeild hans
í vexti og viðgangi þeirra viðtæku samtaka samverka-
manna hans, þeim til bættra lífskjara og aukinnar menn-
ingar. En í félagsskap þessum eru þeir járnbrautarmenn,
sem vinna á verkstæðum, að viðgerð og umsjón braut-
anna, verkstjórar og stöðvagæslumenn.
Gerðist Fljózdal áhrifamaður í Bandalaginu einmitt
á fyrstu árum þess, þegar ærin var þörf slíkra samtaka.