Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1936, Síða 65
67
verkamanna-fulltrúa í Montreal, 24. apríl í ár. Sýnir
hann þar mecJ rökum fram á, að gagnkvæm samvinna
milli þessara aðilja hafi orðið hvorumtveggja hin farsæl-
asta; að aukin samvinna hafi þar, sem ávalt, leitt til auk-
ins skilnings á báðar hliðar og meiri vinsemdar. Fljózdal
er því auðsjáanlega þeirrar skoðunar, að greiðar ráðist
fram úr ágreiningsmálum vinnuveitenda og verkamanna
með friðsamlegri samvinnu og samningum en með
blindu ofstæki.*
Fylgir hann þó, eins og fyrri, eindregið fram málstað
félagsbræðra sinna. Þannig var hann einn af tveim
málsvörum þeirra, og annara verkamanna á járnbrautum,
á söguríkri ráðstefnu í Chicago vetuiinn 1932, er rætt
var um launakjör þeirra. Sýnir það hvers trausts hann
nýtur innan félagsskapar síns og utan. Hann stendur
einnig framarlega í fylkingarbjrósti þeirra verklýðsfor-
ingja, sem ótrauðir vinna að því, að samþykt verði
alþjóðar slysa- og líftryggingarlög í þágu verkamanna
(Woikmen's Federal Compensation Law); álítur hann
slík lög allt í senn, réttlátari, mannúðlegri og öruggari í
garð hlutaðeigenda, heldur en gildandi löggjöf í þá átt.
Traust það og vinsældir, sem Fljózdal á að fagna
meðal félagsbræðra sinna og annara samherja í hóp
verkamanna og velunnara þeirra, kom ágætlega fram í
miklu samsæti, er haldið var honum til heiðurs í Chicago
vorið 1930, stuttu áður en hann lagði á haf sem einn af
fulltrúum Bandaríkjanna á Alþingishátíðina. Meðal aðal
ræðumanna við það tækifæri var hvorki meiri né minni
maður en William Green, forseti áðurnefnds Sambands
Amerískra Verklýðsfélaga, og að auk leiðtogar og full-
trúar fjölda verkamannafélaga járnbrautarmanna. Hlóð-
ust samfagnaðarskeyti að heiðursgestinum úr mörgum
áttum; meðal annars bárust honum kveðjur frá atvinnu-
málaráðherrum Bandaríkjanna og Canada, og frá ekki
færri en níu öldungaráðsmönnum Bandaríkja. Luku
ræðumenn miklu lofsorði á starfsemi Fljózdals í þágu
félagsskapar hans og verklýðshreyfingarinnar amerísku í
* “Address by F. H. Fljózdal, President of the Brotherhood of Maintenance
of Way Employes, before the Sixth Annual Meeting of the Canadian National
Union-Management Co-Operative Movement”, í handriti höfundar.