Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1936, Qupperneq 73
75
kölluð var Hansdóttir, en var eflaust líka dóttir
Björns. Hún átti Sigfús Jónsson á Einarsstöðum
í Vopnafirði. og er þeirra son Jón bóndi á Einars-
stöðum, sem á Sigrúnu fósturdóttur mína, dóttur
Sigfús'ar Sigurðssonar smiðs frá Njarðvík.
Bjarni á Ekru átti launson áður en hann kvænt-
ist, sem hét Bjarni, og var kallaður “Litli-Bjarni”;
hann kvæntist eigi, en átti 2 börn við Jófríði Eiríks-
dóttur, er hétu Bjarni og Guðný, og þriðja við
Oddnýju Bjarnadóttur, er hét Jón. — Bjarni Bjarna-
son bjó í Fossgerði. Sonur hans Jón bjó í Nýjabæ
á Fjöllum varð tvíkvæntur og á það afkvæmi. —
Guðný Bjarnadóttir átti Eirík Jónsson í Másseli.
Þeirra börn: Sigurður, Jón, Sigríður, öll í Ameríku
og Steinunn seinni kona Björns Hannessonar. —
Jón Bjarnason bjó á Engilæk, hann átti að vísu
dóttur, sem giftist og átti börn, en engin ætt er
þaðan.
Faðir Jóns í Dagverðargerði og systkina hans
var, sem fyr segir, 3. Bjarni á Ekru Eiríksson, fædd-
ur um 1750. Hann var maður í hærra lagi og
gildvaxinn. Hjörleifur sterki kallaði hann “Digra”
Bjarna. — Kona hans var Guðrún dóttir Rafns
Eiríkssonar í Syðrivík. Þau bjuggu fyrst í Syðri-
vík, síðan á Surtsstöðum (1793-6) og síðast og
lengst á Ekru frá 1796, til þess er Bjarni dó 1815.
Faðir hans var 4. Eiríkur Bjarnason bóndi í Fjalls-
seli og Blöndugerði, átti Margrjeti Ásmundsdóttur
frá Haugsstöðum á Dal. Börn þeirra voru auk
Bjarna: Björg, Sigríður og Guðmundur. Ekki kom
ætt frá þeim, nema Björgu. Hún átti Sigurð bónda
Guðmundsson í Görðum í Fljótsdal (hjáleigu frá
Valþjófsstað, þar utan við túnið). Sonur þeiira var
Guðmundur á Vaði, átti Guðrúnu laundóttur Jóns
eldra Þorsteinssonar á Melum. Þau áttu 12 börn
sem öll giftist. nema ein stúlka, og átti hún þó
börn. Sumt afkæmi þeirra hef'ir farið til Ameríku.
Ein dóttir þeirra var Salný móðir Guðúnar Einars-