Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1936, Síða 82
84
hálf undarlegur eftir það, giftist eigi aftur, né átti
börn, en var oftast í húsmensku, lengst í Miðhúsa-
seli. Þegar Guðrún dó var bú þeirra virt árið
1800 110 rd. 25 skild. og hef'ir verið rétt snoturt bú
eftir þeirra daga verði.
Guðrún var laundóttir 4. Jóns Sigurðssonar í Bót.
er bjó þar 1787-1788 og dó þar 1788, kallaður þá í
kirkjubók “valinkunnur og vel skýr”. Áður hafði
hann búið í Meðalnesi 1784-1786, og þar á undan
lengi á Bessastöðum í Pljótsdal frá 1751 eða 1752.
Kona hans var Ragnhildur Guðmundsdóttir frá Brú
Jónssonar. Þau voru í hjónabandi 50 eða 51 ár og
áttu fjölda barna, en fátt hefir farið til Ameríku af
afkomendum þeirra. Meðal iþessara hálfsystkina
Guðrúnar konu Björns Vilhjálmssonar og börn
Jóns og Ragnhildar, voru: a. Guðmundur á Vífils-
stöðum faðir Katrínar konu Eiríks Bjamasonar, er
bjó eftir hann á Vífilsstöðum, og Þorsteins (laun-
getins) f'yrra manns Bjargar Eiríksdóttur á Vífils-
stöðum, Bjarnasonar; ib. Þorsteinn á Hóli í Keldu-
hverfi, faðir Sigurðar á Hóli, föður Vilborgar, móð-
ur Jóns Magnússonar forsætisráðherra og Sigurðar
Magnússonar berklahælislæknis á Vífilsstöðum; c.
Gísli í Bót, faðir Jóns í Brekkuseli, föður Helgu
Jónsdóttur, er oft var á ferð um Úthérað, prýðilega
greind, en átti oft bágt með svefn. Guðrún var
dóttir Gísla, móðir Jóns Benjamínssonar á Háreks-
stööum. Börn hans fóm öll til Ameríku, nema
Gunnar, sem býr nú á Fossvelli og Sigurjón prestur
á Kirkjubæ. Jón Benjamínsson fór síðast einnig
til Ameríku ög þangað höfðu áður farið bræð-
ur hans ísak og Gísli. d. Sesselja dóttir Jóns
og Ragnhildar átti Vigfús Tómasson í Premra-
seli. Þeirra son Jón í Gunnhildargerði, átti 1.
Sesselju dóttur Páls á Heykollsstöðum Magnússon-
ar. Voru þeirra börn Magnús á Galtastöðum ytri,
Rannveig. kona Jóns á Torfastöðum og Vigfús á
Hrjót. Seinni kona Jóns, Guðrún Ásmundsdóttir,