Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1936, Síða 89
9!
sem lifði, Anna Katrín, fór til Kaupmannhafnar).
Vigfús á Háreksstöðum, faðir Péturs og Metú-
salems, er báðir fóru til Ameríku og Pálína, er
einnig fór síðast til Ameríku með Siglþrúðu dó'ttur
sinni. Einn sonur hennar, Karl Einarsson, var
sýslumaður í Vestmannaeyjum. Benedikt Péturs-
son fór til Ameríku. Sigríður Pétursdóttir ætlaði að
eiga Jón 'Guðmundsson Andréssonar, en hann yfir-
gaf hana, áttu iþó eitt barn: Jón Pétur, er fór til
Ameríku og kallaði sig ísdal (minnir mig). Sig-
ríður drukknaði í Lambadalsá. Solveig dó hjá mér
í Felli 1884, 78 ára. d. Sigríður Eiríksdóttir drukkn-
aði í Lagarfljóti 1854, ógift og barnlaus. e. Járn-
gerður Eiríksdóttir, fædd 1812, dó á Kirkjubæ 24.
okt. 1898, móðir mín. Hún átti 9 börn.
Faðir Eiríks: á Víðivöllum var 4. Eiríkur Runólfs-
son bóndi á Brú, dó gamall 1794. Foreldrar hans
voru 5. Runólfur Þorsteinsson (fæddur úm 1679)
bóndi í Görðum og á Kleif, og kona hans Margrét
Vermundardóttir Foreldrar hennar Vermundur og
Kvenborg Jónsdóttir komu sunnan af landi í hallærí
og voru þá fengin til að verja húsbroti á Brú. Kven-
borg lifir 1703, 55 ára og er því fædd um 1648.
Eiríkur Runólfsson var tvíkvæntur; átti 1. Sol-
veigu Jónsdóttur frá Hákonarstöðum. Þeirra dóttir
var Sigríður kona Ólafs Jónssonar á Kleif, er gaf
Eiriki og Margréti koddann. Hún átti ekki barn.
Síðari kona Eiríks, móðir Eiríks, föður Vilborgar,
var 4. Vilborg Pálsdóttir (d. 1813), dóttir 5. Páls
bónda á Þorgerðarstöðum og Víðivöllum fremri (d.
1796), 6. Jónssonar bónda í Görðum, '7. Högnasön-
ar, 8. Oddssonar, launsonar 9. Árna prests í Valla-
nes Þorvarðssonar. Oddur var hálfbróðir Stein-
móðs Arnarsonar.
Kona Jóns Högnasonar í Görðum, móðir Páls,
föður Vilborgar var 6. Solveig Þorvarðsdóttir, dóttir
Þorvarðs bónda Snorrasonar á Bessastöðum