Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1936, Side 93
95
systur Jóns á Kleif (sem átti Sigríði Sveinsdóttur),
Sölva á 'Grímsstöðum og víðar, Ólafs í Mjóanesi,
Solviegar konu Jóns Sveinssonar í Hjarðarhaga frá
Seljamýri (móður Jóhanns Prímanns. tóvélastjóra,
Magnúsar og Elízabetar, er bæði fóru til Ameníku)
og Katrínar konu Jóns Péturssonar frá Hákonar-
stöðum; hún fór til Ameríku. Sonur hennar og Jón-
asar Ólafssonar er séra Carl Olson. Faðir þessara
systkina: Sigríðar, Jóns á Kleif o. s. frv. var Magnús
bóndi á Brekku í Fljótsdal, Einarsson bónda í Klúku,
Magnússonar á Hofi í Fellum, Eyjólfssonar á Brú
(1703, 49 ára), Jónssonar. Magnús var bróðir Einars
á Hrafnkelsstöðum og Einars á Brú og Sigurðar á
Arnaldsstöðum, sem átti Gróu Jónsdóttur Toríá-
sonar. Kona Magnúsar, móðir Sigríðar, móður
Magnúsar Eyjólfssonar, manns Gróu, var Guðrún
yngri dóttir Jóns Andréssonar á Vaðbrekku, fjör-
mannsins nafnkunna, og Solveigar Eir-íksdóttur
Runólfssonar alstystur Eiríks, föður Vilborgar í
Götu. Er margt fólk komið af Jóni Andréssyni og
Selveigu sér í lagi af Guðrúnunum. dætrum þeirra.
Guðrún eldri átti Einar Sigurðsson á Glúmsstöðum,
systurson Bjarna á Ekru. En dóttir þeirra var Sig-
ríður kona Þorsteins í Mýnesi Jónssonar yngra
Þosteinssonar á Melum. Ein dóttir þeirra var Anna
á Rjúpnafelli, móðir Björgvins Guðmundssonar tón-
skáldsins efnilega í Ameríku. Anna móðir Björg-
vins og Sigríður Bjarnadóttir eru því fjórmenningar
frá Bjarna á Ekru og Björgu, en Anna og Bóthild-
ur, móðir Sigríðar, fjó-rmenningar frá Þorsteini á
Melum og Jóni á Hóli, bróður hans, talið. Sigríður
og Björgvin þannig að 4. og 5. í föðurætt hennar en
fimmmenningar í móðurættina. Systkini Björgvins
eru: Þorsteinn, giftur Ragn'hildi Jónsdóttur, alþing-
ismann-s frá Sleðbrjót; Páll, ógiftur; Anna, gift
Sigurbirni Sigur.björnssyni; Jóna, gift Sveinbirni
Gíslasyni, trésmið í Winnipeg.
Margrét Jónsdóttir Torfasonar og Sigríðar átti