Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1936, Qupperneq 95
97
Arnheiöarstööum, Bessi, faðir séra 'Gríms á Eiðum
og Hjaltastað, Gnímur (drukknaði í Jökulsá í Fljóts-
dal) og Erlendur. Hann er talinn 28 ára 1703.
Kona hans hefir verið sögð Gróa Finnihogadóttir
bónda á Hofi í Fellum; en eg hygg 'það þó eigi með
öllu víst, en hún var móðir Gróu Erlendsdóttur og
var yngri Gróa laundóttir Erlends og Gróu Finn-
bogadóttur og er sagt, að þau Erlendur og bún hafi
gií'st eftir það og er það ekki ólíkiegt. Gróa Er-
lendsdóttir var fædd um 1740 og hefir Erlendur því
þá verið orðinn 65 ára, er hann átti hana. Faðir
Erlends var 6. Árni Þorleifsson hóndi á Móbergi í
Langadal og hét kona hans Guðrún Þórðardóttir
Sturlusonar; er hún hjá Þórði syni sínum og Odd-
nýju Pálsdóttur, konu hans, 1703, er þá bjuggu á
Brekku í Fljótsdal og er hún þá 74 ára.
Faðir Áma var 7. Þorleifur Jónsson, launsonur S.
Jóns Sigurðssonar lögmanns á Reynistað (d. 1735,
70 ára). Hann var lögvitringur mikill, góðgjarn og
gestrisinn, en þótti nokkuð kvennhollur. Hann átti
Þorleif framhjá konu sinni, og er móðir hans ó-
kunn, en hann misti lögmannsdæmið fyrir þá barn-
eign 1618. Faðir hans var 9. Sigurður Jónsson
sýslumaður á Reynistað (d. 1602), sonar 10. Jóns
Magnússonar, auðugs bónda á Svalharði á Sval-
barðsströnd við Eyjaifjörð, og Ragnheiðar “í rauð-
um sokkum” Pétursdóttur bónda á Staðanhóli í
Saurbæ, Loptssonar á Staðarhóli, Ormssonar hirð-
stjóra, Loptssonar hins ríka á Möðruvöllum í Eyja-
firði, Guttonmssonar. Frá Jóni og Ragnheiði er
komin Svalibarðsætt hin yngri, afarfjölmenn og
mikilhæf ætt. Jón var sonur 11. Magnúsar sýslu-
manns á Skriðu í Reykjadal, Þorkelssonar prests í
Laufási (átti 30 börn), Guðbjartssonar, og Kristínar
konu Magnúsar, Eyjólfsdóttur, Arnfinnssonar, Þor-
steinsson lögmanns og hirðstjóra á Urðum í Svarf-
aðardal Eyjólfssonar. Þorsteinn var einna mestur
höfðingi á landinu um sína daga, dó 1403.