Ársrit Verkfræðingafjelags Íslands - 01.01.1915, Blaðsíða 4
4
kolanámunni, þá sje öldungis nauðsynlegt að rann-
sókn þar á staðnum sje framkvæmd af manni með
þekkingu á brúnkolanámum og íslenskum jarð-
myndunum.«
Erindið erprentað hjer aftar, einnigí þýskri þýðingu.
Á fundinum voru 11 fjelagsmenn.
19. fundurinn var haldinn föstudaginn 4. des-
ember 1914 í Röntgenstofnun háskólans í Hverfisgötu.
Formaður stýrði fundinum og skýrði frá, að fyrsta
ársritið væri komið út.
Guðmundur Hlíðdal flutti erindi um »Rönt-
gengeisla« og sýndi ýms áhöld því viðvíkjandi.
Seinna gerði Gunnlaugur Claessen læknir ýms
experiment með Röntgengeislum og s\'rndi fram
Röntgenmyndir, sem hann skýrði frá. Síðan var
gengið til borðhalds á Hótel Reykjavík. Erindið er
prentað hjer aftar.
Á fundinum voru 13 fjelagsmenn og Gunn-
laugur Claessen læknir.
20. fundurinn var haldinn á Hótel Reykjavík
þriðjudaginn 15. desember 1914. Varaformaður stýrði
fundinum, og upplýsti að frumvarp til stofnunar
fastra gerðardóma væri í undirbúningi og mundi
væntanlega verða sent fjelagsmönnum fyrir næsta fund.
Vegna oflítillar hluttöku lrafði enginn skemti-
fundur getað orðið eins og til slóð.
Talaði því næst Th. Ivrabbe um »nogle mindre
Vandbygningsarbejder paa Island i de senere Aar«.
Erindið er prentað hjer aftar,' einnig útdráttur á þýsku.
Á fundinum voru (S fjelagsmenn.
2. Fjelagaskrá 31. desember 1914.
Ásgeir Torfason, cand. polyt., efnaverkfræðingur.
Renedikt Jónasson, verkfræðingur.
F'orberg, O., landssímastjóri, r. af dbr.
Hlíðdal, Guðm. J., verkfræðingur.
Jessen, M. E., vjelfræðiskennari, vjelfræðingur.
Jón ísleifsson, verkfræðingur.
Jón Þorláksson, cand. polyt., landsverkfræðingur.
Kirk, N. P., cand. polyt., verkfræðingur.
Krabbe, Th. H., cand. polyt., landsverkfræðingur.
Ilögnvaldur Ólafsson, byggingameistari.
Smith, P., símaverkfræðingur.
Thoroddsen, Sig., cand. polyt., verkfræðingur,
adjunkt við Menlaskólann.
Zimsen, K., cand. polyt., borgarstjóri Reykjavíkur.
Zocga, Geir G., cand. polyt., verkfræðingur.
Þórarinn Kristj ánsson, cand. polyt., verkfræð-
ingur.
Allir í Reykjavík.
II. Erindi flutt á fjelagsfundum.
1. Nokkur atriði viðvíkjandi jái’nbrautarlagningu frá lteykjavík til Þjórsár-.
Erindi flutt á fundi Verkfræöingafjelags íslands 10. mars 1914, af landsverkfræöingi Jóni Porlákssyni.
Hinni fyrirliuguðu járnbraul er ætlað að tengja
saman Reykjavík annarsvegar og Suðurlandsundir-
lendið hinsvegar. Til þess að geta felt rjeltan dóm
um fyrirtæki þetta verða menn því meðal annars að
ransaka möguleika þá, sem Suðurláglendið liefur í
sjer fólgna, og notbæfir mundu verða við braular-
lagninguna, og sömuleiðis þarf að ransaka livaða
nýja möguleika brautarlagningin skapar hjer i Reykja-
vík. í þetta sinn get jeg ekki gert þetta nema að
nokkru leyti, einkum að því er snertir þýðingu
brautarinnar fyrir Reykjavík.
Stœrð Suðurláglendisins. Hún er í Lýsingu ís-
lands eftir Þorv. Thoroddsen talin 70 fermílur,
og í Landshagsskýrslum 10(5 fermílur. Báðar þessar
tölur eru óábyggilegar, vegna þess að þær eru bygðar
á gömlum uppdráttum, og sjerstaklega gefa þær ekki
upplýsingar um það, sem máli skiftir í þessu sam-
bandi, en það er stærð rœktanlega landsins. En hana
má sjá nokkurnveginn af hinum nýju uppdráttum
herforingjaráðsins, og hef jeg, með aðstoð verkfræð-
ings Geirs G. Zoega, mælt liana eftir þeim upp-
dráttum. Jeg fylgdi þeirri reglu, að mæla ekki hærra
upp í brekkur eða hlíðar. en efstu tún ná í hverri
sveit. Hraunum var slept úr, og sömuleiðis flestum
uppblásnum svæðum (söndum); svo voru völn og
árfarvegir dregin frá, eftir því sem liægt var. Rækt-