Ársrit Verkfræðingafjelags Íslands - 01.01.1915, Blaðsíða 23
23
3. Yitai’.
Undir umsjón landsverkfræðings vitamálanna
(Th. Krabbe) hefur verið settur upp 1 nýr viti, og
3 eldri hafa verið bre}dtir. Ennfremur hafa verið sett
upp nokkur sjómerki.
Svörtuloftavitinn var reislur á Svörtuloftum á
Snæfellsnesi. Ljósker úr járnplötum stendur á 10 m
hárri járngrind. í vitanum eru aceton-ljóstæki frá
Svenska a/bolaget Gasaccumulator, Stockholm, með
3. flokks Ijóskrónum, stærri stærð, frá Barbier, Bénard
& Turenne, París. Vitinn sýnir 2 blossa 6 sinnum á
mínútu. Ljósmagnið er h. u. b. 17,5 sm. A vitanum
er sólventill (System Dalén).
Öndverðarnesvilinn, Langanesvitinn og aukavil-
inn á Regkjanesi, sem voru luktir, voru breyttir í
vita með ljóskeri úr járnplötum á 3 m háum timbur-
klæddum járngrindum. Ljóstækin eru hin sömu og
áður að öðru en því, að ljóskrónunum á Öndverðarnesi
og Reykjanesi var breytt í 6. 11. (200 mm áður). Á
Langanesi var byggt skýli handa vitaverði hjá vitanum.
Ljóskerin og grindurnar eru smíðuð í verkstæði
landsins.
Sjómerki voru sett upp á Bjarnaskeri og Lifólfs-
skeri fram af Berufirði.
Ivostnaðurinn við þessi mannvirki hefur verið
hjer um bil: kr.
Svörtulofta- og Öndverðarnesvitarnir ... 15650
Langanesvitinn ........................... 3250
Reykjanesvitinn ........................ 2450
Kr. 21350
Vörður ............................ — 2000
Samtals kr. 23350
4. Hafnarvirki.
í. Reykjavíkurhö/n. Á árinu 1914 var lokið við
Grandagarðinn, Battaríisgarðurinn bygður að mestu
leyti og byrjað á Örfiriseyjargarðinum, og var greitt
fyrir verkið 330 þúsund krónur.
2. Vestmannaeyjahöfn. Samkvæmt samningi milli
sýslunefndar Vestmannaeyja og N. C. Monberg,
Kaupmannahöfn, hefur á árinu verið unnið að
hafnargerð i Vestmannaeyjum. Eftir áætlun C. Bech’s
hafnarverkfræðings, Helsingör, verða byggðir 2 liafn-
argarðar. Annar verður 170 m langur, byrjar um 30
m fyrir auslan Skansinn og liggur lil N.N.A. úl að
Hringskeri; hinn verður 225 m langur, gengur út frá
Heimaklelti í S.V. á Hörgeyri. Hafnarmynnið snýr
mót norðri, 140 m breyll með 4 m vatnsdýpi. Um
1. maí var byrjað á hinum fyrnefnda garði, en ekki
lokið við hann yfir sumarið og í austanstórviðri 27.
desbr. skemdist hann að miklu leyti, ásamt tækjum
þeim, er notuð voru. Verkið er undir sljórn verk-
fræðings N. P. Ivirk. Samningsupphæðin er kr.
130,000. Á árinu hefur verið útborgað kr. 40,000.
3. I Rolungarvik hefur eftir áætlun og undir
umsjón Th. Krabhe landsverkfræðings og Bene-
dikts verkfræðings Jónassonar verið unnið að
framhaldi á brimgarði, sem gelið er nánara um á
öðrum stað í þessu riti (bls. 21).
5. Itafmagnsstöðvar.
í Veslmannaeyjum var byrjað að koma upp raf- veilu, en verkinu verður ekki lokið fyr en sumarið 1915.
6. Húsabyggingar.
I. Ivirkjur.
1. Dómkirkjan i Reykjavik. Gert sleingólf í kirkj-
una, gerður kjallari undir kór og þar sett hitavjel,
og fleiri aðgerðir. Veitt til þessa úr landssjóði alt að
20 þús. kr.
2. Kirkja i Ha/narfirði úr steinsteypu. Lengd alls
27 m, turnhæð um 25 m, ílatarmál 330 m2. Eöst sæti
á gólfi fyrir um 400 manns. Kostar um 26 þús. kr.
en er ekki alveg fullgerð.
3. Kirkja i Keftavik úr steinsteypu. Lengd alls
20,4 m, turnhæð 17,c m, flatarmál 187 m2. Sæti fyrir
um 300 manns. Kostar um 17 þús. kr.
•f. Iíirkja á Búðum i Fáskrúðsfirði úr sleinsteypu
með trjeturni. Lengd 14 m, turnhæð 15 m, ílatarmál
116 mI. 2 3. Sæti fyrir um 220 manns. Verð um 9 þús. kr.
5. Kirkja i Hábœ i Pykkvabœ úr steinsteypu.
Lengd 12,6 m, lurnhæð 13,7 m, flalarmál 74 m2.
Sæli handa nál. 150 manns.
6. Kirkja á Leirá úr steinsteypu með trjeturni.
Lengd 11,3 m, turnhæð um 11,5 m, fiatarmál um
74 ms. Sæti fyrir um 150 manns.
II. Barnaskólahús
hafa verið reist nokkur.