Ársrit Verkfræðingafjelags Íslands - 01.01.1915, Blaðsíða 14
14
Brúnkol (surtarbrand) þekki jeg fremur lítið
hjer á landi. Jeg hefi ekki rannsakað þau nema lítið
eitt frá Dufansdal. í fyrsta skifli rannsakaði jeg þau
1908. Þá fanst í þeim 24,g °/o raki og 60,g °/o aska,
eða að eins 15 °/o brennanleg efni. 1909 rannsakaði
jeg þau aftur og voru þá valin 400 gr. úr 5000 gr.
í því fanst 17,s °/o raki og 52,3 % aska og í þraut-
völdu úrvali fanst 16,o%> raki og 30,o °/o aska og
var notagildi þess 3050 hitaeiningar. 1914 fjekk jeg
lítið sýnishorn til rannsóknar. í því var 17,7 °/o raki
og 45,3 °/o aska. Hitagildi hjer um bil 2100 hitaein-
ingar eða tæplega Vs af hitagildi góðra steinkola.
Hreðavatnskolin þekki jeg alls ekki. Surtarhrandurinn á
Skarðströndinni við Breiðafjörð er svipaður Dufans-
dalskolunum. Kolalagið er þar hvergi yfir 20—25 cm
á þykt. Það sem ennþá er kunnugt um kolalög hjer
á landi gefur ekki miklar vonir um nothæft innlent
eldsneyti, en ef til vill finnast betri kolalög við nán-
ari athuganir, jafnvel þótt lítil líkindi sjeu til að lijer
finnist regluleg steinkol.*)
’) Síðan þetta var skrifað hefi jeg fengið sýnishorn af
kolunum í Dufansdal og lika af kolum úr Bolungarvík.
Sýnishornin öll, nema nr. 5, tók hr. stud. mag. Sk úl|i
Skúlason, og voru þau, er hann tók, í tillóðuðum
dósum, nema nr. 1, svo þau hafa sama raka ogijörð-
inni. Ekki þólti mjer taka að rannsaka nema raka og
í’ótt sauðatað ætti alls ekki að notast til elds-
neytis, þá hagar þó svo til á sumum stöðum hjer á
landi að varla er kostur á öðru eldsneyti. Það má
því ganga að því vísú að sauðataði verði brent á-
fram hjer á landi eins og hingað til.
Sauðatað það er jeg rannsakaði fjekk jeg blautt
úr húsinu og þurkaði það sjálfur við venjulegan
herbergishita. í því loftþuru var: 13,o % raki, 16,9 °/o
aska og 70,í °/0 brennanleg efni. Notagildi þess var
3420 hitaeiningar, eða hjer um bil lfz af notagildi
góðra steinkola. Að öðru leyti vísa jeg viðvíkjandi
rannsókn á sauðataði í Búnaðarritið 1911.
ösku, því á þessu tvennu má sjá að kolin eru svo
ljeleg, að þýðingarlitið er að ákveða hitagildi þeirra,
sem verður að líkindum frá ca 600 til ca 2000 hita-
einingar, eða frá V12 til liðlega V1 af hitagildi góðra
steinkola. Kolin reyndust þannig:
Itáki Aská Brennan-
leg efni
1. Kol frá Dufansdal (almenn). . °/0 14,6 49,3 36,i
2. — — do. 75 cm niður — 20,g 50,2 29,2
3. — — do. 300 — — — 19,5 48,2 32,3
4. — — do. 350 — — — 23,7 42,o 34,3
5. — — do. úr kolum er
voru seld í Reykjavik — 17,c 46,5 35,9
6. — úrBolungarvík,efstúrlaginu — 21,3 60,3 18,4
7. — — do. neðst — — — 28,9 60,5 10,6
5. R5ntgengei8lar.
Erindi flutt í Verkfræðingafjelagi íslands á Röntgenstofu Háskólans 4. des. 1914 af verkfræðingi Guðmundi Hlíðdal.
Árið 1879 fann Englendingurinn Crookes bak-
skautsgeislana (Kathodu-geislana). (Þjóðverjar eigna
uppgötvun þessa ýmist Pliicker eða Hittdorf).
þessa geisla má framleiða, með því t. d. að dæla
loftinu úr (evakuera) glaspípu, — þannig að það
verði minsta kosti 100000 sinnum þynnra en and-
rúmsloftið —, og tengja siðan háspentan rafmagns-
straum við rafskautin (elektróðurnar), sem brædd eru
í glerið (sjá 1. mynd).
*) Myndamótin að 1.—9. mynd hefir fjelagið Siemens
& Halske góðfúslega ljeð til prentunar. Frá þessu
firma eru áhöldin í Röntgenstofu Háskólans.
Geislar þessir hafa ýmsa inerkilega eiginleika:
1. Þeir ganga þverbeint út úr fleti bakskautsins.
2. Þeir hita ákaflega þá hluti sem þeir falla á.
3. Þeir geta liregft ljetta hluti, setn þeir hitta fyrir
sjer.
4. Þá má sveigja út af hinni beinu braut sinni með
segulmagni og rafmagni, og
5. hitti þeir einangraða leiðara fyrir sjer, þá fylla
þeir þá negativu rafmagni.
Crookes hjelt í byrjun að hann hefði hjer með
fundið 4. ástand hlutanna, sem hann kallaði hið
y>ultragasmgndaðav, ástand. Síðar, er menn fóru að
kynnast öllum áðurnefndum eiginleikum þessara
geisla og sjerstaklega þeim, að þeir geta hreyft hluti,
þá komust menn á þá skoðun að bakskautsgeislarnir
væru ofursmáar agnir, hlaðnar negativu rafmagni, og
kölluðu þær rafeindir (elektrónur). Nú tóku menn
að reikna út stœrð og liraða rafeindanna; það mátti
með því að mæla, hve mikið ákveðinn mælir segul-
magns eða rafmagns sveigði þær út af braut sinni,
— og þá kom í ljós að stærð þeirra var ákaflega
Iítil, ekki fyllilega V1000 einnar vatnsefnis-eindar, sem
þó er ljettust allra efna. Rafeindastærðin er hin sama,
með hverri lofttegund sem pípan er fylt.