Afturelding - 01.12.1945, Blaðsíða 8

Afturelding - 01.12.1945, Blaðsíða 8
AFTURELDING JÓLAMINNINGAR Jólin eru Iiátíð barnanna. Það er eins satt og það er oft sagt. Að vísu skilur barnið ekki andlegt inni- bald jólahátíðarinnar. En hið saklausa barnsbjarta bergmálar ósjálfrátt sannleikann, sem felst í liin- um dýrðlega jólasálmi: „í Betlebem er barn oss fætt“, og — „Guð er sjálfur gestur hér“. Þannig var það fyrir mér, er ég sem lítið barn, á fáskrúðugu íslenzku sveitalieimili hlustaði á bina undurfögru frásögn guðspjallsins um dýrð Drott- ins á BetlebemsvöIIum og englasönginn um frið á jörðu. „Því að yður er í dag frelsari fæddur“. Mamma mín, sem aðra daga var einatt ábyggjufull og þreytu- leg, vegna annríkisins á barnmörgu heimili, létti þá af sér öllum búsmóðurábyggjum. Andlit bennar ljómaði af friði og himneskri ró, er bún las fyrir okkur jólaboðskapinn á aðfangadagskvöldið. Bærinn, sem var með dimmum göngum, og venjulega spar- lega upplýstur, ljómaði þetta kvöld í Ijósadýrð í liverj- um krók og kima. Allir kepptust um að vera góðir og vingjarnlegir liver við annan eins og til þess að gleðja binn ósýnilega jólagest. — En jólanóttin leið, og áður en hátíðin var öll liðin, voru skuggar bvers- dagslífsins þegar teknir að færast yfir og bylja þetta litla Ijósbrot af bimneskri dýrð. 1 leyndum grét og þjáðÍ6t barnssálin yfir því, að samræinið vantaði í líf og játningu fullorðna fólksins. Og svo fór að lok- um að veika trúarljósið, sem bafði þó logað skær- ara en öll bin ljósin í bænum — af því að það var kveikt af sjálfum Guði með neista frá náðarorði lians — slokknaði af næringarleysi. Mörg ár liðu, og mörg aðfangadagskvöld og jóladagar í ósamræmi við liinar beilögu minningar og dýrðlegu lofsöngva. Léttúðug veizlúböld, spilafíkn og dansnautn breyktu sér sem íburðarmikil skurðgoð í hásætuin bjartna og heimila, sem þó báru nafn og yfirskin þjónustu og trúar á Konung konunganna, meðan honum sjálf- um var úthýst eins og forðum í gistibúsinu í Betle- hem. Að ég var samsek í allri þessari hjáguðadýrkun og orðin fjarlæg Guði bernsku minnar, það sá ég fyrst er hann, sem fyrrum opnaði augu blindra, gaf mér sjónina. 1 öðru Jandi, ólíku umbverfi bernskuáranna, þar sem íburður og skraut veraldarinnar var að smu leyti eins áberandi og einfaldleiki bernskubeimilis míns, fann ég Frelsara minn á ný. En nú var það ekki aðeins í óljósri tilfinningu bjartalífsins, heldur með fullri sannfæringu trúarinnar á Orðið, sem varð bold og bjó með oss, fullur náðar og sannleika. Hvílík jól! „Og dýrð Drottins Ijómaði í kringum þá“ Það fann ég einna bezt jólakvöldið, sem ég, nýfrelsuð, bélt í hendur barnanna og söng með þeim: „Hann er Frelsari minn, Hann er Frelsari minn“. Síðan eru aftur liðin rnörg ár, ólík hinum fyrri. „Nú eruð þér, seni einu sinni voruð fjarlægir, nálægir orðnir fvrir blóð Krists, því að liann er vor fri<5ur“. Þannig lýs- ir Páll postuli afturhvarfi og endurfæðingu vina sinna, er liann skrifar til í Efesus. Hin sama Iiefir verið reynsla mín, oíðan uin jólin 1927. Ilátíðadagarnir liðu lijá, eins og al’ir dagar á þessari jörð, en friður lians, velþóknun Guðs vegna Jesú, befir aldrei síðan vikið úr lífi mínu, svo að raun- verulega liafa allir dagarnir og öll árin verið ein samfelld jólabátíð. Kæri lesari! Hefir þú ekki ennþá lialdið jólin á þennan hátt? Þyrstir ef til vill sál þína eftir liinni sönnu jólagleði, eins og mína sál, áður en ég sneri við og kom til Frelsara míns á ný? Far þú og ger slíkt hið sama. Og Guð mun gefa þér gleðileg jól. Kristín Sœmunds. 1 72

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.