Afturelding - 01.09.1946, Blaðsíða 2

Afturelding - 01.09.1946, Blaðsíða 2
AFTURELDING AFTURELDING kernur út anuan hvorn rnúnuð og verður 80—90 síð- ur ú úri. Argangurinn kostar kr. 5,00 og greiðist 1. febr. Verð í Vesturheimi 2 dollarar og ú Norðurlönd- um kr. 10,00. í lausasölu kostar hlaðið kr. 2,00 hvert eintak. Ritstjórar: Eric Ericson og Ásm. Eiriksson. Ritstjórn og afgreiðsla: Hverfisgötu <t4, Reykjavík. Sími 6856. — Prentstniðja Jóns Helgasonar. - UTGEFANDI FILADELFÍUFORLAGIÐ. — félag Gyðinga) stafi af því að ltaiin vilji tryggja sér fylgi þeirra í næstu fersetakosninguni. Þetta er lík- lega ekki nema lítið brot af sannleikanum, ef það er þá nokkiið af lionum. Hitt má telja sönnu nær, að þar sem Truman er Biblíu-trúarmaður og benni kunnug- ur, þá gerir liann sér grein fyrir fyrirheitum Guðs um það, að Gyðingar skuli eiga Palestínu, og afslaða ltans til þessara mála markist af því. Það er til dæmis að frumkvæði lians, að Banda- ríkjastjórn lófaði Bretum því í sumar, að Bandaríkin skyldu leggja fram fjárhagslega og tæknislega aðstoð til þess að 100 þúsund Gyðingar kæmust sem fvrst inn í Palestínu. Skyndilega og öllum á óvart var Roosevelt forseti brottkallaður og heimurinn syrgði. Jafn skyndilega, og svo að segja öllum á óvart, var Truman setztur í forsetastólinn. Þetta skeði, þegar þungi eftirstríðs- málanna var að liefjast og'þar á meðal vandamál Gyð- inga. Það er náttúrlega of snemmt, að spá nokkru um það, hvort það verði svo eða eigi, að í vandamálum Gyðinga rætist þau orð á Truman forseta, er Morde- kai sagði um Ester drottningu á sinni tíð: „Hver veit, ncma þú 6ért til ríkis komin einmitt vegna þessara tíma!“ Est. 4, 14. En það er þegar orðið ljóst, að Truman forseti cr vinur Gyðinga. Og í þeirra aðkallandi vandainálum er óliætt að fullyrða, að hann hefir ákveðnari skoðun, byggða á Ritningunni, heldur eru fleslir stjórnmála- menn yfirstandandi tíma. Ilins vegar er ekki víst, að tillögur hans, Gyðingum til úrbóta, nái fram að ganga, bvorki lieima fyrir né á alþjóða vettvangi. Samt má vænla þess, og nokkur merki þess leynast ekki nú þegar, að í kyrrþey vinni hann markvisst að því að greiða fyrir heimflutningi Gyðinga. Getur því larið svo, að jafnvel þó að liann falli við næsta forsetakjör, láti liann þýðingarmikil spor eftir sig í þessum viðkvæmu málum. Á. E. Drottinn læknaði mig Ekkert jafnast á við það í þessum heimi, að eiga Jesúin Krist, sem persónulegan Frelsara og vin. Þetla er inín persónulega reynsla, og því langar mig að skrifa fáar linur lil þess að vitna um guðdómlega lækniugu, sem hann befir gefið mér á þessu sumri. Ég var búin að vera veik frá 12. okt. 1945, þá átti ég heinia í Vopnafirði. Svo fór ég til Akureyrar rétt fyrir s. 1. jól. Eftir að ég kom þangað, fór ég strax í rúmið. Læknar skoðuðu mig og sögðu margt vera að mér og létu mig fá fleiri meðöl. Ég vár mest rúm- liggjandi mánaðartíma, en reyndi þá að fara á fætur, þó að ég hefði varla þrek til þess. Til læknanna gekk ég stöðugt. Til yfirlæknisins á sjúkrahúsinu á Akur- eyri fór ég 20. maí og bað ltann að skoða mig. Eftir skoðunina sagði hann, að ég þyrfti nauðsynlega upp- skurð. En vegna þess, að sjúkrahúsð var þá yfirfullt, gat liann ekki tekið mig lil uppskurðar þá.þegar. Næst þegar pláss losnaði, hittist svo á, að yfirlækn- irinn var að fara til útlanda og var í þeirri ferð um mánaðartíma. Vegna þess, að ég vildi síður láta ann- an lækni skera mig upp, en liann, ásetti ég mér að bíða þar til bann kæmi aftur. Á meðan á biðinni stóð, stakk trúuð kona'á Akureyri upp á því við mig, að ég skyldi láta biðja fyrir inér á sumarmóti Hvíta- j sunnumanna í Vestmannaeyjum, sem var þá að fara í hönd. Ég féllst á þetta, því að ég trúði því, að Drott- inn væri sá sami í dag og liann var, þegar bann gekk um á jörðunni og gerði kraftaverk. Bað ég því kunn- uga stúlku, sem fór frá Akureyri á mótið, að leggja mig fram sem bænarefni á mótinu. Hún lofaði að gera það. Mótið byrjaði 26. júní, en 27., eða daginn eftir, fyrir liádegi, það er að segja á þeim tíma, sem bæna- samkoma stóð yfir í Vestmannaeyjum, þá var eins og sagt væri við mig, að bænin væri heyrð og ég væri læknuð. Mér er ómögulegt að lýsa þeim gleðistraum- um, sem fóru í gegnum hjarta mitt á þessari stundu. Og andi minn varð fullur af þakklæti og lofgerð til Drottins fyrir þetta mikla verk, sem liann hafði gerl fyrir mig. Þ. 8. júlí fór ég til yfirlæknisins og bað liann að skoða mig, en sagði þó við hann, áður en hann hóf rannsóknina, að ég tryði því, að ég væri þegar orðin heil af sjúkdómi mínum. Þegar hann hafð'i lokið rannsókninni, sagði hann það rétt vera, að mér væri alveg batnað. — Drottni sé eilíf þökk fyrir allt. ASallieiöur Björgvinsdóltir. 50

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.