Afturelding - 01.09.1946, Side 4

Afturelding - 01.09.1946, Side 4
AFTURELDING ÁFANGAR Það var áhrifarík stund, þegar hópur ungs fólkg gaf til kynna, með því að rísa úr ssetum sjnum í sam- komuhúsinu í Fíladelfíu, Reykjavík, 8. júlí síðast- liðinn, að það vildi verja parti af sumrinu til þess að fara út með fagnaðarboðskapinn. Ung stúlka, er vitnaði síða^t, mælti fram sálminn, sem prentaður er hér á sömu síðu, og gerði hann að öllu leyti að sínum orðum. En það liefðu þau víst öll, og livert fyrir sig, viljað gera, af þeim 10 manna hóp, er fór til fjarlægra staða fyrir Drottin sinn og Frelsara. Það sýndi sig líka, að þessi starfsáhugi átti djúpan hljómgrunn í lijörtum þeirra, er heima voru. 1 fórn, sem tekin var á þessari samkomu, vegna þeirra, sem fóru út, komu inn kr. 2300,00. Fórn þessi sýndi það ekki, að þá var búið að fórna miklu í sambandi við sumarmótið og aðrar þarfir. En þetta sýnir, að við viljum öll vera með í starfi Drottins, enda þótt við getum ekki öll ferðasl, og betri meðmæli er varl hægt að fá með trúarlífinu. Síðan livítasunnufólk Jiefir farið að verja sumar- fríum sínum, sumir miklu lengri tíina, í útbreiðslu- starf Guðs ríkis, höfum við fengið mörg uppörvandi bréf frá ýmsum, er þessir sendiboðar Drottins hafa mætt á ferðum sínum. Bréf þau sýna, að ferðirnar liafa ekki verið árangurslausar. Sjaldnast höfum við þó rúm til að birta nokkuð úr þessum bréfum. Bréfritari einn skrifar á þessa leið: ,, . . . Mér fannst það svo sárt, þegar þið kvödduð mlg í sumar. Ég fann mig svo einmana, sem mest mátti vera. Þegar ég kom heim, eftir að hafa kvatt ykkttr, gekk ég út að glugganum og liorfði á eftir ykkur. Þá skildi ég, hvers vegna það var, sem ég saknaði ykkar svo mikið. Það var kærleiki Krists, sem batt mig svo fast við ykkur. Jesús hafði gefið mér hlutdeild í þess- um óviðjafnanlega kærleika, kærleika lærisveinsins. Og þarna við gluggann steig ég það spor, sem ég hefi lengi þráð að stíga: Ég gaf mig Kristi algerlega . . .“ Sami bréfritari skrifar seinna: „ . . . Ásetningur minn, að gefa mig Kristi algerlega, er ekkert augna- blikshjal. Nei, það er bjargfastur og einbeittur vilji minn að lifa honurn. Ég veit líka, að það er vilji lians, að ég vitni um liann í mínu daglega lífi, og það er ég farin að gera, Guð hjálpi mér til að standa stöðug og forði mér frá því að styggja lians Heilaga Anda . . Bréf er hér líka í bréfaskúffunni, er þekkt sveita- kona ritar, sem fróðlegt vásri að birta kafla úr. En þar sem ritstjórinn þykist skilja það, að bréfritarinn 52 Krists í hendi kransinn Ijómar Þcgar mér í háminhœðum heilög Ijómar dýrSarvist þrái ég þar einhvern eiga unninn fyrir Jesúm Krist. Kór: Krists í hendi kransinn Ijómar, kórónan mér geyrnd þar er. Mun í henni geimsteinn glóa? Gufii unnin sál af rnér? Tugþúsundir týnast, deyja, trúa ei á krossinn þinn. I\á<5, Guö, veit mér nokkra’ aö vinna, nokkra fyrir himininn. Ljúfi Jesús, lát mig vera Ijós á jörfiu fyrir þig. Rödd sem laóar, lokkar, dregur, lei'Svillt hórn á réttan stig. Elska Krists mig örvar, þvingar, öllu «S týna, lífi, fé, fyrir þetta eina, eina, að þeim föllnu bjargað sé. skrifi ályktanir sínar í trúnaðartrausti, þá er það ekki hægt, nema að litlu leyti. En bréfið gefur til kynna, að æ fléiri eru að opna augu sín fyrir því, hvað krist- indómslífið er orðið óheilbrigt meðal þjóðarinnar, og einasta ráðið til úrbóta sé hrein biblíutrú. — Á einum stað segir bréfritarinn: „ . . . Mér hefir oft dottið í hug, með okkur, sem erum í kirkjunni og viljum vera Krists: Við erum svo lík Nikódemusi. Þekkjum lílt endurfæðingu og alls ekki Heilags-Anda-skírnina, sem Kristur telur þó ber- um orðum fyrirbrigði, sem hér á jörðu gerist og eigi að gerasl. Guð gefi að þeir atburðir megi gerast, að þetta breyttist. Fyrir mitt leyti óska ég, að standa ekki í gegn Guðs Heilaga Anda, heldur að hann megi leiða mig og fræða mig um það, hvað ég g'e’ti gert . . .“

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.