Afturelding - 01.09.1946, Blaðsíða 13

Afturelding - 01.09.1946, Blaðsíða 13
AFTURELDING A SLOÐUM PISLARVOTTANNA Perpelua og Felicitos Aí' öllum þeiin lýsingum, sem til eru á síðustu stundum kristinna píslarvotta er frásögnin um kvalir og dauða þe6sara tveggja kvenna talin liafa mesl bókmenntalegt gildi. — Einkum iná þar nefna frá- sögn þá sem Perpetua ritaði sjálf í fangelsinu. Höfundurinn nafngreinir liina ungu trúnema, sem hér ræðir um. Þeir voru: Revocatus, Felicitas, Saturn- inus og Secundus. Þá var það Vibia Perpetua, sem var af göfgum ættum. Hafði hún fengið gott upp- e!di og gott gjaforð. Foreklrar hennar voru á lífi ásamt tveimur bræðrum hennar. Var annar þeirra einnig trúriemi. Hún átti eitt barn, sem enn var a brjósti. Hún var 22 ára að aldri“. Og höfundurinn heldur áfram: Perpetua liefir sjálf sagt frá upphafi píslarvættis síns. Rituð af liennar eigin hendi liefir frásögnin bor- izt okkur svohljóðandi: í fyrstu reyndi faðir rninn með fortölum að gjiira mig fráhverfa fyrri játningu minni. Ég svaraði lion- um: Faðir minn, sérðu leirkerið sem stendur þarna? — Já, ég sé það. — Er hægt að nefna það öðru nafni e'n þess eigin? — Nei. — Þannig get ég ekki kallast annað en ég er, það er kristin. Þétta orð liafði þau ógnaráhrif á föður minn, að liann réðst æðisgenginn á móti mér, og ætlaði að rífa augun úr mér. Þvínæst æpti hann hátt, en æddi svo sigraður út. — Þegar liann svo fór burt nokkrum dögum seinna, þakkaði ég Drottni. Þá dagana vorum við skírð. Nokkrum dögum seinua var okl»ir varpað í fang- elsi. í fyrstu liraus mér liugur við, því að aldrei fyrr liafði ég séð neitt þvílíkt. En sá ógnadagur og hræði- legi hiti! Þarna var fjöldi fólks, auk liermannanna, og skapraunaði það okkur á allan hátt. Þar að auki leið ég mikið vegna litla barnsins rníns, sem var á brjósti. Aðstoðarmönnunum, Tertius og Pomponius, sem önnuðust okkur tókst með fjárgreiðsluin að fá okkur flutt á skárri stað í fangelsinu. — Þar gátum við þó dregið andann léttara og sinnt ýmsum störfum. Litla harnið mitt var flutt til mín. Ég lagði það á brjóstið, en þá var það orðið nær örmagna af nær- ingarskorti. Ég talaði við móður mína og uppörf- aði hróður minn. Drenginn minn'fól ég í þ’eirra varð- veizlu. Kvíði þeirra inín vegna angraði mig. I nokkra daga var ég niðurbeygð, en hað því næst um, að barnið fengi að vera kyrrt hjá mér í fangelsinu. Það var leyft og óróleiki minn dvínaði. Fangelsið varð mér sem liöll og ég var glöð yfir hlutskipti inínu. Ég bað mikið — og eftirfarandi sýn var mér gefin einu sinni. ÉS sá koparstiga, sem náði alla leið til liimins. Svo mjór var hann, að aðeins einn og einn gat komizt upp í einu. Báðum megin við stigann voru fest sverð, spjót og fleiri vopu. Af því leiddi að sá, sem gekk upp í þugsunarleysi og án þess að líta í kring- um sig særðist illa. Undir stiganum lá ógurlegur dreki og leitaðist á allan liátt við að liræða þá, sem fóru upp, til hess að þá brysti kjark. Fyrst steig Saturnus upp í stigann. Hann hafði áður gefið sig sjálfkrafa frarn við yfirvöldin, okkar vegna. — Ilann hafði byggt okkur upp í trúnni, en var liorfinn, þegar við vorum liandtekin. — Þegar liann var kominn upp í efsta þrep stigans, leit hann við og sagði: Perpetua, ég bíð eftir þér. En gættu að því, að drekinn bíti þig ekki. Ég svaraði: I Jesú nafni mun liann ekki vinna mér mein. Eftir nokkra daga vorum við kölluð til yfirheyrslu. Faðir miun kom frá borgimii yfirkominn af áhyggj- um. Hann reyndi að telja um fyrir mér til fráhvarf* og sagði: — Dóttir mín, hafðu meðauinkun með liær- um mínum, ef ég er þess verðugur að kallast faðir þinn. Hafðu hugfast, að með þessum liöndum liefi ég annazt þig og þú ert mér hjartfólgnari en bræður þínir. Hugsaðu um móður þína og móðursystur þína, sjáðu son þinn, sem getur ekki lifað, þegar þú ert á brott. Ilættu við áform þitt. Þannig talaði liann lengi ástúðlega. Hann kyssti liendur mínar, varpaði sér fyrir fætur mina og grát- andi kallaði hann mig ekki lengur dóttur — lield- ur frú. Ég varð sárhrygg yfir þessu luigarástandi hans, því að hann var sá eini í allri fjölskyldunni, sem gladdÍ6t ckki yfir þjáningum mínum. Ákveðinn dag vorum við skyndilega kölluð til yf- irheyrzlu. Þegar við komum að torginu, liafði fregn- in þegar borizt nm borgina og fjöldi fólks var sam- ankominn. Þégar við komu'm að dómsstólnum, v’oru 61

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.