Afturelding - 01.01.1959, Page 1

Afturelding - 01.01.1959, Page 1
26. ÁRG, REYKJAVÍ K 1959 1.—2. TBL, uid aö olta maLla Nýtt ár er runnið upp og annað er horfið. En orð Drottins varir að eilífu. Og það kemur til okk- ar á þessum tímamótum með huggun og heilrœði. Við skul- um lesa frá þriðja kafla Jósúa: „Þegar þér sjáið sáttmálsörk Drottins. .. . þá leggið upp frá yðar stað og farið á eftir henni. Látið þó vera um tveggja þús- und álna bil millum yðar og hennar — komið ekki nærri henni — til þess að þér megið vita, livað'a veg þér eigið að fara, því að þér hafið aldrei farið þann veg áður.“ Það var lagt svo fyrir tilsjón- armenn ísraels, að þeir skyldu fara um allar herbúðir Israels, og flytja þessi orð, er þeir áttu að fara yfir Jórdan, og hefja síðan fyrstu gönguna hinum megin. Það er næsta fögur mynd, sem hér er hrugðið upp af sambandi Guðs við börn sín. Hann ætlar að ganga á undan þeim og vísa þeim veginn. Þeir áttu aðeins að gefa gaum að því, hvenær hann færi af stað, og hvaða leið hann færi, til þess að þeir gætu fvlgt vegi hans. „Því að“, sagði Guð, „þér hafið aldrei farið þann veg áður.“ Þetta geta verið orð Guðs til barna hans við hver áramót. Áfanginn, sem þá er hafinn, er okkur öllum ókunnur. Við höfum aldrei farið þann veg áður, sem við förum nú. Við höfum aldrei lifað árið 1959 fyrr en nú. Við höfum aldrei mætt reynslum þess, fyrr en þær mæta okkur eins og þær verða. Við höfum aldrei mætt gleðidögum þess og sorgardögum, fyrr en við mætum þeim í þeirri mynd, sem þeir koma fyrir okkur. Vegna þess er svo gott að vita, strax við byrjun áfang- A C A r N 2267.99 ÍSLANDS

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.