Afturelding - 01.08.1959, Page 1

Afturelding - 01.08.1959, Page 1
26. ÁRG. REYKJAVÍK 1959 7.-8. TBL. I brúðkaupsferð. Frá vinstri: Ann-Mary Kyvik, Arnuif Kyvik, Turid, Davíð, Magny Kyvik og William Kyvik. Davíð Kyvik — sonur Arnulf Ky- viks trúboða á Selfossi — kom bing- að til lands frá Bandaríkjunum 2. rnaí s.l. ásamt heitkonu sinni, Turid Nilsen. Þau giftu sig laugardaginn 9. maí í Fíladelfíu Reykjavík. — Skömmu seinna fóru þau til Nor- egs og dvöldu þar einn mánuð hjá ættfólki brúðarinnar. Komu þaðan aftur og hafa dvalið hjá foreldrum Davíðs á Selfossi, þar til þau fóru vestur um haf 31. júlí. Rétt um hu mínútum áður en þau stigu upp 1 bifreiðina, sem flutti þau út á flug- völlinn, náði Afturelding tali af þeim. Við snúum okkur beint að Davíð og segjum: •—• Og þú komst, Davíð, alla leið til Islands, til að gifta þig. Hvers vegna gerðir þú það ekki heldur í Dandaríkjunum, eða þá í Noregi, íöðurlandi brúðarinnar, úr því að þú fórst þangað hvort sem var? '— Vegna foreldra minna, sem ég elska innilega. Mér iannst ég ekki geta gift mig annars staðar en á íslandi, í,ar sem þaú gœtu verið viðstödd. Líka þykir mér vænna um Island heldur en bæði Ameríku og Noreg, þó að ég hafi verið í báðum þeim löndum. Lrtu fæddur á íslandi? — Nei, ég er fæddur í Bandaríkjunum. Var aðeins tv'eggja ára, þegar foreldrar mínir fluttust til íslands. Það var 1939. Var ég svo 14 ár á íslandi. Sextán ára gamall fór ég aftur til Bandaríkjanna og hef verið þar síðan. — Og í Bandaríkjunum hefur þú fundið Krist og lífs- hamingju þína, sem ungur maður? — Já, og nei! Viðvíkjandi fyrra atriðinu er það að segja, að ég fann ekki Krist í Bandaríkjunum, heldur heima á íslandi. Ég frelsaðist nefnilega í vakningunni í Fíladelfíu, 1948. Þá var ég 12 ára. — Jæja, frelsaðist þú þá? — Já.

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.