Afturelding - 01.04.1961, Qupperneq 1

Afturelding - 01.04.1961, Qupperneq 1
AFTCREIDING 28. ÁRG. REYKJAVÍK 1961 3.—4. TBL. ^Sumatmót ^^SEoíta^unnumanna 1^01 Eins og getið hefur verið um hér í blaðinu, þá mun næsta sumarmót Hvítasunnumanna verða haldið í Vestmannaeyjum. I júlímánuði n.k. eru orðin 40 ár síðan Erik Ásbö, kona hans Signe, og Sveinbjörg Jó- hannsdóttir komu til Eyja og hófu starf á kristilegum grundvelli. Ut frá því starfi myndaðist Betelsöfnuð- urinn 17. fehrúar 1926, sem þá þeg- ar gat hafið starf í eigin húsi, safn- aðarhúsinu Betel við Faxastíg 6, sem vígt var til þjónustu á nýársdag 1926. Eins og kunnugt er þá starfaði Ásbö víðar á Islandi, áður en hann kom til Eyja. En í Eyjum festi boð- skapurinn rætur í trúarafstöðu fjölda manna, sem síðar hefur svo hreiðzt út um allt land. Að verðleikum þá verður þess minnzt sameiginlega 35 ára afmælis Betelsafnaðarins og 40 ára afmælis brautryðjendastarfs Signe og Eiriks Áshö, ásamt Sveinbjargar Jóhanns- dóttur. Sumarmótið hefst sunnudag- inn 18. júní og mun standa þá viku alla til og með sunnudeginum 25. júní. Betelsöfnuðurinn mun gera sitt til þess að mótið geti orðið sem veg- legast. En til þess að sem mest ná- ist út úr mótinu þarf tvennt til í við- bót: blessun Drottins og innlegg Einnr J. Gíslason. (þátttakenda. Við mælumst til þess, að allir sem ætla sér á mótið, komi biðjandi og væntandi Guðs bless- unar. Trúaðir vinir um allt land eru vel- komnir og mega þeir reikna með fyrirgreiðslu safnaðarins með hús- næði og þátttöku í mötuneyti ef þeir hafa tilkynnt þátttöku sína til Betelsafnaðarins, pósthólf 85 V.m. fyrir 10. júní. Velkomin til hátíðar í Jesú nafni! F. h. Betelsafnaðarins Einar J. Gíslason. GUÐRÚN STURLUDÓTTIR: ATHYGLISVERÐ DRAUMVITRUN Ég hafði verið veik um vikutíma, en var nú farið að batna. — Ég var að lesa spádómsbók Daníels og ég var hrygg í liuga mínum og hað til Drottins. Og er ég sofnaði út frá bæn minni, dreymdi mig að ég þóttist vera stödd á einhverjum ókunnugum stað og maður stóð fyrir framan mig. Mér varð litið í kringum mig og þá sá ég að þetta var undir stóru fjalli, líkt og hér, en undirlendið mikið stærra fyrir neðan. Allt í einu fannst mér eins og ég sæti á hesti og maður fyrir framan mig, og nú fannst mér jörðin titra og skjálfa undir okkur og eftir lít- inn tíma fór jörðin að lyftast upp og falla niður aftur, eins og í bylgj- um undir okkur. Það greip mig skelfilegur ótti, en sá sem á hest- inum sat fyrir framan mig greip þá föstum tökum utan um mig og sagði: „Það verður jarðskjálfti. En vertu óhrædd og hughraust. Drott- inn er með okkur.“ Ég fól mig Drottni og vissi ekki af mér um tíma, þar til ég rank- aði við mér að nýju á sama hest-

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.