Afturelding - 01.04.1961, Qupperneq 10

Afturelding - 01.04.1961, Qupperneq 10
AFTURELDING Strax íyrsta kvöldið Nýlega kom milljónamæringur einn íram og óskaði eftir fyrirbæn vegna veikinda. Hann spurði mig: „Manstu hver ég er?“ Maður þessi hafði komið mér drengilega til hjálpar fyrir nokkrum árum, þegar ég var í fjárhagsörðugleikum. Hann var einn af mínum allra beztu vin- um. Ég sagði honum að ég myndi vel eftir honum. Um leið og ég hafði sleppt orðinu, vék kraftur Ileilags Anda frá mér. Hann fékk enga hjálp. Annar ríkur maður kom á sam- komu, sem við höfðum á stað ein- um, ekki langt frá þessum. Hann til- heyrði öðrum söfnuði, og eftir því sem ég bezt veit, þá hafði hann aldrei heyrt fagnaðarerindið boðað í fyllingu og krafti Andans. Hann kóm fram og bað um fyrirbæn í þungum vc ikindum. Meðan hann beið eftir því að röðin kæmi að hon- um, andvarpaði hann frá djúpi hjarta síns: „Kæri Guð, ég er ekki verðugur að þú læknir mig.“ Ég bað fyrir honum. Hann skírð- ist á sömu stundu í Heilögum Anda. Níu krabbameinsæxli hjöðnuðu og hurfu á sömu stundu úr andliti hans. Eftir nokkra daga kom hann aftur til baka með vottorð frá lækni sín- um, að auk krabbameinsins, væri hann algerlega heill orðinn af ólækn- anlegum hjartasjúkdómi. Þessi maður hafði gleymt, hver hann var. Hann öðlaðist lækninguna, ekki vegna 'þess, sem hann hafði gert, heldur vegna þess sem Jesús hafði gert. „Hann tók veikindi vor og bar sjúkdóma vora.“ Matt. 8,17. Eitt sinn komu nokkrir öldungar Gyðinga til Jesú og báðu hann að gera nokkuð fyrir höfðingja einn. Sögðu þeir að hann væri þess verður, að Jesús gerði þetta fyrir hann, því 26 að hann hefði t.d. hyggt handa þeim samkunduhús þeirra. Lúk. 7. En er Jesús var spölkorn frá hús- inu, sendi hundraðshöfðinginn vini sína til hans og lét segja við hann: „Ómaka þig ekki, herra, því að ég er ekki verður þess, að þú gangir inn undir þak mitt. Lúk. 7,6. Jesús sagði: „Ég segi yður, ekki einu sinni í ísrael hef ég fundið svo mikla trú.“ Þjónn hans varð heilbrigður. Þetta skýrir vel, hvers vegna utan- viðstandandi öðlast guðdómlegar lækningar, meðan einstaklingar inn- an safnaðanna fá ekki lækningu. Við skulum varpa þeirri hugsun fyrir borð, að við séum verðug. Þvert á móti skulum við aðeins vænta hjálparinnar vegna Jesú Krists. Verðleikar okkar eru engir, þess vegna getum við aldrei vegna þeirr-a, vænzt lækninga. Hins vegar getur óverðugleiki okkar og smæð ekþi hindrað okkur í því að móttakl lækningu, ef við aðeins reiðum okk- ur á Drottin Jesúm Krist, „sem fyr- irgefur allar misgerðir þínar og læknar öll þín mein.“ Sálm. 103,3. ,,The Voclce ol Healing" Það var við áraskiptin. Ég kom inn til verzlunarmanns, sem var gamall kunningi minn. Við töluðum saman um hitt og þetta, en svo datt mér allt í einu í hug að spyrja: „Heyrðu vinur, hvernig gengur verzlun þín núna?“ „Satt að segja veit ég það varla. Nei, ég veit það ekki,“ endurlók hann. „Ég hef ekki hirt um það að ganga frá reikningunum. Það geri ég einhverntíma í framtíðinni, þegar mér dettur það í hug.“ „Ha, hefurðu ekki gengið frá reikningunum þínum ennþá?“ „Nei,“ svaraði hann kæruleysis- lega. „Ég hef ekki gert það í mörg ár. Það er svo mikil fyrirhöfn að færa allt til og skoða og skrifa upp, svo að ég læt það eiga sig. Verzl- unin gengur ágætlega, hún er bæði gömul og vel þekkt, eins og þú veizt, svo að það er engin hætta.“ Þegar ég eftir á fór að hugsa um þessi kæruleysislegu orð: „Engin hætta“, langaði mig næstum til þess að fara að gráta. Nokkrum dögum síðar, eftir þetta samtal okkar, barst mér fregn um það, að þessi kunningi minn væri orðinn gjald- hætta þrota og seinna fór hann í fangelsi. Engin hætta, engin hætta, hljóm- aði lengi í eyrum mínum. Það var um áramót. Gamall þjónn Drottins prédikaði orð Guðs fyrii fjölda fólks. Hann lagði sérstaklega áheyrzlu á, hvað það væri nauðsyn- legt að gera upp reikningana. „Hafið þið notað náðartímabilið ykkar rétt? Ennþá er tími, en bráð- um mun hver og einn verða leiddui fram fyrir dómstól hins eilífa, oe hann mun krefjast reikningsskila af ykkur.“ Margir hlustuðu og viðurkenndu í hjörtum sínum að líf þeirra var ekki eins og það ætti að vera og þeir urðu órólegir um stund. Engin hætta fyrir mig, hugsuðu þó flestir. Ekki er ég svo stór synd- ari. Og þar að auki er ég heilbrigð- ur og hraustur, og dauðinn er ennþá langt framundan, svo að hann þarf ég ekki að hræðast eins og stendur. Engin hætta, engin hætta! Það er huggun margra í dag sem kæruleys- islega ganga lífsveg sinn. En árin líða samt, og eilífðin nálgast fyrir 'því. , ,

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.