Afturelding - 01.04.1961, Side 4
AFTURELDIN G
Jesús hafði gert fyrir þá, læknuðust
á sömu samkomu.
Fyrir aðeins stuttu síðan frelsað-
ist kona ein, skírðist í Heilögum
Anda og læknaðist. Allt fór þetta
fram á örskotsstund. Hún hafði ver-
ið algerlega heyrnarlaus í 30 ár. En
forstöðumaður safnaðarins leyfði
mér ekki að birta vitnisburð hennar,
vegna þess, hvernig lífi hún hafði
lifað. Hann öðlaðist ekkert, meðan
konan bað: „Guð, vertu mér synd-
ugri líknsamur.“
Rétt nýlega steig maður upp, sem
ekki hafði getað gengið, og gekk. —
Innan lítillar stundar fór maður
þessi í kapphlaup við mig. Kona
hans, 9em verið hafði mállaus í níu
mánuði, skírðist í Heilögum Anda
á því andartaki, sem hún var viljug
að hlýða Guði. Maður hennar skírð-
ist einnig í Heilögum Anda. En trú-
bróðir áleit sem svo, að þeir gætu
ekki tekið þau inn í söfnuðinn vegna
þess, hvað slæmt orð hefði hvílt á
þeim.
En heyrðu nú til! Hjón þessi
höfðu komið inn í Guðsríki og orðið
meðborgarar í þessu ríki á einu
augabragði. Bæði skildu þau mæta
vel, að þau voru ekki verðug þess,
en þau öðluðuzt skilning á því, hvað
Jesús hafði afrekað fyrir þau.
í Malvern, Arkansas, var maður
einn, sem búinn var að vera frelsað-
ur í mörg ár, á leiðinni að verða
beiskur og bitur vegna þess, að hann
öðlaðist ekki lækningu.
Á sömu samkomu kom kona fram
til fyrirbænar, gaf sig Kristi, skírðist
um leið í Heilögum Anda og fékk
lækningu meina sinna. Daginn áður
hafði hún verið flutt heim frá
sjúkrahúsi, til þess að fá að deyja
heima. Hún leið af krabbameini. Á
fimm mínútum, eftir að lækninga-
krafturinn gekk í gegnum hana,
20
grenntist hún um níu þumlunga.
Mörg hundruð manns voru vitni að
þessu.
Trúbróðirinn sem ekki fékk lækn-
ingu, vildi ekki leyfa þessari konu
að vitna um heilbrigði sína, vegna
þess að hún hafði lifað miður góðu
lífi áður. En hún var ekki sama
konan nú, sem hún áður var. Hún
var jafn hrein og hver annar safn-
aðarmeðlimur. Hún hafði tekið rétta
afstöðu til Jesú Krists og endur-
lausnar hans. Hún skildi, að „fyrir
hans benjar urðum vér heilbrigðir.“
Á tjaldsamkomum okkar í Dun-
can, Oklahoma, komu margir á sam-
komur okkar í hjólastólum. Eg
minnist sérstaklega einnar konu,
sem móðgaðist mjög út af því, að
við gátum ekki beðið fyrir henni á
fyrstu samkomunni. Hún kom svo
ekki á samkomurnar eftir það. —
önnur kona var þarna einnig, sem
við fengum ekki heldur tíma til að
biðja fyrir á fyrstu samkomunni.
En hún kom aftur á næstu sam-
komu. Konan mín gekk til hennar
og ætlaði að uppörva hana en það
var hún, sem uppörvaði konuna
mína. Konan sagði: „Drottinn veit
um mig, og hann mun hjálpa mér.“
Síðasta kvöldið, sem við höfðum
samkomur á þessum stað, og þegar
við höfðum beðið fyrir öllum, sagði
Drottinn við mig: „Nú er stundin
komin!“ Gegnum eitt einasta orð,
reis konan upp úr hjólastólnum
sínum, og var fullkomlega heilbrigð.
Hvers vegna?
Hún áleit ekki að Guð væri skyld-
ugur að gera þetta fyrir hana. Hún
taldi sér alls ekki trú um það, að
hún hefði gert neitt fyrir Guð, sem
hún gæti greitt fyrir lækninguna.
Hún vissi, að hún var ekki verðug
þess að fá lækninguna, meðan hin
konan áleit að hún ætti rétt á því,
að fá lækningu.
FOLKE TORELL:
M er i deyja ?
Þessi spurning er ekki ný. Ef lil
vill hefur hver einasti maður sem
er á pílagrímsför gegnum þetta líf
spurt hennar. Svörin hafa heldur
ekki látið bíða eftir sér. Fríhyggju-
mennirnir hafa komið með svör
sín, efasemdamennirnir með sín,
líffræðingarnir með sín og heim-
spekingarnir með sín. En Biblían
hefur líka talað. 1 þessu sambandi
viljum við ganga íram hjá því, sem
hinir áður nefndu hafa ályktað. Qkk-
ar hlutverk er að halda fram því,
sem Biblían kennir í þessu mikilvæga
máli.
Það sem gerir þetfca efni svo sér-
staklega mikilsvarðandi er, að það
er dauði mannsins sem er um að
ræða.
Enginn hugsar svo mikið um
dauða dýranna, en hver einasti
hugsandi maður hlýtur að skilja, að
það sé töluvert annað, þegar maður-
inn deyr. Hvers vegna er það?
Jú, vegna þess að maðurinn er
sérstakur persónuleiki í sköpunar-
verki Guðs. Er hann þá ekki skap-
aður með sömu einkennum og dýr-
in, sem Guð skapaði hvert eftir
sinni tegund? Svör Biblíunnar ráða
úrslitum.
Páll postuli heldur fram í 1. Þess.
5,23, að maðurinn sé andi, sál og
líkami, og er það vitnisburður Ritn-
ingarinnar í heild. Guð skapaði
manninn eftir sinni mynd. Ekki eftir
mynd dýranna.
Nú skulum við athuga þessa mis-
munandi eiginleika í hinni saman-
settu veru mannsins.
Andi mannsins er lifandi persónu-
leiki hans í raun og veru. Hann er