Afturelding - 01.04.1961, Qupperneq 8

Afturelding - 01.04.1961, Qupperneq 8
AFTURELDING SÖFNUÐURINN Framh. af síðu 21. sem Jesús Kristur er hirðirinn. 1 þessu samhengi er talað um hann í eintölu. En svo aftur á móti myndast margir söfnuðir innan hins stóra alheimssafnaðar, sem eru staðbundn- ir söfnuðir. í hverri borg sem lærisveinar Drottins boðuðu Orðið í frumkristn- inni, og sálir frelsuðust, þar mynd- aðist að sjálfsögðu hópur trúaðra, sem hóldu sér saman til andlegrar uppbyggingar og útbreiðslu fagn- aðarerindisins. Þannig myndaðist á lífrænan hátt hinn staðbundni söfn- uður, sem hafði svo Biblíulegt fyrir- komulag. Fleirtalan kemur greinilega fram í bréfum Páls, þar sem segir: Allir söfnuðir Krists senda yður kveðju. Róm 16,16. — Heldur og allir söfnuðir heið- ingianna. Róm 16,4. Asíu söfnuðir biðja að heilsa yð- ur. 1. Kor. 16,19. Söfnuðirnir voru og eru hið and- lena heimili, þeirra sem frelsast. Þar fá þeir leiðbeiningar, áminn- ingar, — já andlegt uppeldi. Eins og heimilið er nauðsynlegt fyrir barnið, þannig er söfnuðurinn nauðsynlegur fyrir hinn frelsaða. Innan hinnar stóru fjölskyldu alls mannkyns eru margar fjölskyldur, og hver maður álýtur það sitt mesta lán að eiga gott heimili, ef hann kann gott að meta, þar sem hann nýtur góðrar aðhlynningar og upp- fóstrunar. Ef heimilin hrynja, hrynur og þjóðfélagið, því að styrkur þjóðfé- lagsins er styrkur heimilanna. Til þess að verða meðlimur í fjöl- skyldu Guðs hér á jörðu, þarf hver og einn að endurfæðast. Það er ekki nóg að taka á móti kristinfræðinni eingöngu, og láta svo innrita sig í söfnuð Guðs eins og í hvert annað félag. Nei, — hjartað þarf að um- skanast og verða hreint fyrir Guði. Undur safnaðarins er því það kraftaverk sem á sér stað í hjörtum þeirra sem taka á móti Kristi Jesú sem sínum persónulega frelsara, og Guð býr í söfnuðinum eftir þeim mæli, sem hann fær rúm í hjörtum safnaðarmeðlimanna. GarSar Ragnarss. Spurt ogr §varað' SPURT: Hvernig ber að skilja orð- in í Matlheusar guðspjalli 24,14: „Því að margir eru kallaðir, en fáir útvaldir.“ SVAR: Náðarkall Guðs til mann- anna kemur ekki þannig, að einum sé ómögulegt annað en taka á móti því, en öðrum alls ekki, þó að hann heyri það eins og hinn. Tveir eða fleiri menn fá sama kall, verða sannfærðir um veginn, en aðeins einn eða tveir sinna því og taka sinnaskiplum. „Maður nokkur gerði mikla kvöldmáltið og bauð mörg- um,“ segir Jesús í Lúk. 14. En allir afsökuðu sig og höfnuðu boðinu. Þessir menn voru allir kallaðir, en enginn þeirra var útvalinn. Guð hefur ekki ætlað suma til eilífs hjálpræðis, en aðra til glötun- ar. Guð vill ekki dauða syndugs manns, segir Biblían. Það er vilja- ákvörðun að taka afstöðu með Kristi og láta frelsast, en það er líka viljaákvörðun að hafna hjálp- ræðinu, eftir að maðurinn hefur fensrið þekkingu á veginum. Orðin í Rómverjabréfinu 8,29: „því að þá sem hann þekkti fyrirfram, hef- ur hann og fyrirhugað,11 sýna að- eins það, að Guð í alvitund sinni, veil og þekkir fyrirfram, hverjir munu taka náðarkallinu, og hverjir ekki. Þess vegna getur Biblían sagt: „Þá sem hann þekkti fyrirfram hefur hann og fyrirhugað“. Mér er kunnugt um bændahöfðingja á Islandi, sem bauð öllum sveitung- um sínum til veglegrar brúðkaups- veizlu dótlur sinnar. Margir komu, en hreint ekki allir, til mikillar hryggðar fyrir bændahöfðingjann. Allir í sveitinni voru kallaðir, en aðeins þeir sem komu voru útvaldir. Þetta er rétt mynd upp á það að vera „kallaður“ og „útvalinn". ar þú — það var Davíð — heyrir þyt af ferð í krónum bakatrjánna, þá skalt bú hraða þér, því að þá fer Drottinn fyrir þér, til þess að ljósta Filista.“ (2. Sam. 5,24). Þegar himnesku hersveitirnar gengu inn á orrustu- völlinn með Guðs lýð, í þetta skipti, þá fór sú mikla sveit svo hratt, að það mátti hevra þvtinn af framhjágöngu þeirra í krónum trjánna. Og Biblían bætir við: „Og Davíð eerði eins og Drottinn bauð honum, og vann sigur á Filistum frá Geba alla leið til Geser.“ Ekkert stríð getur tapazt þeim, sem englar Guðs standa í stríði með. í annarri bók Konunganna, sjöunda kafla segir frá því að öflugur óvina- her hafi allur saman hrokkið á flótta — ekki af því sem hann sá, heldur af því sem hann heyrði. Og hvað var það? Biblían lýsir því svona: „Drott- inn hafði látið heyrast í herbúðir Sýrlendinga vagnagný og jódyn, gný af miklu herliði.“ Þannig var þyturinn af hinum himnesku liðsveitum, sem sendar voru Guðs fólki til hjálpar í þetta skipti. Allir óvinirnir hrukku undan og lögðu á hraðan flótta. Hinn mikli „fyrirliði fyrir hersveit Drottins“ er Jesús Kristur. Þess vegna sungu þeir sem höfðu reynsluna: „Drottinn er stríðshetja, Drottinn er nafn hans.“ Framh. 24 !

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.