Afturelding - 01.04.1961, Side 16
AFTURELDING
ASeins þrír dagar!
Cíuð heyrir bsen
Predikari á stóru millilandaskipi
prédikaði út frá orðunum: Guð
heyrir bæn. Fríhyggjumaður snérist
illa við og sagðist ekki trúa slíku.
Síðarahluta sama sunnudags, var
trúboðinn beðinn að prédika í
skipssalnum. Flestir af farjjegunum
voru viðstaddir. En vantrúaði mað-
urinn, sem hneykslaðist á prédik-
unni um morguninn, gat ekki fengið
iþað af sér að eyða tímanum í það
að vera við aðra guðsþjónustu sama
daginn. Hann hugsaði sér því að
vera einn með hugsanir sínar uppi
á þilfarinu. En um leið og hann
ætlar að ganga út, fær hann allt í
einu svo sterka löngun í appelsínu,
að hann biður þjóninn að útvega
sér eina. „Gerið þér svo vel,“ sagði
þjónninn um leið og hann benti á
stóra ávaxtaskál, sem stóð á borði.
Maðurinn stakk appelsínu í sinn
hvorn vasa og fór að ganga um á
þilfarinu.
Þá kom hann auga á eldri konu,
sem sat sofandi í legustól, og hafði
hún látið hendurnar falla í skaut
sér þannig, að lófarnir sneru upp.
Þegar hann sá þetta, greip hann
glettni, og lagði hann aþpelsínurn-
ar tvær með mikilli varasemi í sinn
hvorn lófa hennar. Þegar hann kom
nokkru seinna og gekk fram hjá
gömlu'konunni, sá hann, að hún var
vöknuð og farin að borða aðra app-
elsínuna. „Þykir yður appelsínan
góð, gamla mamma?“ spurði hann
brosandi. „Já, einstaklega góð,“
svaraði hún. „Ég hef verið svo sjó-
veik undanfarið, og eftir á hefur
mikill þorsti sótt á mig, svo að ég
bað minn himneska föður að gefa
mér eina appelsínu. Ég hlýt að hafa
sofnað, því að þegar ég kom aftur
til sjálfrar mín, sat ég með appel-
sínu í hvorri hendi. Minn himneski
faðir er svo góður og kærleiksríkur!“
32
„Villu koma með til fangelsisins?“
spurði einn vina minna, þegar ég
var á Jamaica, í Brezku Vestur-
indíum.. Við höfum fengið leyfi að
tala til fanganna.
Við fylgdumst síðan að til fang-
elsisins, ]>ar sem um eitt þúsund
fangar voru innilokaðir. Fangarnir
höfðu safnazt saman þegar við
komum, og eftir að ég hafði kynnt
okkur, söng ég og spilaði og talaði
síðan nokkra stund frá Guðs
orði.
Þegar fangarnir höfðu gengið til
klefa sinni, kom einn varðanna til
mín og spurði mig, hvort ég vildi
tala til þeirra fjórtán manna sem
dæmdir voru til hengingar. Ég var
fús til J>ess og hann fylgdi mér svo
til klefa þar, sem þrír af hinum
fjórtán voru innilokaðir.
Á liverju átti ég að byrja? Ég
var í nokkurri óvissu. Ég skildi að
ég stóð hér frammi fyrir mönnum,
sem aldrei framar mundu heyra
fagnaðarerindið. Þetta var þeirra
síðasta tækifæri.
Ég tók söngbók mína og söng
hinn fagra söng Norman Claytons:
„Jesús, ég þér tilheyri“. Síðan sagði
ég frá minni persónulegu reynslu,
þegar ég sem ungur maður fékk að
reyna Guðs frelsandi náð og hvernig
ég gaf mig Guði á vald.
Samanbeygður og í hnipri fyrir
framan mig, sat einn hinna dauða-
dæmdu, sem var morðingi. Hann
leit upp og sagði: „Ég á að deyja
á þriðjudagsmorgun. Get ég frels-
azt?“
„Já, vissulgea,“ svaraði ég. „Þú
verður að deyja fyrir það brot sem
Þetta atvik hafði svo djúp áhrif
á vanrtúaða manninn, sem ekki trúði
á bænheyrzlu, að hann auðmýkti sig
og leitaði Guðs.
J>ú hcfur framið. En Jesús dó til að
friðþægja fyrir syndir þínar.“ —-
Lestu þelta: Ég sýndi honum Róm-
verjabréfið 10, 13: „Því hver og
einn sem ákallar nafn Drottins myn
hólpinn verða.“
„Ég get ekki lesið,“ svaraði fanþ-
inn. Ég las þá fyrir liann versið o^
aðra þekkta ritningarstaði, sem
sýna að frelsið er Guðs verk en ekki
manna. Aldrei mun ég gleyma J>ví
sem nú átti sér stað. Fanginn beygði
höfuð silt niður að óhreinu gólfinu,
grét og hrópaði til Drottins um náð
og frelsi. Eftir nokkra stund leit
hann upp, brosti gegnum tárin og
sagði „syngdu hann aftur!“
„Syngja hvað?“ spurði ég.
„Það sem ]>ú söngst áðan.“
Síðan söng ég sálminn: „Jesús,
ég }>ér tilheyri.“
Hann reyndi að syngja með. —
Síðan hentum við honum á fleiri
fyrirheit í Guðs orði og yfirgáfum
hann síðan. Vörðurinn fylgdi okk-
ur síðan út. Við litum til baka.
Þarna stóð hann, frelsaður með
Guðs frið í hjarta. Hann rétti aðra
hendina út um grindurnar, veifaði
til okkar og söng: „Jesús, ég þér
tilheyri.“ Þetta var það síðasta sem
við sáum til hans. Á þriðjudags-
morguninn gekk hann syngjandi og
óttalaus til aftökunnar. Okkur var
ekki sagt hvað hann söng, en ég
hygg að ég viti það, hvað hann
söng.
Tilheyrir þú Jesú? Ef ekki, tak
]>á sömu ákvörðun og fanginn. Bið
um fyrirgefning á öllum þínum
syndum. Tak á móti þeirri réttlæt-
ing, sem fæst fyrir trúna á Jesúm
Krist. „Öllum þeim sem tóku við
honum, gaf hann rétt til að verða
Guðs börn, þeim sem trúa á nafn
hans.“